„Krakkaskítur“ og „helvítis fáviti“ hreytt í björgunarsveitarfólk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2023 06:45 Liðsmenn Sigurvonar á gosstöðvunum. Tómas Logi er til vinstri á myndinni. Sigurvon Björgunarsveitarmaður frá Sandgerði segist hafa átt búist við að fá yfir sig skít og drullu þegar hann lagði leið sína á gosstöðvarnar til að sinna rýmingu vegna gasmengunar á mánudag. Það hafi heldur betur staðist og hann kallaður „krakkaskítur“ og „helvítis fáviti“ af göngufólki. Langflestir hafi þó verði þakklátir og tekið leiðbeiningum vel. Erfiðlega hefur gengið að fá björgunarsveitarfólk til að standa vaktina í sjálfboðarvinnu á gosstöðvunum frá því eldgos hófst við Litla-Hrút á mánudag. Ráðherra hefur sagt nauðsynlegt að bregðast við og fá landverði á launaða vakt við gosstöðvarnar sem allra fyrst. Björgunarsveitarfólk úr Sandgerði dreif sig á staðinn á þriðjudag til að hjálpa til við rýmingar. Tómas Logi Hallgrímsson er þeirra á meðal. Hann komst í fréttirnar í desember síðastliðnum þegar hann lýsti samskiptum sínum við íbúa á Reykjanesi þegar óveður gekk yfir landið. Hann hefði fengið yfir sig fúkyrðaflaum frá fólki. „Þar nefndi ég að ég hafi ekki átt von á mis slæmum viðbrögðum fólks í minn garð við lokanir vega vegna óveðurs og ófærðar,“ segir Tómas í færslu sinni á Facebook. Tómas stóð vaktina bæði á mánudag og þriðjudag sem hluti af björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði. Á þriðjudaginn sat hann í bíl við afleggjarann upp að Keili og vaktaði lokun á því að fólk færi þá gönguleið að eldgosinu við Litla-Hrút. Á mánudeginum var hann á sjálfum gosstöðvunum í um tíu klukkustundir og sinnti rýmingu við sjálft eldgosið vegna lífshættulegra aðstæðna sem mynduðust vegna gasmengunnar. Hann segir sorglegast við mánudaginn að þá hafi hann átt von á að fá yfir sig skít og drullu frá fólki. Það hafi staðist. „Ég var kallaður vitlaus og heimskur. Ég var sakaður um mannréttindabrot. Ég var kallaður krakkaskítur. Ég var kallaður helvítis fáviti. Ég er aumingi sem situr inní bíl og étur nammi í stað þess að bjarga fólki,“ segir Tómas Logi. Það hafi þó verið sannleikanu samkvæmt að hann hafi borðað nammi á vaktinni. Félagarnir í Sigurvon á vaktinni á þriðjudagskvöld. Tómas Logi er til vinstri.Sigurvon „En… enn og aftur þá voru 98 pósent fólks sem var þakklátt og skildi leiðbeiningar mínar. Magnað að maður skuli velja það að koma sér í þessar aðstæður aftur og aftur,“ segir Tómas Logi. Í færslu frá Björgunarsveitinni Sigurvon í nótt segir að nóg hafi verið að gera síðustu daga. Björgunarsveitarfólk hjá sveitinni hafi sinnt gosvöktum öll kvöld frá því gos hófst á mánudag. Fólk er minnt á að koma vel fram við liðsmenn sveitarinnar sem séu í sjálfboðavinnu. „Þegar þetta er skrifað eru tveir félagar á heimleið eftir þriðja kvöldið í röð. Við viljum ítreka við alla sem hyggjast leggja leið sína að gosinu að fylgja merkrum gönguleiðum og búa sig vel. Svæðið er skráfþurrt og nauðsynlegt að hafa nóg af vatni og muna að það kólnar hratt þegar líður á kvöldið.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Erfiðlega hefur gengið að fá björgunarsveitarfólk til að standa vaktina í sjálfboðarvinnu á gosstöðvunum frá því eldgos hófst við Litla-Hrút á mánudag. Ráðherra hefur sagt nauðsynlegt að bregðast við og fá landverði á launaða vakt við gosstöðvarnar sem allra fyrst. Björgunarsveitarfólk úr Sandgerði dreif sig á staðinn á þriðjudag til að hjálpa til við rýmingar. Tómas Logi Hallgrímsson er þeirra á meðal. Hann komst í fréttirnar í desember síðastliðnum þegar hann lýsti samskiptum sínum við íbúa á Reykjanesi þegar óveður gekk yfir landið. Hann hefði fengið yfir sig fúkyrðaflaum frá fólki. „Þar nefndi ég að ég hafi ekki átt von á mis slæmum viðbrögðum fólks í minn garð við lokanir vega vegna óveðurs og ófærðar,“ segir Tómas í færslu sinni á Facebook. Tómas stóð vaktina bæði á mánudag og þriðjudag sem hluti af björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði. Á þriðjudaginn sat hann í bíl við afleggjarann upp að Keili og vaktaði lokun á því að fólk færi þá gönguleið að eldgosinu við Litla-Hrút. Á mánudeginum var hann á sjálfum gosstöðvunum í um tíu klukkustundir og sinnti rýmingu við sjálft eldgosið vegna lífshættulegra aðstæðna sem mynduðust vegna gasmengunnar. Hann segir sorglegast við mánudaginn að þá hafi hann átt von á að fá yfir sig skít og drullu frá fólki. Það hafi staðist. „Ég var kallaður vitlaus og heimskur. Ég var sakaður um mannréttindabrot. Ég var kallaður krakkaskítur. Ég var kallaður helvítis fáviti. Ég er aumingi sem situr inní bíl og étur nammi í stað þess að bjarga fólki,“ segir Tómas Logi. Það hafi þó verið sannleikanu samkvæmt að hann hafi borðað nammi á vaktinni. Félagarnir í Sigurvon á vaktinni á þriðjudagskvöld. Tómas Logi er til vinstri.Sigurvon „En… enn og aftur þá voru 98 pósent fólks sem var þakklátt og skildi leiðbeiningar mínar. Magnað að maður skuli velja það að koma sér í þessar aðstæður aftur og aftur,“ segir Tómas Logi. Í færslu frá Björgunarsveitinni Sigurvon í nótt segir að nóg hafi verið að gera síðustu daga. Björgunarsveitarfólk hjá sveitinni hafi sinnt gosvöktum öll kvöld frá því gos hófst á mánudag. Fólk er minnt á að koma vel fram við liðsmenn sveitarinnar sem séu í sjálfboðavinnu. „Þegar þetta er skrifað eru tveir félagar á heimleið eftir þriðja kvöldið í röð. Við viljum ítreka við alla sem hyggjast leggja leið sína að gosinu að fylgja merkrum gönguleiðum og búa sig vel. Svæðið er skráfþurrt og nauðsynlegt að hafa nóg af vatni og muna að það kólnar hratt þegar líður á kvöldið.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira