Vilja hefna í kvöld: „Frammistaða okkar þarf að vera í takt við markmiðin“ Aron Guðmundsson skrifar 13. október 2023 10:31 Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta Vísir/Egill Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tekur á móti Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli í kvöld. Åge Hareide, þjálfari Íslands, telur þá leikmenn sem sneru aftur í leikmannahóp liðsins fyrir yfirstandandi verkefni gefa liðinu forskot í leiknum gegn Lúxemborg í kvöld. Íslenska landsliðið á harma að hefna í leiknum gegn Lúxemborg eftir afar dapra frammistöðu og svekkjandi 3-1 tap í fyrri leik liðanna. Möguleikinn á 2.sæti riðilsins er enn til staðar fyrir Ísland sem mun þó þurfa sex stig og tvo sigra úr þessum tveimur leikjum sínum í yfirstandandi landsleikjaglugga. „Við þurfum að vera klárir í erfiðan leik á móti Lúxemborg,“ segir Åge Hareide. „Í fyrri leiknum okkar gegn þeim, úti í Lúxemborg, var spilamennska okkar undir pari. Við vorum óheppnir að lenda strax einu marki undir í upphafi leiks og eftir það tók stressið yfir. Við þurfum bara að halda áfram okkar vinnu með liðið. Halda áfram að bæta framlagið sem við leggjum í hvert einasta verkefni. Fyrir þennan tiltekna leik gegn Lúxemborg höfum við verið að endurheimta sterka leikmenn. Sverrir Ingi er mættur aftur, Arnór Sigurðsson líka. Það gefur okkur forskot í þessum leik tel ég.“ Klippa: Viðtal við Hareide fyrir stórleik kvöldsins Fyrir leik kvöldsins situr Ísland í fimmta sæti J-riðils með sex stig, fjórum stigum á eftir Lúxemborg sem er í þriðja sæti riðilsins með tíu stig. Sigur í kvöld færir okkur einu stigi frá þeim og gæti bilið niður í Slóvakíu, sem situr í öðru sætinu mikilvæga, verið komin niður í fjögur stig eftir kvöldið. Slóvakar eiga í kvöld fyrir höndum erfiðan leik gegn toppliði Portúgal sem hefur ekki stigið feilspor hingað til í undankeppninni. Staðan í J-riðli fyrir leiki kvöldsins.Vísir/Skjáskot Þessi fyrri leikur gegn Lúxemborg og frammistaðan þar. Snýst þetta núna um að þið náið að hefna fyrir þau úrslit? Særði það stoltið? „Já klárlega. Við gerðum og mörg mistök í þeim leik. Ef þú gerir mistök á þessu landsliðssviði, þá verður þér refsað. Við erum ekki vélmenni. Við erum manneskjur og það er í eðli okkar að gera mistök af og til. Í kjölfarið leggjum við líka á okkur vinnuna við að svara fyrir þau mistök. Koma í veg fyrir að þau gerist aftur. Við þurfum að lágmarka þessi mistök. Liðsheildin er okkar helsti styrkleiki. Það sýndum við í leiknum á móti Bosníu hér heima í síðasta landsliðsglugga. Liðið sýndi karakter og mikla vinnusemi út í gegn. Sköpuðum færi og náðum inn sigurmarki undir lokin. Ef við náum að vera þéttir baka til, þá eigum við alltaf möguleika á sigri.“ Endurkoma Gylfa Þórs Sigurðssonar og Arons Einars Gunnarssonar í íslenska landsliðið hefur verið stóra fréttin í tengslum við þetta tiltekna landsliðsverkefni. Gylfi Þór gæti í kvöld leikið sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár. Styttra er síðan að Aron Einar lék síðast landsleik en hann kemur þó inn í landsliðið þrátt fyrir að hafa ekki spilað keppnisleik í nokkra mánuði. Hvaða áhrif hafa þessir tveir leikmenn haft á liðið í þessari keppnisviku? „Mjög mikil áhrif. Þeir hafa báðir gengið í gegnum margt með íslenska landsliðinu. Farið með því á stórmót. Að hafa kost á því að velja svona leikmenn, leikmenn sem búa yfir miklum karakter og gæðum inn á vellinum en einnig góðum mannlegum eiginleikum, er frábært. Þeir geta hjálpað okkar ungu leikmönnum að taka skrefið upp á næsta stig með landsliðinu með því að þeir skilji á hvaða gæðastigi þeirra frammistaða verður að vera á með landsliðinu. Gylfi Þór og Aron Einar hafa gert þetta í vikunni. Þeir hafa verið öflugir á æfingum með okkur og við munum líklegast sjá eitthvað af þeim inn á vellinum í þessum tveimur leikjum sem við eigum fyrir höndum.“ Þannig að þeir gætu komið við sögu í fyrri leiknum gegn Lúxemborg? „Við þurfum að bíða og sjá hvað leikdagurinn ber í skauti sér. Við erum með öflugan leikmannahóp til að velja úr og þurfum ferskar fætur í báðum leikjum.“ Aron Einar á æfingum með íslenska landsliðinu í vikunniVísir/Vilhelm Gunnarsson Sverrir Ingi verður fyrirliði gegn Lúxemborg og það þýðir þá að Aron Einar mun ekki byrja leikinn? Hver er staðan á Aroni á þessum tímapunkti? „Staðan er nokkuð góð en hann hefur ekki spilað mikið upp á síðkastið. Við þurfum því að hugsa vel um hann. Passa upp á að hann meiðist ekki á nýjan leik. Þess vegna verður Sverrir Ingi fyrirliðinn á móti Lúxemborg.“ Og þá sama spurning varðandi Gylfa Þór. Hver er staðan á honum? „Staðan á Gylfa Þór er góð. Hann hefur fengið mínútur inn á vellinum með Lyngby sem hefur þurft að fara varlega í sakirnar með hann því það var langt síðan að Gylfi hafði spilað fótbolta og þegar að það er staðan getur verið auðvelt að meiðast þegar að maður snýr aftur á völlinn. Á þessari stundu líður Gylfa vel. Vonandi getum við gefið honum mínútur í öðrum hvorum leikjanna sem framundan eru.“ Gylfi Þór á æfingu með íslenska landsliðinu í vikunniVísir/Vilhelm Gunnarsson Þessir tveir leikir gegn Lúxemborg annars vegar og Liechtenstein hins vegar. Myndirðu telja það vonbrigði ef niðurstaðan verður ekki tveir sigrar, sex stig, úr þessum leikjum? „Við þurfum fyrst að spila leikina. Við getum alltaf sett okkur markmið um að næla í sex stig og það gerum við. Frammistaða okkar þarf hins vegar að vera í takt við þau markmið. Sér í lagi í fyrri leiknum. Öll einbeiting mín er á leiknum við Lúxemborg núna. Ég veit að ef leikmenn spila á því stigi sem þeir ætlast til af sjálfum sér þá er það nógu gott fyrir okkur.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Íslenska landsliðið á harma að hefna í leiknum gegn Lúxemborg eftir afar dapra frammistöðu og svekkjandi 3-1 tap í fyrri leik liðanna. Möguleikinn á 2.sæti riðilsins er enn til staðar fyrir Ísland sem mun þó þurfa sex stig og tvo sigra úr þessum tveimur leikjum sínum í yfirstandandi landsleikjaglugga. „Við þurfum að vera klárir í erfiðan leik á móti Lúxemborg,“ segir Åge Hareide. „Í fyrri leiknum okkar gegn þeim, úti í Lúxemborg, var spilamennska okkar undir pari. Við vorum óheppnir að lenda strax einu marki undir í upphafi leiks og eftir það tók stressið yfir. Við þurfum bara að halda áfram okkar vinnu með liðið. Halda áfram að bæta framlagið sem við leggjum í hvert einasta verkefni. Fyrir þennan tiltekna leik gegn Lúxemborg höfum við verið að endurheimta sterka leikmenn. Sverrir Ingi er mættur aftur, Arnór Sigurðsson líka. Það gefur okkur forskot í þessum leik tel ég.“ Klippa: Viðtal við Hareide fyrir stórleik kvöldsins Fyrir leik kvöldsins situr Ísland í fimmta sæti J-riðils með sex stig, fjórum stigum á eftir Lúxemborg sem er í þriðja sæti riðilsins með tíu stig. Sigur í kvöld færir okkur einu stigi frá þeim og gæti bilið niður í Slóvakíu, sem situr í öðru sætinu mikilvæga, verið komin niður í fjögur stig eftir kvöldið. Slóvakar eiga í kvöld fyrir höndum erfiðan leik gegn toppliði Portúgal sem hefur ekki stigið feilspor hingað til í undankeppninni. Staðan í J-riðli fyrir leiki kvöldsins.Vísir/Skjáskot Þessi fyrri leikur gegn Lúxemborg og frammistaðan þar. Snýst þetta núna um að þið náið að hefna fyrir þau úrslit? Særði það