Al-Ittihad ætlar sér Salah sem yrði launahærri en Ronaldo Smári Jökull Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 21:16 Salah á æfingu með Liverpool. Vísir/Getty Sádiarabíska félagið Al-Ittihad er tilbúið að gera Mohamed Salah að launahæsta knattspyrnumanni í heimi. Heimildamaður Skysports segir Egyptan tilbúinn til að hlusta á hvað félagið hefur að bjóða. Mohamed Salah skrifaði undir samning við Liverpool sumarið 2022 og á enn tvö ár eftir af þeim samninigi. Hann hefur verið á lista hjá Al-Ittihad um nokkurt skeið og nú hefur Skysports greint frá því að félagið sé tilbúið að gera hann að launahæsta knattspyrnumanni í heimi. Félagið hefur gert tilraunir til að næla í Salah fyrr í félagaskiptaglugganum en öllum viðræðum hefur verið hafnað af forráðamönnum Liverpool. Skysports greinir frá því að einn heimildamaður miðilsins vilji meina að nú vilji Salah skoða hvað Al-Ittihad hafi að bjóða. Al-Ittihad have a concrete interest in signing Mohamed Salah from Liverpool. Saudi Pro League club making a renewed attempt to recruit 31yo Egypt international forward. Unclear at this stage if a move will materialise @TheAthleticFC #LFC #AlIttihad #SPL https://t.co/1SVO8kgxo1— David Ornstein (@David_Ornstein) August 24, 2023 Umboðsmaður Salah Remy Abbas Issa sagði fyrr í mánuðinum að Salah væri skuldbundinn Liverpool og að hann væri ekki á förum. Al-Ittihad hefur nú þegar fest kaup á Karim Benzema, Fabinho og N´Golo Kante. Þeir fengu einnig Jota til liðs við sig frá Celtic en nú þegar eru uppi sögusagnir um að hann sé á útleið. Forráðamenn sádiarabíska félagsins vilja Salah í hans stað. „Þá hefur versta martröð Klopp orðið að veruleika“ Það sem gerir Liverpool ögn erfiðara um vik er að félagaskiptaglugginn í Sádi Arabíu er opinn lengur en á Englandi. Komi tilboð sem félagið getur ekki hafnað eftir að glugginn lokar, getur félagið ekki fundið mann í stað Salah. „Ég held að Salah sé bara ekki til sölu. Hann er hæstlaunaðasti leikmaður Liverpool. Það síðasta sem Jurgen Klopp vill er að missa hann svona seint í glugganum. Klopp sagði nýlega að hann væri óánægður með að glugginn í Sádi Arabíu væri opinn svona lengi eftir að sá enski lokar,“ segir Kaveh Solhekol fréttamaður Skysports. „Ef Al-Ittihad gerir tilboð í Salah eftir að glugginn lokar þá hefur versta martröð Klopp orðið að veruleika.“ „Við höfum séð þetta aftur og aftur í sumar. Sádísk félög eru með skotmörk og henda peningum í átt að þeim. Við erum að tala um ótrúlegar upphæðir. Okkur hefur verið sagt að sumir leikmannanna sem eru tregir að flytja sig um set fái þau skilaboð að þeir geti fengið helming samningsins greiddan strax og það skattlaust.“ Sádiarabíski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Mohamed Salah skrifaði undir samning við Liverpool sumarið 2022 og á enn tvö ár eftir af þeim samninigi. Hann hefur verið á lista hjá Al-Ittihad um nokkurt skeið og nú hefur Skysports greint frá því að félagið sé tilbúið að gera hann að launahæsta knattspyrnumanni í heimi. Félagið hefur gert tilraunir til að næla í Salah fyrr í félagaskiptaglugganum en öllum viðræðum hefur verið hafnað af forráðamönnum Liverpool. Skysports greinir frá því að einn heimildamaður miðilsins vilji meina að nú vilji Salah skoða hvað Al-Ittihad hafi að bjóða. Al-Ittihad have a concrete interest in signing Mohamed Salah from Liverpool. Saudi Pro League club making a renewed attempt to recruit 31yo Egypt international forward. Unclear at this stage if a move will materialise @TheAthleticFC #LFC #AlIttihad #SPL https://t.co/1SVO8kgxo1— David Ornstein (@David_Ornstein) August 24, 2023 Umboðsmaður Salah Remy Abbas Issa sagði fyrr í mánuðinum að Salah væri skuldbundinn Liverpool og að hann væri ekki á förum. Al-Ittihad hefur nú þegar fest kaup á Karim Benzema, Fabinho og N´Golo Kante. Þeir fengu einnig Jota til liðs við sig frá Celtic en nú þegar eru uppi sögusagnir um að hann sé á útleið. Forráðamenn sádiarabíska félagsins vilja Salah í hans stað. „Þá hefur versta martröð Klopp orðið að veruleika“ Það sem gerir Liverpool ögn erfiðara um vik er að félagaskiptaglugginn í Sádi Arabíu er opinn lengur en á Englandi. Komi tilboð sem félagið getur ekki hafnað eftir að glugginn lokar, getur félagið ekki fundið mann í stað Salah. „Ég held að Salah sé bara ekki til sölu. Hann er hæstlaunaðasti leikmaður Liverpool. Það síðasta sem Jurgen Klopp vill er að missa hann svona seint í glugganum. Klopp sagði nýlega að hann væri óánægður með að glugginn í Sádi Arabíu væri opinn svona lengi eftir að sá enski lokar,“ segir Kaveh Solhekol fréttamaður Skysports. „Ef Al-Ittihad gerir tilboð í Salah eftir að glugginn lokar þá hefur versta martröð Klopp orðið að veruleika.“ „Við höfum séð þetta aftur og aftur í sumar. Sádísk félög eru með skotmörk og henda peningum í átt að þeim. Við erum að tala um ótrúlegar upphæðir. Okkur hefur verið sagt að sumir leikmannanna sem eru tregir að flytja sig um set fái þau skilaboð að þeir geti fengið helming samningsins greiddan strax og það skattlaust.“
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira