Biskup endurráðinn af undirmanni sínum án vitundar kirkjuþings Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. júlí 2023 07:42 Agnes M. Sigurðardóttir biskup mun sitja í embætti sínu til 31. október 2024. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Biskupsstofu réði yfirmann sinn, Agnesi M. Sigurðardóttur biskup, þann 1. júlí 2022 til að gegna embætti biskups tímabundið í 28 mánuði, eða til og með 31. október 2024. Morgunblaðið greindi frá þessu í morgun og segist hafa undir höndunum ráðningarsamning þess efnis sem er undirritaður af Ragnhildi Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Biskupsstofu, og Agnesi M. Sigurðardóttur biskup. Forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri undarlegt að undirmaður geti gert ráðningarsamning við yfirmann sinn eins og í þessu tilviki. Þá hafi hvorki kirkjuþing né forsætisnefnd þess vitað af samningnum. „Ég frétti af tilvist þessa samnings í síðustu viku, ég hafði ekki hugmynd um hann áður. Mér finnst það mjög undarlegt að undirmaður geti gert ráðningarsamning við yfirmann sinn. Við vorum aldrei látin vita af þessu, hvorki forsætisnefnd kirkjuþings né kirkjuþingið sjálft. Þetta kom mér mjög á óvart og er mjög sérstakt,“ sagði Drífa Hjartardóttir í viðtali við Morgunblaðið. Reglum um skipunartíma biskups breytt Agnes Sigurðardóttir var skipuð biskup af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, frá og með 1. júlí 2012 til fimm ára og var skipunartíminn síðan framlengdur um önnur fimm ár 1. júlí 2017. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju sem var látinn fara úr prestakallinu í kjölfar ásakana um einelti og kynferðislega, hefur vakið athygli á skipunartíma Agnesar biskups og hæfi hennar til að taka ákvarðanir. Kirkjuþing breytti reglum um kosningu biskups í fyrra þannig að kjörtímabil hans er nú sex ár. Í erindi sem Auður sendi á forseta kirkjuþings fyrr á árinu sagði hún að það þýddi ekki að skipunartími biskups framlengdist sjálfkrafa og Agnes hefði því ekki getað tekið ákvörðun um að reka Gunnar. Með réttu hefði skipunartími biskups átt að renna út 1. júlí 2022 en nú er ljóst að skipunartími hennar rennur ekki út fyrr en 31. október 2024. Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Hæfi biskups ekki tekið til umræðu í þriðju lotu kirkjuþings Þriðja þinglota kirkjuþings 2022 til 2023 lauk á laugardag en hæfi biskups, sem hefur verið dregið í efa, var ekki til umræðu. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, segir málið í höndum kjörstjórnar Þjóðkirkjunnar. 13. mars 2023 06:47 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá þessu í morgun og segist hafa undir höndunum ráðningarsamning þess efnis sem er undirritaður af Ragnhildi Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Biskupsstofu, og Agnesi M. Sigurðardóttur biskup. Forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri undarlegt að undirmaður geti gert ráðningarsamning við yfirmann sinn eins og í þessu tilviki. Þá hafi hvorki kirkjuþing né forsætisnefnd þess vitað af samningnum. „Ég frétti af tilvist þessa samnings í síðustu viku, ég hafði ekki hugmynd um hann áður. Mér finnst það mjög undarlegt að undirmaður geti gert ráðningarsamning við yfirmann sinn. Við vorum aldrei látin vita af þessu, hvorki forsætisnefnd kirkjuþings né kirkjuþingið sjálft. Þetta kom mér mjög á óvart og er mjög sérstakt,“ sagði Drífa Hjartardóttir í viðtali við Morgunblaðið. Reglum um skipunartíma biskups breytt Agnes Sigurðardóttir var skipuð biskup af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, frá og með 1. júlí 2012 til fimm ára og var skipunartíminn síðan framlengdur um önnur fimm ár 1. júlí 2017. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju sem var látinn fara úr prestakallinu í kjölfar ásakana um einelti og kynferðislega, hefur vakið athygli á skipunartíma Agnesar biskups og hæfi hennar til að taka ákvarðanir. Kirkjuþing breytti reglum um kosningu biskups í fyrra þannig að kjörtímabil hans er nú sex ár. Í erindi sem Auður sendi á forseta kirkjuþings fyrr á árinu sagði hún að það þýddi ekki að skipunartími biskups framlengdist sjálfkrafa og Agnes hefði því ekki getað tekið ákvörðun um að reka Gunnar. Með réttu hefði skipunartími biskups átt að renna út 1. júlí 2022 en nú er ljóst að skipunartími hennar rennur ekki út fyrr en 31. október 2024.
Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Hæfi biskups ekki tekið til umræðu í þriðju lotu kirkjuþings Þriðja þinglota kirkjuþings 2022 til 2023 lauk á laugardag en hæfi biskups, sem hefur verið dregið í efa, var ekki til umræðu. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, segir málið í höndum kjörstjórnar Þjóðkirkjunnar. 13. mars 2023 06:47 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Hæfi biskups ekki tekið til umræðu í þriðju lotu kirkjuþings Þriðja þinglota kirkjuþings 2022 til 2023 lauk á laugardag en hæfi biskups, sem hefur verið dregið í efa, var ekki til umræðu. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, segir málið í höndum kjörstjórnar Þjóðkirkjunnar. 13. mars 2023 06:47