Svandís svarar umboðsmanni: Ekki unnt að ná markmiðum með öðru en frestun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. ágúst 2023 10:29 Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis þar sem óskað er eftir svörum vegna ákvörðunar ráðherra um að banna hvalveiðar tímabundið. Í svörunum segir meðal annars að ekki hafi verið talið unnt að ná markmiðum um dýravelferð með öðrum hætti en frestun upphafs veiðitímabils. Eins og Vísir greindi frá sendi umboðsmaður Alþingis Svandísi bréf í lok júlí. Þar óskaði hann eftir svörum um reglugerð ráðherra auk þess sem hann krafðist svara við ýmsum spurningum um ákvörðun Svandísar, meðal annars hvort reglugerðin hafi byggt á sjónarmiðum um velferð dýra, sem um gildi sérstök lög. Veiðar gætu ekki farið fram að óbreyttu Í svarbréfi ráðuneytisins kemur fram að upphafi veiðitímabils við veiðar á langreyðum hafi verið frestað til þess að framfylgja lögum um hvalveiðar, en að baki þeim lögum búa meðal annars sjónarmið um velferð dýra. Það hafi verið mat ráðuneytisins, Matvælastofnunar og fagráðs um velferð dýra að niðurstöður úr eftirliti með veiðum á árinu 2022 bentu til þess að núverandi veiðiaðferðir, þar með talinn veiðibúnaður, væru háðar annmörkum þess eðlis að veiðar gætu að óbreyttu ekki farið fram í samræmi við þær kröfur sem leiða af lögum um hvalveiðar og lögum um velferð dýra. „Frestun á upphafi veiðitímabilsins er bráðabirgðaráðstöfun sem ætlaður er skammur gildistími til að bregðast við þeim almenna vanda sem upp var kominn varðandi dýravelferð við hvalveiðar. Ekki var talið að unnt væri að ná framangreindum markmiðum með öðru og vægara móti en með frestun upphafs veiðitímabils, sem byggir á skýrum lagalegum grundvelli,“ segir meðal annars í samantekt á svörum ráðuneytisins. „Mat var lagt á þá röskun hagsmuna sem frestun á upphafi veiðitímabilsins væri til þess fallin að hafa í för með sér með sama hætti og endranær þegar tekin er afstaða til breytinga á reglum um veiðar.“ Mat á úrbótum vegna veiða að vænta fljótlega Til grundvallar því mati hafi ráðuneytið lagt almennar forsendur um þýðingu lengdar veiðitímabils fyrir hagsmuni þeirra sem veiðarnar stunda og almennar upplýsingar sem fyrir liggi hjá ráðuneytinu um veiðarnar. „Þótt mikilvægir, fjárhagslegir hagsmunir geti verið tengdir veiðum á langreyðum verður engu að síður að gæta þess að langreyðar séu ekki veiddar eða aflífaðar með ómannúðlegum hætti, enda eru þær skyni gæddar verur sem ber að vernda fyrir óþarfa limlestingum og kvölum lögum samkvæmt.“ Frá því að ráðuneytinu hafi borist eftirlitsskýrsla Matvælastofnunar í maí 2023, hafi það haft til skoðunar hvort og þá hvaða úrbætur sé unnt að gera á veiðiaðferðum, þar með talið veiðibúnaði, sem notaðar eru til að tryggja velferð dýranna við aflífun. Starfshópur ráðuneytisins, Matvælastofnun og Fiskistofu vinnur að því að afmarka og leggja sérfræðilegt mat á þær leiðir sem eru til úrbóta á aðferðum við veiðar á langreyðum í samráði við innlenda og erlenda sérfræðinga. Niðurstöðu þeirrar vinnu er að vænta fljótlega. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Sjávarútvegur Vinstri græn Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá sendi umboðsmaður Alþingis Svandísi bréf í lok júlí. Þar óskaði hann eftir svörum um reglugerð ráðherra auk þess sem hann krafðist svara við ýmsum spurningum um ákvörðun Svandísar, meðal annars hvort reglugerðin hafi byggt á sjónarmiðum um velferð dýra, sem um gildi sérstök lög. Veiðar gætu ekki farið fram að óbreyttu Í svarbréfi ráðuneytisins kemur fram að upphafi veiðitímabils við veiðar á langreyðum hafi verið frestað til þess að framfylgja lögum um hvalveiðar, en að baki þeim lögum búa meðal annars sjónarmið um velferð dýra. Það hafi verið mat ráðuneytisins, Matvælastofnunar og fagráðs um velferð dýra að niðurstöður úr eftirliti með veiðum á árinu 2022 bentu til þess að núverandi veiðiaðferðir, þar með talinn veiðibúnaður, væru háðar annmörkum þess eðlis að veiðar gætu að óbreyttu ekki farið fram í samræmi við þær kröfur sem leiða af lögum um hvalveiðar og lögum um velferð dýra. „Frestun á upphafi veiðitímabilsins er bráðabirgðaráðstöfun sem ætlaður er skammur gildistími til að bregðast við þeim almenna vanda sem upp var kominn varðandi dýravelferð við hvalveiðar. Ekki var talið að unnt væri að ná framangreindum markmiðum með öðru og vægara móti en með frestun upphafs veiðitímabils, sem byggir á skýrum lagalegum grundvelli,“ segir meðal annars í samantekt á svörum ráðuneytisins. „Mat var lagt á þá röskun hagsmuna sem frestun á upphafi veiðitímabilsins væri til þess fallin að hafa í för með sér með sama hætti og endranær þegar tekin er afstaða til breytinga á reglum um veiðar.“ Mat á úrbótum vegna veiða að vænta fljótlega Til grundvallar því mati hafi ráðuneytið lagt almennar forsendur um þýðingu lengdar veiðitímabils fyrir hagsmuni þeirra sem veiðarnar stunda og almennar upplýsingar sem fyrir liggi hjá ráðuneytinu um veiðarnar. „Þótt mikilvægir, fjárhagslegir hagsmunir geti verið tengdir veiðum á langreyðum verður engu að síður að gæta þess að langreyðar séu ekki veiddar eða aflífaðar með ómannúðlegum hætti, enda eru þær skyni gæddar verur sem ber að vernda fyrir óþarfa limlestingum og kvölum lögum samkvæmt.“ Frá því að ráðuneytinu hafi borist eftirlitsskýrsla Matvælastofnunar í maí 2023, hafi það haft til skoðunar hvort og þá hvaða úrbætur sé unnt að gera á veiðiaðferðum, þar með talið veiðibúnaði, sem notaðar eru til að tryggja velferð dýranna við aflífun. Starfshópur ráðuneytisins, Matvælastofnun og Fiskistofu vinnur að því að afmarka og leggja sérfræðilegt mat á þær leiðir sem eru til úrbóta á aðferðum við veiðar á langreyðum í samráði við innlenda og erlenda sérfræðinga. Niðurstöðu þeirrar vinnu er að vænta fljótlega.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Sjávarútvegur Vinstri græn Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira