Segir Henderson búinn að samþykkja tilboð Al-Ettifaq | Fer Fabinho líka? Smári Jökull Jónsson skrifar 13. júlí 2023 15:45 Henderson og Fabinho gætu yfirgefið Liverpool á næstu dögum. Vísir/Getty Blaðamenn á Englandi greina frá því núna eftir hádegið að Jordan Henderson sé búinn að komast að samkomulagi við sádiarabíska félagið Al-Ettifaq. Liðin tvö eiga eftir að komast að samkomulagi. Fréttir af mögulegri brottför Henderson hafa verið á reiki síðan Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, tók við knattspyrnustjórastöðunni hjá Al-Ettifaq. Í gærdag birtust fréttir þess efnis að Henderson ætlaði sér að halda tryggð við Liverpool en í gærkvöldi bárust fréttir um hið gagnstæða, að hann ætlaði sér til Sádi Arabíu. Nú hefur hinn virti blaðamaður Fabrizio Romano tjáð sig um málið en hann veit yfirleitt hvað hann syngur þegar félagaskipti knattspyrnumanna eru annars vegar. Romano skrifar á Twitter að Henderson sé búinn að samþykkja samning Al-Ettifaq og hafi fengið grænt ljóst frá knattspyrnustjóra Liverpool, Jurgen Klopp, í morgun. Jafnframt segir hann að Liverpool og Al-Ettifaq eigi eftir að komast að samkomulagi um kaupverð en Henderson á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Liverpool. Samkvæmt fréttum meira en þrefaldar Henderson laun sín hjá Al-Ettifaq en hann fær núna 200.000 pund á viku hjá Liverpool þar sem hann er fyrirliði. BREAKING: Jordan Henderson has accepted Al Ettifaq proposal. There s verbal agreement in principle. Contract agreed.Deal now depends on Liverpool and Al Ettifaq discussing on the fee, no chance to let him leave for free Hendo spoke to Klopp today and there s green light. pic.twitter.com/wJ2CyaHu60— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 13, 2023 Fréttir af mögulegu brotthvarfi Henderson til Sádi Arabíu koma nokkuð á óvart. Sem fyrirliði liðsins gegnir hann mikilvægu hlutverki hjá Liverpool og þá hefur hann verið einn ötulasti stuðningsmaður LGBTQI-samfélagsins í Bretlandi. Fréttirnar hafa ekki farið vel í stuðningsmannahópinn Liverpool Out sem berst fyrir réttindum LGBTQI samfélagsins. „Við erum hrædd og áhyggjufull yfir því að einhver íhugi að vinna við íþróttaþvottarekstur hjá yfirvöldum þar sem réttindi kvenna og LBGT+ fólks eru lítils metin og landið á lista yfir þau með flestar dauðarefsingar,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Gætu einnig misst Fabinho Ekki nóg með að Liverpool gæti verið að missa fyrirliða sinn til Sádi Arabíu, heldur greinir The Athletic frá því að annað félag í sádiarabísku deildinni. Al-Ittihad, ætli sér að leggja fram 40 milljón punda tilboð í Fabinho sem hefur verið lykilmaður Liverpol síðustu ári. Missi félagið bæði Henderson og Fabinho verður ljóst að Liverpool hefur misst fimm miðjumenn frá síðasta tímabili. Alex Oxlade-Chamberlain, James Milner og Naby Keita hafa nú þegar allir leitað á önnur mið eftir að síðasta tímabili lauk. Dominik Szoboszlai og Alexis Mac Allister hafa gengið til liðs við Liverpool á móti og þá hefur félagið verið orðað bæði við Romeo Lavia leikmann Southampton og Khephren Thuram hjá Nice á undanförnum vikum. Sádiarabíski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Fréttir af mögulegri brottför Henderson hafa verið á reiki síðan Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, tók við knattspyrnustjórastöðunni hjá Al-Ettifaq. Í gærdag birtust fréttir þess efnis að Henderson ætlaði sér að halda tryggð við Liverpool en í gærkvöldi bárust fréttir um hið gagnstæða, að hann ætlaði sér til Sádi Arabíu. Nú hefur hinn virti blaðamaður Fabrizio Romano tjáð sig um málið en hann veit yfirleitt hvað hann syngur þegar félagaskipti knattspyrnumanna eru annars vegar. Romano skrifar á Twitter að Henderson sé búinn að samþykkja samning Al-Ettifaq og hafi fengið grænt ljóst frá knattspyrnustjóra Liverpool, Jurgen Klopp, í morgun. Jafnframt segir hann að Liverpool og Al-Ettifaq eigi eftir að komast að samkomulagi um kaupverð en Henderson á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Liverpool. Samkvæmt fréttum meira en þrefaldar Henderson laun sín hjá Al-Ettifaq en hann fær núna 200.000 pund á viku hjá Liverpool þar sem hann er fyrirliði. BREAKING: Jordan Henderson has accepted Al Ettifaq proposal. There s verbal agreement in principle. Contract agreed.Deal now depends on Liverpool and Al Ettifaq discussing on the fee, no chance to let him leave for free Hendo spoke to Klopp today and there s green light. pic.twitter.com/wJ2CyaHu60— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 13, 2023 Fréttir af mögulegu brotthvarfi Henderson til Sádi Arabíu koma nokkuð á óvart. Sem fyrirliði liðsins gegnir hann mikilvægu hlutverki hjá Liverpool og þá hefur hann verið einn ötulasti stuðningsmaður LGBTQI-samfélagsins í Bretlandi. Fréttirnar hafa ekki farið vel í stuðningsmannahópinn Liverpool Out sem berst fyrir réttindum LGBTQI samfélagsins. „Við erum hrædd og áhyggjufull yfir því að einhver íhugi að vinna við íþróttaþvottarekstur hjá yfirvöldum þar sem réttindi kvenna og LBGT+ fólks eru lítils metin og landið á lista yfir þau með flestar dauðarefsingar,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Gætu einnig misst Fabinho Ekki nóg með að Liverpool gæti verið að missa fyrirliða sinn til Sádi Arabíu, heldur greinir The Athletic frá því að annað félag í sádiarabísku deildinni. Al-Ittihad, ætli sér að leggja fram 40 milljón punda tilboð í Fabinho sem hefur verið lykilmaður Liverpol síðustu ári. Missi félagið bæði Henderson og Fabinho verður ljóst að Liverpool hefur misst fimm miðjumenn frá síðasta tímabili. Alex Oxlade-Chamberlain, James Milner og Naby Keita hafa nú þegar allir leitað á önnur mið eftir að síðasta tímabili lauk. Dominik Szoboszlai og Alexis Mac Allister hafa gengið til liðs við Liverpool á móti og þá hefur félagið verið orðað bæði við Romeo Lavia leikmann Southampton og Khephren Thuram hjá Nice á undanförnum vikum.
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira