„Auðvitað ekki boðlegt að maðurinn þurfi að skríða inn á klósett“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2023 12:31 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, segir óskiljanlegt að félgaslegt húsnæði sé ekki aðgengilegt fyrir hreyfihamlaða og langveika. Það sé sá hópur sem líklegast þurfi að nýta sér félagslegt húsnæði. Vísir/Vilhelm Formaður Öryrkjabandalagsins segir óboðlegt að íbúðir Félagsbústaða séu ekki útbúnar fyrir fólk sem notast við hjólastóla. Mál manns sem er í hjólastól og fékk úthlutaða íbúð án hjólastólaaðgengis sýni skilningsleysið sem ríki innan kerfisins. Stefán Gauti Stefánsson sagði frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann leigi íbúð á vegum Félagsbústaða sem er ekki með hjólastólaaðgengi. Stefán er með MS sjúkdóminn, lamaður á vinstri hlið líkamans og í hjólastól. Stefán hefur ítrekað dottið og slasað sig í íbúð sinni vegna skorts á aðgengi og kemst hvorki inn á baðherbergi né eldhús í hjólastólnum og þarf því til að mynda alltaf að skilja stólinn eftir fyrir utan baðherbergisdyrnar þegar hann þarf að nota salernið. „Félagslegt húsnæði sveitarfélaga þarf að taka mið af því að fatlað og langveikt fólk geti búið þar af því að líklegasti hópurinn til að vera í félagslegu húsnæði er fólk sem er annað hvort með hreyfihömlun eða langveikt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins. Lagfæra þurfi húsnæðið Félagslegt húsnæði verði að uppfylla kröfur um algilda hönnun. „Það þarf að lagfæra gamalt húsnæði ef það er nokkur kostur á að gera það aðgengilega. Þarna hefðu Félagsbústaðir hreinlega átt að lagfæra húsnæðið ef það hefði verið hægt þannig að hann gæti verið þarna. Það er auðvitað alls ekki boðlegt að maðurinn þurfi að skríða inn á klósett,“ segir Þuríður. Það sé óskiljanlegt að Stefáni hafi verið úthlutuð óaðgengileg íbúð. „Mér finnst þetta vera algert skilningsleysi og það er auðvitað mjög mikilvægt fyrir fólk í þessari stöðu að það hafi aðgengi og það sé stutt í þjónustu, bæði heilsugæslu og matvörubúð.“ Brýnt sé að Félagsbústaðir og sveitarfélögin bregðist við. „Þarna held ég að Félagsbústaðir verði bara að gjöra svo vel og skoða það hvort það geti ekki lagfært húsnæðið - stækkað hurðar og gert það aðgengilegt. Svo er það að hann skuli vera settur í húsnæði sem er óaðgengilegt sýna mikið skilningsleysi á hans aðstæðum.“ Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hefur ítrekað slasast við að reyna komast á salernið heima hjá sér Karlmaður á fimmtugsaldri með MS sjúkdóminn, sem leigir íbúð á vegum Félagsbústaða, hefur ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Félagsbústaðir telja ekki réttlætanlegt að laga íbúðina að þörfum hans og vilja að hann flytji. 16. júlí 2023 22:36 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Stefán Gauti Stefánsson sagði frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann leigi íbúð á vegum Félagsbústaða sem er ekki með hjólastólaaðgengi. Stefán er með MS sjúkdóminn, lamaður á vinstri hlið líkamans og í hjólastól. Stefán hefur ítrekað dottið og slasað sig í íbúð sinni vegna skorts á aðgengi og kemst hvorki inn á baðherbergi né eldhús í hjólastólnum og þarf því til að mynda alltaf að skilja stólinn eftir fyrir utan baðherbergisdyrnar þegar hann þarf að nota salernið. „Félagslegt húsnæði sveitarfélaga þarf að taka mið af því að fatlað og langveikt fólk geti búið þar af því að líklegasti hópurinn til að vera í félagslegu húsnæði er fólk sem er annað hvort með hreyfihömlun eða langveikt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins. Lagfæra þurfi húsnæðið Félagslegt húsnæði verði að uppfylla kröfur um algilda hönnun. „Það þarf að lagfæra gamalt húsnæði ef það er nokkur kostur á að gera það aðgengilega. Þarna hefðu Félagsbústaðir hreinlega átt að lagfæra húsnæðið ef það hefði verið hægt þannig að hann gæti verið þarna. Það er auðvitað alls ekki boðlegt að maðurinn þurfi að skríða inn á klósett,“ segir Þuríður. Það sé óskiljanlegt að Stefáni hafi verið úthlutuð óaðgengileg íbúð. „Mér finnst þetta vera algert skilningsleysi og það er auðvitað mjög mikilvægt fyrir fólk í þessari stöðu að það hafi aðgengi og það sé stutt í þjónustu, bæði heilsugæslu og matvörubúð.“ Brýnt sé að Félagsbústaðir og sveitarfélögin bregðist við. „Þarna held ég að Félagsbústaðir verði bara að gjöra svo vel og skoða það hvort það geti ekki lagfært húsnæðið - stækkað hurðar og gert það aðgengilegt. Svo er það að hann skuli vera settur í húsnæði sem er óaðgengilegt sýna mikið skilningsleysi á hans aðstæðum.“
Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hefur ítrekað slasast við að reyna komast á salernið heima hjá sér Karlmaður á fimmtugsaldri með MS sjúkdóminn, sem leigir íbúð á vegum Félagsbústaða, hefur ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Félagsbústaðir telja ekki réttlætanlegt að laga íbúðina að þörfum hans og vilja að hann flytji. 16. júlí 2023 22:36 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Hefur ítrekað slasast við að reyna komast á salernið heima hjá sér Karlmaður á fimmtugsaldri með MS sjúkdóminn, sem leigir íbúð á vegum Félagsbústaða, hefur ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Félagsbústaðir telja ekki réttlætanlegt að laga íbúðina að þörfum hans og vilja að hann flytji. 16. júlí 2023 22:36