Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. september 2023 18:59 Drífa Snædal er talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið. „Þetta er afleiðing af þessum skelfilegu útlendingalögum sem voru sett, og varað var við að myndu hafa skelfilegar afleiðingar. Fólk yrði sett út á götu. Það voru einhverjir sem trúðu því ekki, og meira að segja fólk sem samþykki lögin sem trúði því ekki að til þess kæmi,“ Sú hafi hins vegar verið raunin, og skjólstæðingar Stígamóta, mansalsþolendur, hafi þurft að treysta á að einstaklingar og samtök skjóti yfir þá skjólshúsi eftir að hafa lent á götunni. „Við skulum hafa það í huga að þetta er fólk sem getur ekkert endilega farið af landi brott,“ sagði Drífa. Ekki ásættanlegur kostur Einhverjir virðist fagna neyðarskýlunum, sem Drífa telur þó ekki tilefni til. „Þetta neyðarskýli er ekki framtíðarlausn, þetta er ekki athvarf og þú getur ekki búið þarna. Þú ert bara þarna yfir blánóttina. Þannig færast mörkin til í þessari umræðu, allt í einu er þetta orðið ásættanlegi kosturinn,“ segir Drífa. Hún segir að hinn raunverulegi ásættanlegi kostur væri að farið yrði að alþjóðasáttmálum og -samningum. „Að vera ekki að henda mansalsþolendum og fólki í viðkvæmri stöðu á götuna. Það er ekki ásættanlegt. Og síðan bara að sýna þá lágmarksmennsku að hafa húsaskjól og athvarf þar sem fólk getur verið og kallað einhvers konar heimili, og fengið framfærslu, sem það er svipt núna.“ Hún segir ástand mansalsþolenda sem leitað hafi til Stígamóta að undanförnu vera misjanft. Hjálparsamtök hafi hlaupið undir bagga til að aðstoða, en þolinmæði, orka og fjármunir séu að klárast. „Þannig að þetta mátti ekki seinna vera, að koma með einhvers konar úrræði. En það er ennþá mjög mikið af spurningum um öryggi fólks inni í þessu úrræði, og hvað tekur svo við.“ Flóttamenn Hælisleitendur Málefni heimilislausra Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mansal Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
„Þetta er afleiðing af þessum skelfilegu útlendingalögum sem voru sett, og varað var við að myndu hafa skelfilegar afleiðingar. Fólk yrði sett út á götu. Það voru einhverjir sem trúðu því ekki, og meira að segja fólk sem samþykki lögin sem trúði því ekki að til þess kæmi,“ Sú hafi hins vegar verið raunin, og skjólstæðingar Stígamóta, mansalsþolendur, hafi þurft að treysta á að einstaklingar og samtök skjóti yfir þá skjólshúsi eftir að hafa lent á götunni. „Við skulum hafa það í huga að þetta er fólk sem getur ekkert endilega farið af landi brott,“ sagði Drífa. Ekki ásættanlegur kostur Einhverjir virðist fagna neyðarskýlunum, sem Drífa telur þó ekki tilefni til. „Þetta neyðarskýli er ekki framtíðarlausn, þetta er ekki athvarf og þú getur ekki búið þarna. Þú ert bara þarna yfir blánóttina. Þannig færast mörkin til í þessari umræðu, allt í einu er þetta orðið ásættanlegi kosturinn,“ segir Drífa. Hún segir að hinn raunverulegi ásættanlegi kostur væri að farið yrði að alþjóðasáttmálum og -samningum. „Að vera ekki að henda mansalsþolendum og fólki í viðkvæmri stöðu á götuna. Það er ekki ásættanlegt. Og síðan bara að sýna þá lágmarksmennsku að hafa húsaskjól og athvarf þar sem fólk getur verið og kallað einhvers konar heimili, og fengið framfærslu, sem það er svipt núna.“ Hún segir ástand mansalsþolenda sem leitað hafi til Stígamóta að undanförnu vera misjanft. Hjálparsamtök hafi hlaupið undir bagga til að aðstoða, en þolinmæði, orka og fjármunir séu að klárast. „Þannig að þetta mátti ekki seinna vera, að koma með einhvers konar úrræði. En það er ennþá mjög mikið af spurningum um öryggi fólks inni í þessu úrræði, og hvað tekur svo við.“
Flóttamenn Hælisleitendur Málefni heimilislausra Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mansal Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira