Gylfi ætlar ekki í skaðabótamál Eiður Þór Árnason skrifar 30. júní 2023 15:12 Gylfi Þór Sigurðsson var viðstaddur landsleik Íslands og Frakklands sem fram fór á EM Englandi í knattspyrnu kvenna í fyrra. vísir/vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður og leikmaður Everton hyggst ekki höfða skaðabótamál gegn breskum yfirvöldum í tengslum við rannsókn lögreglu sem hann sætti vegna gruns um kynferðisbrot. Hann var ekki ákærður vegna málsins. Mbl.is greinir frá þessu og hefur eftir Róbert Spanó, lögmanni Gylfa. Hann sagði í apríl að Gylfi íhugaði slíka málsókn á grundvelli þess að meðferð málsins hafi tekið allt of langan tíma og valdið Gylfa og fjölskyldu hans umtalsverðu tjóni og miska. Ekki náðist í Róbert Spanó við vinnslu fréttarinnar. Í apríl varð ljóst að Gylfi yrði ekki ákærður í Bretlandi vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. Hann var handtekinn vegna málsins í júlí 2021 og sætti löngu farbanni. Rannsóknin stóð alls yfir í 637 daga. Í tilkynningu frá lögreglunni í Manchester á Englandi í apríl sagði að embættið hafi komist að þeirri niðurstöðu í samráði við saksóknara að þau sönnunargögn sem lægu fyrir uppfylltu ekki kröfur saksóknara. Hafnað ásökununum Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið frá því að það kom upp en Vísir ræddi við Sigurð Aðalsteinsson, föður Gylfa, í október síðastliðnum þar sem Sigurður sagðist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins. Þar sagði Sigurður brotið á mannréttindum sonar síns. Gylfi var nafngreindur í íslenskum fjölmiðlum 20. júlí 2021. Degi síðar birtust fréttir þess efnis að Gylfi harðneitaði þeim ásökunum sem bornar voru á hann. Þann 14. ágúst sama ár var greint frá því að Gylfi yrði áfram laus gegn tryggingu og hann settur í farbann. Farbannið var svo ítrekað framlengt og samningur Gylfa við Everton rann út án þess að hann spilaði aftur fyrir liðið eftir handtökuna. Hann hefur ekki spilað fótbolta síðan vorið 2021. Í júlí í fyrra sást Gylfi í fyrsta sinn á almannafæri síðan hann var handtekinn. Hann mætti á leik Íslands og Ítalíu á Evrópumóti kvenna í fótbolta sem fór fram í Manchester. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ sagði í apríl eftir að ljóst var að Gylfi yrði ekki ákærður vegna málsins í Bretlandi að það væri ekkert því til fyrirstöðu að hann verði valinn aftur í íslenska landsliðið. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Everton vongott um háar bætur vegna Gylfa Everton sér fram á að fá 10 milljónir punda í bætur vegna stöðunnar sem skapaðist þegar Gylfi Þór Sigurðsson var handtekinn af lögreglu í Manchester í júlí 2021, nú þegar ljóst er að Gylfi er laus allra mála. 17. apríl 2023 16:07 Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29 Skoðar hvort tilefni sé til að leita réttar síns Gylfi Þór Sigurðsson er sagður liggja undir feldi nú þegar lögreglan í Manchester hefur ákveðið að fella niður rannsókn á máli hans. Hann muni á næstu dögum leita sér lögfræðilegrar ráðgjafar um hvort tilefni sé til þess að hann leiti réttar síns fyrir breskum dómstólum. 15. apríl 2023 12:25 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Mbl.is greinir frá þessu og hefur eftir Róbert Spanó, lögmanni Gylfa. Hann sagði í apríl að Gylfi íhugaði slíka málsókn á grundvelli þess að meðferð málsins hafi tekið allt of langan tíma og valdið Gylfa og fjölskyldu hans umtalsverðu tjóni og miska. Ekki náðist í Róbert Spanó við vinnslu fréttarinnar. Í apríl varð ljóst að Gylfi yrði ekki ákærður í Bretlandi vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. Hann var handtekinn vegna málsins í júlí 2021 og sætti löngu farbanni. Rannsóknin stóð alls yfir í 637 daga. Í tilkynningu frá lögreglunni í Manchester á Englandi í apríl sagði að embættið hafi komist að þeirri niðurstöðu í samráði við saksóknara að þau sönnunargögn sem lægu fyrir uppfylltu ekki kröfur saksóknara. Hafnað ásökununum Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið frá því að það kom upp en Vísir ræddi við Sigurð Aðalsteinsson, föður Gylfa, í október síðastliðnum þar sem Sigurður sagðist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins. Þar sagði Sigurður brotið á mannréttindum sonar síns. Gylfi var nafngreindur í íslenskum fjölmiðlum 20. júlí 2021. Degi síðar birtust fréttir þess efnis að Gylfi harðneitaði þeim ásökunum sem bornar voru á hann. Þann 14. ágúst sama ár var greint frá því að Gylfi yrði áfram laus gegn tryggingu og hann settur í farbann. Farbannið var svo ítrekað framlengt og samningur Gylfa við Everton rann út án þess að hann spilaði aftur fyrir liðið eftir handtökuna. Hann hefur ekki spilað fótbolta síðan vorið 2021. Í júlí í fyrra sást Gylfi í fyrsta sinn á almannafæri síðan hann var handtekinn. Hann mætti á leik Íslands og Ítalíu á Evrópumóti kvenna í fótbolta sem fór fram í Manchester. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ sagði í apríl eftir að ljóst var að Gylfi yrði ekki ákærður vegna málsins í Bretlandi að það væri ekkert því til fyrirstöðu að hann verði valinn aftur í íslenska landsliðið.
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Everton vongott um háar bætur vegna Gylfa Everton sér fram á að fá 10 milljónir punda í bætur vegna stöðunnar sem skapaðist þegar Gylfi Þór Sigurðsson var handtekinn af lögreglu í Manchester í júlí 2021, nú þegar ljóst er að Gylfi er laus allra mála. 17. apríl 2023 16:07 Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29 Skoðar hvort tilefni sé til að leita réttar síns Gylfi Þór Sigurðsson er sagður liggja undir feldi nú þegar lögreglan í Manchester hefur ákveðið að fella niður rannsókn á máli hans. Hann muni á næstu dögum leita sér lögfræðilegrar ráðgjafar um hvort tilefni sé til þess að hann leiti réttar síns fyrir breskum dómstólum. 15. apríl 2023 12:25 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Everton vongott um háar bætur vegna Gylfa Everton sér fram á að fá 10 milljónir punda í bætur vegna stöðunnar sem skapaðist þegar Gylfi Þór Sigurðsson var handtekinn af lögreglu í Manchester í júlí 2021, nú þegar ljóst er að Gylfi er laus allra mála. 17. apríl 2023 16:07
Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29
Skoðar hvort tilefni sé til að leita réttar síns Gylfi Þór Sigurðsson er sagður liggja undir feldi nú þegar lögreglan í Manchester hefur ákveðið að fella niður rannsókn á máli hans. Hann muni á næstu dögum leita sér lögfræðilegrar ráðgjafar um hvort tilefni sé til þess að hann leiti réttar síns fyrir breskum dómstólum. 15. apríl 2023 12:25
Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04