Ábyrgðarlaust Alþingi þar sem hver bendir á annan Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2023 11:02 Gísli Rafn settist á þing 2021 og hann hefur tekið saman punkta þar sem hann lýsir reynslu sinni það sem af er, að sitja á löggjafarþinginu sjálfu. Gísli Rafn hefur komist að því að þingið er ekki skilvirkt og að það einkennist af því að fólk vilji koma sér undan ábyrgð. vísir/vilhelm Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata ritar athyglisverða grein þar sem hann fer yfir upplifun sína af þingstörfunum og starfsemi Alþingis. Og þar er ekkert endilega fagurt um að litast. Þessa athyglisverðu grein Gísla Rafns má finna á Vísi en hann hefur setið á þingi sem þingmaður Suðvesturkjördæmis síðan 2021. Greinin er í tíu liðum og þar segir meðal annars að þegar eitthvað fari úrskeiðis, þá þori enginn að taka ábyrgð. „Mistök gerast, hvort sem það er í lagasetningu eða framkvæmd þeirra. En í stað þess að taka ábyrgð á mistökunum, þá er alltaf farið í að benda á einhverja aðra, nú eða tala um eitthvað allt annað. Þetta þýðir oft að smávægileg mistök vinda upp á sig og verða að stórmáli. Stjórnmálamenn, rétt eins og annað fólk gerir mistök og hefur stundum rangt fyrir sér, en ólíkt mörgum öðrum stéttum, þá virðist það vera bannað að viðurkenna slíkt.“ Víst er að Íslendingar upp til hópa eiga erfitt með að játa á sig mistök. Það virðist vera eitthvað í þjóðarsálinni sem veldur því að menn líti á það sem mikinn áfellisdóm og djúpt skarð í sjálfsmyndina. Samkvæmt Gísla Rafni kveður sérlega rammt að þessu meðal þingmanna. Þá segir Gísli Rafn að samráð við lagasetningar séu bara til sýnis: „Á undanförnum áratug hefur verið lögð mikil vinna í það að auka samráð í lagasetningarferlinu. Ráðuneyti setja drög að frumvörpum í samráðsgátt og þingnefndir óska eftir umsögnum sem hluta af ferli mála innan þingsins. Myndin, sem er lýsandi fyrir efni pistils Gísla Rafns, er úr NY Times árið 1871 og er eftir Thomas Nast. Hún sýnir “William M. 'Boss' Tweed and the Tweed Ring of corrupt New York City politicians.” Engin ábyrð, hver bendir á annan. Allt lítur þetta vel út á pappírunum, en sannleikurinn er sá að lítið tillit er tekið til þeirra umsagna sem koma inn, nema ef bent er á einhver mjög augljóslega röng atriði, nú eða ef umsagnaraðilinn er hagsmunaaðili með mjög sterk ítök innan stjórnarflokkanna,“ skrifar Gísli og vísar til Sherry Arnstein sem kallar slíkt fyrirbæri sýndar-samráð. Og gerir að verkum að færri og færri umsagnir berast um mál því margir umsagnaraðilar vita að ekkert er tekið mark á því hvað er skrifað. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Þessa athyglisverðu grein Gísla Rafns má finna á Vísi en hann hefur setið á þingi sem þingmaður Suðvesturkjördæmis síðan 2021. Greinin er í tíu liðum og þar segir meðal annars að þegar eitthvað fari úrskeiðis, þá þori enginn að taka ábyrgð. „Mistök gerast, hvort sem það er í lagasetningu eða framkvæmd þeirra. En í stað þess að taka ábyrgð á mistökunum, þá er alltaf farið í að benda á einhverja aðra, nú eða tala um eitthvað allt annað. Þetta þýðir oft að smávægileg mistök vinda upp á sig og verða að stórmáli. Stjórnmálamenn, rétt eins og annað fólk gerir mistök og hefur stundum rangt fyrir sér, en ólíkt mörgum öðrum stéttum, þá virðist það vera bannað að viðurkenna slíkt.“ Víst er að Íslendingar upp til hópa eiga erfitt með að játa á sig mistök. Það virðist vera eitthvað í þjóðarsálinni sem veldur því að menn líti á það sem mikinn áfellisdóm og djúpt skarð í sjálfsmyndina. Samkvæmt Gísla Rafni kveður sérlega rammt að þessu meðal þingmanna. Þá segir Gísli Rafn að samráð við lagasetningar séu bara til sýnis: „Á undanförnum áratug hefur verið lögð mikil vinna í það að auka samráð í lagasetningarferlinu. Ráðuneyti setja drög að frumvörpum í samráðsgátt og þingnefndir óska eftir umsögnum sem hluta af ferli mála innan þingsins. Myndin, sem er lýsandi fyrir efni pistils Gísla Rafns, er úr NY Times árið 1871 og er eftir Thomas Nast. Hún sýnir “William M. 'Boss' Tweed and the Tweed Ring of corrupt New York City politicians.” Engin ábyrð, hver bendir á annan. Allt lítur þetta vel út á pappírunum, en sannleikurinn er sá að lítið tillit er tekið til þeirra umsagna sem koma inn, nema ef bent er á einhver mjög augljóslega röng atriði, nú eða ef umsagnaraðilinn er hagsmunaaðili með mjög sterk ítök innan stjórnarflokkanna,“ skrifar Gísli og vísar til Sherry Arnstein sem kallar slíkt fyrirbæri sýndar-samráð. Og gerir að verkum að færri og færri umsagnir berast um mál því margir umsagnaraðilar vita að ekkert er tekið mark á því hvað er skrifað.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira