Rómverjar fundu fyrir skjálftum og sextíu slösuðust þegar Kanye steig á svið Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. ágúst 2023 13:15 Það ætlaði allt um koll að keyra í Róm þegar Kanye birtist á sviði hringleikahússins. Twitter Sextíu manns slösuðust á tónleikum Travis Scott í Róm á mánudag. Allt lék á reiðiskjálfi þegar Kanye West steig óvænt á svið og töldu borgarbúar að jarðskjálfti hefði riðið yfir. Fornleifafræðingar kalla eftir því að tónleikahaldi verði hætt í hringleikahúsinu. Enn einu sinni veldur tónleikahald bandaríska rapparans Travis Scott fjaðrafoki. Í þetta sinn vegna tónleika hans í fornrómverska hringleikahúsinu Circus Maximus í tilefni af útgáfu Útópíu, nýrrar plötu Scott. Þar þurftu sextíu manns að leita sér læknisaðstoðar þegar ónefndur aðili spreyjaði piparúða yfir tónleikagesti. Þá slasaðist einnig fjórtán ára aðdáandi rapparans þegar hann reyndi að klífa veggi leikvangsins til að sjá tónleikana frítt. Tæp tvö ár eru liðin síðan tíu manns létust á tónleikum Scott á tónlistarhátíðinni Astroworld í Texas í nóvember 2021. Jarðskjálfti reyndist vera æsingur aðdáenda Slökkviliðið í Róm greindi CNN frá því að nóttina sem tónleikarnir voru haldnir hefðu slökkviliðinu borist „mörg hundruð símtöl“ þar sem fólk tilkynnti um jarðskjálfta. Símhringingarnar bárust á sama tíma og rapparinn Kanye West steig á svið sem óvæntur gestur. „Það er engin Travis Scott án Kanye West. Það er engin Róm án Kanye West,“ sagði Travis Scott þegar herra West birtist á sviðinu og trylltust aðdáendur í kjölfarið. West flutti lagið „Praise God“ af plötunni Donda og hið klassíska „Can't Tell Me Nothing“ frá árinu 2007. Þetta var í fyrsta sinn sem Kanye West kemur opinberlega fram á tónleikum síðan hann lét frá sér hatursfull ummæli um gyðinga í desember síðastliðnum. Kalla eftir stöðvun tónleikahalds Alfonsina Russo, forstjóri fornminjagarðs Kólosseums, hefur kallað eftir því að stóru tónleikahaldi verði hætt í Circus Maximus. „Circus Maximus er minnisvarði, ekki leikvangur eða tónlistarhús,“ sagði Russo í viðtali við ítalska fjölmiðilinn AGI. „Þessir risatónleikar stefna honum í hættu og Palatine-hæð að auki. Rokktónleikar ættu að vera haldnir á leikvöngum til að ógna ekki öryggi almennings,“ sagði Russo. Hringleikahúsið, sem er staðsett á botni Palatine-hæðar nálægt Kólosseum, hefur á undanförnum árum orðið að vinsælum tónleikastað. Í sumar hafa Imagine Dragons, Guns N' Roses og Bruce Springsteen spilað í hringleikahúsinu. Ítalía Tónlist Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Enn einu sinni veldur tónleikahald bandaríska rapparans Travis Scott fjaðrafoki. Í þetta sinn vegna tónleika hans í fornrómverska hringleikahúsinu Circus Maximus í tilefni af útgáfu Útópíu, nýrrar plötu Scott. Þar þurftu sextíu manns að leita sér læknisaðstoðar þegar ónefndur aðili spreyjaði piparúða yfir tónleikagesti. Þá slasaðist einnig fjórtán ára aðdáandi rapparans þegar hann reyndi að klífa veggi leikvangsins til að sjá tónleikana frítt. Tæp tvö ár eru liðin síðan tíu manns létust á tónleikum Scott á tónlistarhátíðinni Astroworld í Texas í nóvember 2021. Jarðskjálfti reyndist vera æsingur aðdáenda Slökkviliðið í Róm greindi CNN frá því að nóttina sem tónleikarnir voru haldnir hefðu slökkviliðinu borist „mörg hundruð símtöl“ þar sem fólk tilkynnti um jarðskjálfta. Símhringingarnar bárust á sama tíma og rapparinn Kanye West steig á svið sem óvæntur gestur. „Það er engin Travis Scott án Kanye West. Það er engin Róm án Kanye West,“ sagði Travis Scott þegar herra West birtist á sviðinu og trylltust aðdáendur í kjölfarið. West flutti lagið „Praise God“ af plötunni Donda og hið klassíska „Can't Tell Me Nothing“ frá árinu 2007. Þetta var í fyrsta sinn sem Kanye West kemur opinberlega fram á tónleikum síðan hann lét frá sér hatursfull ummæli um gyðinga í desember síðastliðnum. Kalla eftir stöðvun tónleikahalds Alfonsina Russo, forstjóri fornminjagarðs Kólosseums, hefur kallað eftir því að stóru tónleikahaldi verði hætt í Circus Maximus. „Circus Maximus er minnisvarði, ekki leikvangur eða tónlistarhús,“ sagði Russo í viðtali við ítalska fjölmiðilinn AGI. „Þessir risatónleikar stefna honum í hættu og Palatine-hæð að auki. Rokktónleikar ættu að vera haldnir á leikvöngum til að ógna ekki öryggi almennings,“ sagði Russo. Hringleikahúsið, sem er staðsett á botni Palatine-hæðar nálægt Kólosseum, hefur á undanförnum árum orðið að vinsælum tónleikastað. Í sumar hafa Imagine Dragons, Guns N' Roses og Bruce Springsteen spilað í hringleikahúsinu.
Ítalía Tónlist Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira