„Fráleitur“ eltingaleikur bílstjórans Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2023 22:11 Úr myndbandi leigubílsstjórans af eftirför hans á Sæbrautinni. Eins og sést er hann á hátt í 95 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60. Sláandi dæmi um hraðakstur á breyttum rafhlaupahjólum hafa ratað inn á borð lögreglu síðustu misseri. Í einu tilviki ók foreldri á áttatíu kílómetra hraða með barn í fanginu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þó fráleitt og stórhættulegt að bílstjórar brjóti lög til að ná slíkum brotum á myndband, eins og gerðist fyrir helgi. Í myndbandi sem leigubílstjóri sendi fréttastofu á föstudag er skrásettur stórhættulegur eltingaleikur bílstjórans við ökumann rafhlaupahjóls, sem bílstjórinn kemur auga á við akstur inn á Sæbraut í Reykjavík. Ljóst er að rafskútan er langt yfir leyfilegum 25 kílómetra hraða á göngustíg og bílstjórinn grípur til sinna ráða; eykur hraðann svo um munar og fylgir skútunni eftir fjölfarinni götunni á ofsahraða. Þegar mest er ekur bílstjórinn á hátt í hundrað kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er sextíu. Guðbrandur Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild segir málið skelfilegt; það sé alltof algengt að fólk breyti rafskútum eins og í þessu tilviki. Dæmin séu fjölmörg. „Foreldri var með barn í fanginu á áttatíu kílómetra hraða á stofnbraut. Þessi tæki mega ekki vera á akbraut, þau mega bara vera á gangstígum og hjólastígum,“ segir Guðbrandur. „Því miður höfum við banaslys á þessu svæði og við viljum ekki sjá þau fleiri.“ Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Arnar En hvað með ofsaakstur leigubílstjórans? Mætti ekki segja að hann væri enn hættulegri en akstur þess sem stýrir hjólinu? „Það er allavega ekki minna hættulegt og fráleitt að menn leyfi sér slíkt og er einfaldlega ekki í boði,“ segir Guðbrandur. Þá hafi lögregla orðið vör við ört dýpkandi gjá milli stríðandi fylkinga í umferðinni, eins og þetta dæmi ef til vill sýni. Aukinn fjandskap milli talsmanna einkabílsins og þeirra sem eru frekar fylgjandi öðrum ferðamátum. „Því miður. Í staðinn fyrir að allir taki tillit hver til annars og fari með gætni. Þegar svo er, þá eru hlutirnir í betra standi allavega.“ Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Lögreglumál Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Á rafhlaupahjóli á níutíu á Sæbraut Upptaka úr bílamyndavél leigubíls sýnir mann aka rafhlaupahjóli ógnarhratt á göngustíg meðfram Sæbraut í Reykjavík. Leigubílstjórinn ók meðfram manninum á rúmlega níutíu kílómetra hraða á klukkustund. 15. september 2023 15:12 „Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. 15. september 2023 10:31 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Í myndbandi sem leigubílstjóri sendi fréttastofu á föstudag er skrásettur stórhættulegur eltingaleikur bílstjórans við ökumann rafhlaupahjóls, sem bílstjórinn kemur auga á við akstur inn á Sæbraut í Reykjavík. Ljóst er að rafskútan er langt yfir leyfilegum 25 kílómetra hraða á göngustíg og bílstjórinn grípur til sinna ráða; eykur hraðann svo um munar og fylgir skútunni eftir fjölfarinni götunni á ofsahraða. Þegar mest er ekur bílstjórinn á hátt í hundrað kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er sextíu. Guðbrandur Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild segir málið skelfilegt; það sé alltof algengt að fólk breyti rafskútum eins og í þessu tilviki. Dæmin séu fjölmörg. „Foreldri var með barn í fanginu á áttatíu kílómetra hraða á stofnbraut. Þessi tæki mega ekki vera á akbraut, þau mega bara vera á gangstígum og hjólastígum,“ segir Guðbrandur. „Því miður höfum við banaslys á þessu svæði og við viljum ekki sjá þau fleiri.“ Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Arnar En hvað með ofsaakstur leigubílstjórans? Mætti ekki segja að hann væri enn hættulegri en akstur þess sem stýrir hjólinu? „Það er allavega ekki minna hættulegt og fráleitt að menn leyfi sér slíkt og er einfaldlega ekki í boði,“ segir Guðbrandur. Þá hafi lögregla orðið vör við ört dýpkandi gjá milli stríðandi fylkinga í umferðinni, eins og þetta dæmi ef til vill sýni. Aukinn fjandskap milli talsmanna einkabílsins og þeirra sem eru frekar fylgjandi öðrum ferðamátum. „Því miður. Í staðinn fyrir að allir taki tillit hver til annars og fari með gætni. Þegar svo er, þá eru hlutirnir í betra standi allavega.“
Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Lögreglumál Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Á rafhlaupahjóli á níutíu á Sæbraut Upptaka úr bílamyndavél leigubíls sýnir mann aka rafhlaupahjóli ógnarhratt á göngustíg meðfram Sæbraut í Reykjavík. Leigubílstjórinn ók meðfram manninum á rúmlega níutíu kílómetra hraða á klukkustund. 15. september 2023 15:12 „Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. 15. september 2023 10:31 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Á rafhlaupahjóli á níutíu á Sæbraut Upptaka úr bílamyndavél leigubíls sýnir mann aka rafhlaupahjóli ógnarhratt á göngustíg meðfram Sæbraut í Reykjavík. Leigubílstjórinn ók meðfram manninum á rúmlega níutíu kílómetra hraða á klukkustund. 15. september 2023 15:12
„Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. 15. september 2023 10:31