Styrkja rannsóknir og efla eftirlit með lagareldi Lovísa Arnardóttir skrifar 4. október 2023 12:01 Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra birti í dag fyrstu heildstæðu stefnuna um uppbyggingu og umgjörð lagareldis. Vísir/Arnar Fyrsta heildstæða stefnan um uppbyggingu og umgjörð lagareldis hefur nú verið birt. Efla á eftirlit og rannsóknir. Leyfishafar munu greiða gjald fyrir afnot af auðlindum. Ráðherra segir gott að fá heildstæða stefnu þrátt fyrir ólíka stöðu hverrar greinar. Stefna ráðherra nær til ársins 2040 og fjallar um sameiginlega framtíðarsýn og markmið fyrir allar undirgreinar lagareldis, en það eru sjókvíaeldi, landeldi, úthafseldi og þörungarækt. Um er að ræða drög sem eru í samráðsferli en stefnt er að því að leggja fram frumvarp á þessum þingvetri. Margt nýtt kemur fram í stefnunni en sem dæmi segir að leyfishafar muni greiða gjald fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum sem á að skila tekjum til að standa undir stjórnsýslu, rannsóknum og vöktun málaflokksins auk innviðauppbyggingar sem honum fylgir. Gjaldið verður tengt afkomu og heimsmarkaðsverði. Gjaldinu verður skipt á milli ríkis og sveitarfélaga. Herða eftirlit og kröfur Stefnan er nokkuð ítarlegri hvað varðar sjókvíaeldi en það er aðeins vegna þess að greinin er komin lengst. Fram kom á kynningarfundi matvælaráðherra að það sama eigi svo að gilda um allar greinar en sem dæmi á að efla eftirlit töluvert. „Við erum að herða umtalsvert kröfurnar og segja að við höfum ekki þolinmæði eða úthald gagnvart því að það séu umtalsverð frávik. Sama hvort það er í stroki, lús eða öðrum þáttum. Þannig nú erum við að skýra mjög vel ramman utan um greinina,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, að loknum fundi. Áhersla á strok Hún segir stóra málið núna vera strok og hversu afgerandi viðbrögðin eigi að vera. „Í þessum drögum gerum við ráð fyrir því að viðbrögð verði mjög eindregin og hafi beinlínis áhrif á þær heimilir sem fyrirtækin hafa.“ Skýrt kemur fram í stefnunni að skilgreina eigi svæði sem megi vera með eldi á og hversu margir megi starfa á hverju svæði. Einhverjir rekstraraðilar munu þurfa að færa sig um set. „Þetta er auðvitað ekki alveg nýtt fyrir þessum rekstraraðiðum sem finna fyrir því í sínu daglega starfi að það getur verið óheppilegt að deila svæði með öðrum aðila. Þannig við höfum ákveðin aðlögunartíma til að aðlagast því.“ Drögin að stefnunni eru nú aðgengileg í samráðsgátt stjórnvalda. Fiskeldi Matvælaframleiðsla Sjókvíaeldi Landeldi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Kynnir stefnumótun um lagareldi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun í dag kynna drög að nýrri stefnumótun lagareldis sem unnin hefur verið á vegum matvælaráðuneytisins. Kynningin verður haldin í Club Vox sal á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica miðvikudag klukkan hálf ellefu í dag. 4. október 2023 10:01 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Stefna ráðherra nær til ársins 2040 og fjallar um sameiginlega framtíðarsýn og markmið fyrir allar undirgreinar lagareldis, en það eru sjókvíaeldi, landeldi, úthafseldi og þörungarækt. Um er að ræða drög sem eru í samráðsferli en stefnt er að því að leggja fram frumvarp á þessum þingvetri. Margt nýtt kemur fram í stefnunni en sem dæmi segir að leyfishafar muni greiða gjald fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum sem á að skila tekjum til að standa undir stjórnsýslu, rannsóknum og vöktun málaflokksins auk innviðauppbyggingar sem honum fylgir. Gjaldið verður tengt afkomu og heimsmarkaðsverði. Gjaldinu verður skipt á milli ríkis og sveitarfélaga. Herða eftirlit og kröfur Stefnan er nokkuð ítarlegri hvað varðar sjókvíaeldi en það er aðeins vegna þess að greinin er komin lengst. Fram kom á kynningarfundi matvælaráðherra að það sama eigi svo að gilda um allar greinar en sem dæmi á að efla eftirlit töluvert. „Við erum að herða umtalsvert kröfurnar og segja að við höfum ekki þolinmæði eða úthald gagnvart því að það séu umtalsverð frávik. Sama hvort það er í stroki, lús eða öðrum þáttum. Þannig nú erum við að skýra mjög vel ramman utan um greinina,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, að loknum fundi. Áhersla á strok Hún segir stóra málið núna vera strok og hversu afgerandi viðbrögðin eigi að vera. „Í þessum drögum gerum við ráð fyrir því að viðbrögð verði mjög eindregin og hafi beinlínis áhrif á þær heimilir sem fyrirtækin hafa.“ Skýrt kemur fram í stefnunni að skilgreina eigi svæði sem megi vera með eldi á og hversu margir megi starfa á hverju svæði. Einhverjir rekstraraðilar munu þurfa að færa sig um set. „Þetta er auðvitað ekki alveg nýtt fyrir þessum rekstraraðiðum sem finna fyrir því í sínu daglega starfi að það getur verið óheppilegt að deila svæði með öðrum aðila. Þannig við höfum ákveðin aðlögunartíma til að aðlagast því.“ Drögin að stefnunni eru nú aðgengileg í samráðsgátt stjórnvalda.
Fiskeldi Matvælaframleiðsla Sjókvíaeldi Landeldi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Kynnir stefnumótun um lagareldi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun í dag kynna drög að nýrri stefnumótun lagareldis sem unnin hefur verið á vegum matvælaráðuneytisins. Kynningin verður haldin í Club Vox sal á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica miðvikudag klukkan hálf ellefu í dag. 4. október 2023 10:01 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Bein útsending: Kynnir stefnumótun um lagareldi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun í dag kynna drög að nýrri stefnumótun lagareldis sem unnin hefur verið á vegum matvælaráðuneytisins. Kynningin verður haldin í Club Vox sal á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica miðvikudag klukkan hálf ellefu í dag. 4. október 2023 10:01