Engin hætta á að stelpurnar okkar spili í Rússlandi Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2023 16:00 Íslenska landsilðið er komið inn á HM 2023 og á góða möguleika á að fara inn á EM 2024. Vitað er hvar þau mót fara fram en ekki hvar EM 2026 verður. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur tekið af allan vafa um það að lokakeppni Evrópumótsins í handbolta 2026 muni ekki fara fram í Rússlandi. Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu fengu að vita það í gær að þær verða með á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi í lok þessa árs. Stórmótum þeirra gæti svo hæglega fjölgað í kjölfarið. Í október hefja þær leik í undankeppni EM 2024 og eiga mjög góða möguleika á að komast í lokakeppnina, en Ísland er í riðli með Svíþjóð, Færeyjum og Lúxemborg og komast tvö efstu liðin beint á EM. Lokakeppnin 2024 fer fram í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss en nú er alveg óljóst hvar mótið 2026 fer fram. Rússar voru valdir til að halda EM 2026, eftir aukaþing EHF í nóvember 2021. Nokkrum mánuðum seinna hófst hins vegar innrás Rússa í Úkraínu og stendur stríðið enn yfir. Vegna innrásarinnar ákvað alþjóða handknattleikssambandið, IHF, að banna öll lið og dómara frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi, frá handboltamótum. Í síðustu viku fundaði framkvæmdanefnd EHF í Vínarborg og í kjölfarið fylgdi tilkynnng þess efnis að nú yrði leitað að nýjum gestgjafa fyrir EM kvenna 2026. „Vegna EM kvenna 2026 var veitt umboð til að hefja samtal við rússneska handknattleikssambandið sem gestgjafa vegna núverandi stöðu. Það samtal átti sér stað í byrjun vikunnar með þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að halda mótið í Rússlandi innan þess tímaramma sem gefinn er. Þess vegna mun EHF leita að nýjum gestgjafa í samræmi við ákvörðun framkvæmdanefndar. Frekari upplýsingar um það ferli verða gefnar út síðar,“ segir í tilkynningu EHF. Landslið kvenna í handbolta Handbolti Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu fengu að vita það í gær að þær verða með á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi í lok þessa árs. Stórmótum þeirra gæti svo hæglega fjölgað í kjölfarið. Í október hefja þær leik í undankeppni EM 2024 og eiga mjög góða möguleika á að komast í lokakeppnina, en Ísland er í riðli með Svíþjóð, Færeyjum og Lúxemborg og komast tvö efstu liðin beint á EM. Lokakeppnin 2024 fer fram í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss en nú er alveg óljóst hvar mótið 2026 fer fram. Rússar voru valdir til að halda EM 2026, eftir aukaþing EHF í nóvember 2021. Nokkrum mánuðum seinna hófst hins vegar innrás Rússa í Úkraínu og stendur stríðið enn yfir. Vegna innrásarinnar ákvað alþjóða handknattleikssambandið, IHF, að banna öll lið og dómara frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi, frá handboltamótum. Í síðustu viku fundaði framkvæmdanefnd EHF í Vínarborg og í kjölfarið fylgdi tilkynnng þess efnis að nú yrði leitað að nýjum gestgjafa fyrir EM kvenna 2026. „Vegna EM kvenna 2026 var veitt umboð til að hefja samtal við rússneska handknattleikssambandið sem gestgjafa vegna núverandi stöðu. Það samtal átti sér stað í byrjun vikunnar með þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að halda mótið í Rússlandi innan þess tímaramma sem gefinn er. Þess vegna mun EHF leita að nýjum gestgjafa í samræmi við ákvörðun framkvæmdanefndar. Frekari upplýsingar um það ferli verða gefnar út síðar,“ segir í tilkynningu EHF.
Landslið kvenna í handbolta Handbolti Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira