Skellti sér út að hlaupa þegar hún frétti að Ísland væri komið á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2023 08:31 Þórey Rósa Stefánsdóttir er leikjahæst í íslenska landsliðinu. vísir/hulda margrét Ein reyndasta handboltakona landsins var að vonum ánægð þegar í ljós kom að Ísland yrði meðal þátttökuþjóða á HM 2023. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk svokallað boðssæti á HM sem fer fram á Norðurlöndunum í nóvember og desember. Þetta verður í annað sinn sem Ísland verður með á HM. Á HM 2011 enduðu Íslendingar í 12. sæti. „Ég hafði í raun ekki mikla trú á þessu. Ég hélt að einhver önnur lið yrðu valin,“ sagði Þórey Rósa í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2, aðspurð hvort hún hafi búist við að Ísland kæmist á HM. „En þegar þetta kom í ljós fékk maður hnút í magann og hugsaði: bíddu já, þetta er bara að fara að gerast núna. Maður reimaði á sig hlaupaskóna og fór út að hlaupa til að ná áttum.“ Klippa: Viðtal við Þóreyju Rósu Þórey Rósa er reyndasti leikmaður íslenska liðsins og hlakkar til að fara aftur á stórmót með því. „Við sem erum búnar að fara á stórmót erum alltaf að segja sögur af því þegar við vorum þar hafi þetta verið svona og svona. Mér finnst bara svo gaman að þessar stelpur sem eru núna fái þetta tækifæri og íslenskur kvennahandbolti sé aftur kominn á þennan stað og við fáum að upplifa þetta,“ sagði Þórey Rósa. „Þegar þú ert kominn inn í þessa lúppu kemstu á betri stað og þetta er spark í rassinn á fullt af stelpum, að æfa betur og komast í liðið. Þetta er frábært fyrir íslenskan kvennahandbolta.“ Dregið verður í riðla á HM í dag. Ísland er í fjórða og neðsta styrkleikaflokki. Leikið er í átta fjögurra liða riðlum og komast þrjú lið í milliriðil. Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir ÓL-smuga opnast fyrir stelpurnar okkar Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk ekki aðeins sæti á HM upp í hendurnar frá IHF á mánudaginn, heldur einnig möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári. 5. júlí 2023 14:03 „Með hjartað á 200 og þurfti að taka hlé frá vinnunni“ „Þetta var svo ótrúlega mikið sjokk áðan vegna þess að ég var ekki búin að gera mér neinar vonir,“ segir Sandra Erlingsdóttir, himinlifandi eftir þau tíðindi dagsins að hún sé leiðinni á HM í handbolta í lok nóvember. 3. júlí 2023 14:06 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk svokallað boðssæti á HM sem fer fram á Norðurlöndunum í nóvember og desember. Þetta verður í annað sinn sem Ísland verður með á HM. Á HM 2011 enduðu Íslendingar í 12. sæti. „Ég hafði í raun ekki mikla trú á þessu. Ég hélt að einhver önnur lið yrðu valin,“ sagði Þórey Rósa í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2, aðspurð hvort hún hafi búist við að Ísland kæmist á HM. „En þegar þetta kom í ljós fékk maður hnút í magann og hugsaði: bíddu já, þetta er bara að fara að gerast núna. Maður reimaði á sig hlaupaskóna og fór út að hlaupa til að ná áttum.“ Klippa: Viðtal við Þóreyju Rósu Þórey Rósa er reyndasti leikmaður íslenska liðsins og hlakkar til að fara aftur á stórmót með því. „Við sem erum búnar að fara á stórmót erum alltaf að segja sögur af því þegar við vorum þar hafi þetta verið svona og svona. Mér finnst bara svo gaman að þessar stelpur sem eru núna fái þetta tækifæri og íslenskur kvennahandbolti sé aftur kominn á þennan stað og við fáum að upplifa þetta,“ sagði Þórey Rósa. „Þegar þú ert kominn inn í þessa lúppu kemstu á betri stað og þetta er spark í rassinn á fullt af stelpum, að æfa betur og komast í liðið. Þetta er frábært fyrir íslenskan kvennahandbolta.“ Dregið verður í riðla á HM í dag. Ísland er í fjórða og neðsta styrkleikaflokki. Leikið er í átta fjögurra liða riðlum og komast þrjú lið í milliriðil.
Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir ÓL-smuga opnast fyrir stelpurnar okkar Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk ekki aðeins sæti á HM upp í hendurnar frá IHF á mánudaginn, heldur einnig möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári. 5. júlí 2023 14:03 „Með hjartað á 200 og þurfti að taka hlé frá vinnunni“ „Þetta var svo ótrúlega mikið sjokk áðan vegna þess að ég var ekki búin að gera mér neinar vonir,“ segir Sandra Erlingsdóttir, himinlifandi eftir þau tíðindi dagsins að hún sé leiðinni á HM í handbolta í lok nóvember. 3. júlí 2023 14:06 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
ÓL-smuga opnast fyrir stelpurnar okkar Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk ekki aðeins sæti á HM upp í hendurnar frá IHF á mánudaginn, heldur einnig möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári. 5. júlí 2023 14:03
„Með hjartað á 200 og þurfti að taka hlé frá vinnunni“ „Þetta var svo ótrúlega mikið sjokk áðan vegna þess að ég var ekki búin að gera mér neinar vonir,“ segir Sandra Erlingsdóttir, himinlifandi eftir þau tíðindi dagsins að hún sé leiðinni á HM í handbolta í lok nóvember. 3. júlí 2023 14:06