„Sestu niður og þegiðu“ Aron Guðmundsson skrifar 14. ágúst 2023 08:01 Keane með heilræði, að hans mati, til Mohamed Salah Vísir/Getty Athæfi egypska sóknarmannsins Mohamed Salah, leikmanns enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, er hann var tekinn af velli í leik Chelsea og Liverpool í 1.umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær hefur vakið athygli. Téður Salah var auðsjáanlega allt annað en sáttur er honum var skipt af velli í stöðunni 1-1 á 77.mínútu fyrir Harvey Elliot og athæfi hans fór í taugarnar á harðhausnum Roy Keane sem á að baki langan feril í ensku úrvalsdeildinni. „Það er í lagi að vera í uppnámi en ekki halda áfram á þessari braut yfir lengri tíma,“ sagði Keane á Sky Sports eftir jafntefli Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge í gær. „Í kjölfarið á þessu situr hann á varamannabekknum, hristir hausinn og veifar höndunum út í loftið af pirringi. Sestu niður og þegiðu. Þú verður bara að taka þessu.“ The first time Mo get angry for getting subbed off. Personally I think that was a dreadful decision by jurgen Klopp, salah is a treat on goal any time. pic.twitter.com/3zk0V3I3s5— Salah Szn (@kpresz24) August 13, 2023 Sjálfur var Salah að eltast við met er sneri að flestum skoruðu mörkum hjá leikmanni í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar en Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vildi nú ekki gera mikið úr viðbrögðum leikmannsins er hann var spurður út í þau í viðtali eftir leik. „Við erum hér til þess að vinna leiki og Mo er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur en við verðum hins vegar að taka ákvarðanir. Við þurftum að fá ferskar lappir inn á völlinn.“ Fjörugur leikur Leikur Chelsea og Liverpool í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar var ansi fjörugur þar sem boltinn rataði fjórum sinnum í netið en sitthvort markið var dæmt af liðunum vegna rangstöðu Luis Díaz kom Liverpool yfir í upphafi leiks eftir laglegan undirbúning frá Salah. Nokkrum mínútum seinna var Salah svo aftur á ferðinni og skoraði sjálfur en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Chelsea menn létu þessa byrjun engan veginn slá sig útaf laginu og jöfnuðu á 37. mínútu þar sem Axel Disasi var réttur maður á réttum stað eftir að Liverpool tókst ekki að hreinsa hornspyrnu almennilega frá. Chelsea skoraði svo annað mark nánast strax í kjölfarið þar sem vörn Liverpool virtist vera steinsofandi en Chilwell var rækilega rangstæður. Seinni hálfleikurinn var markalaus en fjörugur og virðast liðin bæði koma vel undan sumri. Þetta var sjöunda viðureign þessara liða í röð sem endar með jafntefli. Enski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Téður Salah var auðsjáanlega allt annað en sáttur er honum var skipt af velli í stöðunni 1-1 á 77.mínútu fyrir Harvey Elliot og athæfi hans fór í taugarnar á harðhausnum Roy Keane sem á að baki langan feril í ensku úrvalsdeildinni. „Það er í lagi að vera í uppnámi en ekki halda áfram á þessari braut yfir lengri tíma,“ sagði Keane á Sky Sports eftir jafntefli Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge í gær. „Í kjölfarið á þessu situr hann á varamannabekknum, hristir hausinn og veifar höndunum út í loftið af pirringi. Sestu niður og þegiðu. Þú verður bara að taka þessu.“ The first time Mo get angry for getting subbed off. Personally I think that was a dreadful decision by jurgen Klopp, salah is a treat on goal any time. pic.twitter.com/3zk0V3I3s5— Salah Szn (@kpresz24) August 13, 2023 Sjálfur var Salah að eltast við met er sneri að flestum skoruðu mörkum hjá leikmanni í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar en Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vildi nú ekki gera mikið úr viðbrögðum leikmannsins er hann var spurður út í þau í viðtali eftir leik. „Við erum hér til þess að vinna leiki og Mo er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur en við verðum hins vegar að taka ákvarðanir. Við þurftum að fá ferskar lappir inn á völlinn.“ Fjörugur leikur Leikur Chelsea og Liverpool í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar var ansi fjörugur þar sem boltinn rataði fjórum sinnum í netið en sitthvort markið var dæmt af liðunum vegna rangstöðu Luis Díaz kom Liverpool yfir í upphafi leiks eftir laglegan undirbúning frá Salah. Nokkrum mínútum seinna var Salah svo aftur á ferðinni og skoraði sjálfur en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Chelsea menn létu þessa byrjun engan veginn slá sig útaf laginu og jöfnuðu á 37. mínútu þar sem Axel Disasi var réttur maður á réttum stað eftir að Liverpool tókst ekki að hreinsa hornspyrnu almennilega frá. Chelsea skoraði svo annað mark nánast strax í kjölfarið þar sem vörn Liverpool virtist vera steinsofandi en Chilwell var rækilega rangstæður. Seinni hálfleikurinn var markalaus en fjörugur og virðast liðin bæði koma vel undan sumri. Þetta var sjöunda viðureign þessara liða í röð sem endar með jafntefli.
Enski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira