Grípa til rýminga á Seyðisfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2023 15:53 Miklar aurskriður féllu á Seyðisfirði í desember 2020. Vísir/Egill Ákveðið hefur að rýma á fjórða tug húsa á Seyðisfirði vegna svakalegrar úrkomuspár næstu tvo sólarhringa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Að stærstum hluta er um atvinnuhúsnæði að ræða. Óvissustig Almannavarna hefur verið virkjað og von er á að viðbúnaðarstigið færist upp á hættustig seinna í dag. Svæðin fjögur sem um ræðir, 4 - 7a. Aðallega er um að ræða iðnaðarsvæði. Nánast samfelldri úrhellisrigningu er spáð fyrir austan næstu tvo sólarhringana. Ráðgert er að mesta úrkoman falli til fjalla og valdi vatnavöxtum í farvegum en við það aukast líkur á aurskriðum. „Hætta er á auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem og líkur á flóðum og skriðuföllum, sem geta raskað samgöngum. Aukið álag getur orðið á fráveitukerfi og er fólk hvatt til að sýna aðgát og huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Frá klukkan 18:00 verður farið á hættustig Almannavarna og verður Samhæfingarstöð Almannavarna virkjuð samhliða því. Rétt fyrir hádegi var litakóði vegna úrkomuákefðar ferður úr gulu og upp í appelsínugult á Austfjörðum þar sem ákefðin er mest,“ sagði í tilkynningu frá Almannavörnum fyrr í dag. Fram kemur á vef Austurfrétta að á svæðinu sé fyrst og fremst atvinnuhúsnæði, meðal annars bæjarskrifstofurnar, frystihúsið, fiskimjölsbræðslan og Vjelsmiðja Jóhanns Hansonar sem hýsir sýningu Tækniminjasafns Austurlands. Síðastnefnda húsið skemmdist töluvert í skriðunum fyrir þremur árum en hefur verið lagfært. Að neðan má sjá frá því þegar stór aurskriða féll á Seyðisfirði 18. desember fyrir tæpum þremur árum. Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi og síðar hættustigi vegna mikilla rigninga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna mikilla rigninga á Austfjörðum. Farið verður yfir á hættustig klukkan 18. 18. september 2023 13:13 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Óvissustig Almannavarna hefur verið virkjað og von er á að viðbúnaðarstigið færist upp á hættustig seinna í dag. Svæðin fjögur sem um ræðir, 4 - 7a. Aðallega er um að ræða iðnaðarsvæði. Nánast samfelldri úrhellisrigningu er spáð fyrir austan næstu tvo sólarhringana. Ráðgert er að mesta úrkoman falli til fjalla og valdi vatnavöxtum í farvegum en við það aukast líkur á aurskriðum. „Hætta er á auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem og líkur á flóðum og skriðuföllum, sem geta raskað samgöngum. Aukið álag getur orðið á fráveitukerfi og er fólk hvatt til að sýna aðgát og huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Frá klukkan 18:00 verður farið á hættustig Almannavarna og verður Samhæfingarstöð Almannavarna virkjuð samhliða því. Rétt fyrir hádegi var litakóði vegna úrkomuákefðar ferður úr gulu og upp í appelsínugult á Austfjörðum þar sem ákefðin er mest,“ sagði í tilkynningu frá Almannavörnum fyrr í dag. Fram kemur á vef Austurfrétta að á svæðinu sé fyrst og fremst atvinnuhúsnæði, meðal annars bæjarskrifstofurnar, frystihúsið, fiskimjölsbræðslan og Vjelsmiðja Jóhanns Hansonar sem hýsir sýningu Tækniminjasafns Austurlands. Síðastnefnda húsið skemmdist töluvert í skriðunum fyrir þremur árum en hefur verið lagfært. Að neðan má sjá frá því þegar stór aurskriða féll á Seyðisfirði 18. desember fyrir tæpum þremur árum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi og síðar hættustigi vegna mikilla rigninga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna mikilla rigninga á Austfjörðum. Farið verður yfir á hættustig klukkan 18. 18. september 2023 13:13 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Lýsa yfir óvissustigi og síðar hættustigi vegna mikilla rigninga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna mikilla rigninga á Austfjörðum. Farið verður yfir á hættustig klukkan 18. 18. september 2023 13:13