stoltið? „Já klárlega. Við gerðum og mörg mistök í þeim leik. Ef þú gerir mistök á þessu landsliðssviði, þá verður þér refsað. Við erum ekki vélmenni. Við erum manneskjur og það er í eðli okkar að gera mistök af og til. Í kjölfarið leggjum við líka á okkur vinnuna við að svara fyrir þau mistök. Koma í veg fyrir að þau gerist aftur. Við þurfum að lágmarka þessi mistök. Liðsheildin er okkar helsti styrkleiki. Það sýndum við í leiknum á móti Bosníu hér heima í síðasta landsliðsglugga. Liðið sýndi karakter og mikla vinnusemi út í gegn. Sköpuðum færi og náðum inn sigurmarki undir lokin. Ef við náum að vera þéttir baka til, þá eigum við alltaf möguleika á sigri.“ Endurkoma Gylfa Þórs Sigurðssonar og Arons Einars Gunnarssonar í íslenska landsliðið hefur verið stóra fréttin í tengslum við þetta tiltekna landsliðsverkefni. Gylfi Þór gæti í kvöld leikið sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár. Styttra er síðan að Aron Einar lék síðast landsleik en hann kemur þó inn í landsliðið þrátt fyrir að hafa ekki spilað keppnisleik í nokkra mánuði. Hvaða áhrif hafa þessir tveir leikmenn haft á liðið í þessari keppnisviku? „Mjög mikil áhrif. Þeir hafa báðir gengið í gegnum margt með íslenska landsliðinu. Farið með því á stórmót. Að hafa kost á því að velja svona leikmenn, leikmenn sem búa yfir miklum karakter og gæðum inn á vellinum en einnig góðum mannlegum eiginleikum, er frábært. Þeir geta hjálpað okkar ungu leikmönnum að taka skrefið upp á næsta stig með landsliðinu með því að þeir skilji á hvaða gæðastigi þeirra frammistaða verður að vera á með landsliðinu. Gylfi Þór og Aron Einar hafa gert þetta í vikunni. Þeir hafa verið öflugir á æfingum með okkur og við munum líklegast sjá eitthvað af þeim inn á vellinum í þessum tveimur leikjum sem við eigum fyrir höndum.“ Þannig að þeir gætu komið við sögu í fyrri leiknum gegn Lúxemborg? „Við þurfum að bíða og sjá hvað leikdagurinn ber í skauti sér. Við erum með öflugan leikmannahóp til að velja úr og þurfum ferskar fætur í báðum leikjum.“ Aron Einar á æfingum með íslenska landsliðinu í vikunniVísir/Vilhelm Gunnarsson Sverrir Ingi verður fyrirliði gegn Lúxemborg og það þýðir þá að Aron Einar mun ekki byrja leikinn? Hver er staðan á Aroni á þessum tímapunkti? „Staðan er nokkuð góð en hann hefur ekki spilað mikið upp á síðkastið. Við þurfum því að hugsa vel um hann. Passa upp á að hann meiðist ekki á nýjan leik. Þess vegna verður Sverrir Ingi fyrirliðinn á móti Lúxemborg.“ Og þá sama spurning varðandi Gylfa Þór. Hver er staðan á honum? „Staðan á Gylfa Þór er góð. Hann hefur fengið mínútur inn á vellinum með Lyngby sem hefur þurft að fara varlega í sakirnar með hann því það var langt síðan að Gylfi hafði spilað fótbolta og þegar að það er staðan getur verið auðvelt að meiðast þegar að maður snýr aftur á völlinn. Á þessari stundu líður Gylfa vel. Vonandi getum við gefið honum mínútur í öðrum hvorum leikjanna sem framundan eru.“ Gylfi Þór á æfingu með íslenska landsliðinu í vikunniVísir/Vilhelm Gunnarsson Þessir tveir leikir gegn Lúxemborg annars vegar og Liechtenstein hins vegar. Myndirðu telja það vonbrigði ef niðurstaðan verður ekki tveir sigrar, sex stig, úr þessum leikjum? „Við þurfum fyrst að spila leikina. Við getum alltaf sett okkur markmið um að næla í sex stig og það gerum við. Frammistaða okkar þarf hins vegar að vera í takt við þau markmið. Sér í lagi í fyrri leiknum. Öll einbeiting mín er á leiknum við Lúxemborg núna. Ég veit að ef leikmenn spila á því stigi sem þeir ætlast til af sjálfum sér þá er það nógu gott fyrir okkur.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti