Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Samúel Karl Ólason, Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 16. október 2023 15:37 Fólk var í húsinu þegar eldurinn kviknaði. Vísir/Vilhelm Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu kviknaði eldurinn í einu herbergi í húsinu. Fólk var í húsinu þegar eldurinn kviknaði og var að minnsta kosti einn fluttur á sjúkrahús en ekki liggur fyrir hvort sá var alvarlega slasaður. Reykkafarar fóru inn í húsið til að ganga úr skugga um að allir væru komnir út. Funahöfði 7 er að mestu í eigu tveggja félaga sem eru í eigu þriggja manna; Péturs Árna Jónssonar, framkvæmdastjóri HEILD fasteignafélagsins og aðaleiganda útgáfufélags Viðskiptablaðsins, Jóns Einars Eyjólfssonar, stjórnarmaður hjá ELJU starfsmannaþjónustu, og Arnars Haukssonar, sem starfað hefur sem stjórnandi hjá ELJU. Félögin heita Akrotiri ehf. og Agros: Akrotirie ehf. Þá á félagið ÞR eignir ehf, sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða, stórt rými í byggingunni. Ekki fyrsti bruninn á Funahöfða Síðast kom eldur upp á Funahöfða í apríl á þessu ári. Þá var þó um að ræða annað hús en það sem kviknaði í í dag. Í júlí 2018 kviknaði einnig eldur í götunni, þá í Funahöfða 17a. Einn var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Lögregla handtók síðar íbúa í húsinu, grunaðan um íkveikju. Leita af sér allan grun Fréttastofa ræddi við Jörgen Valdimarsson, varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, á vettvangi. „Hér varð eldur í einu herbergi. Það var mikill eldur þegar við komum hérna, en við erum búnir að ná að slökkva þetta og erum að reyklosa og leita af okkur grun um að það séu einhverjir fleiri þarna inni,“ segir Jörgen. Einn var fluttur á slysadeild vegna brunans, en Jörgen kvaðst ekki hafa upplýsingar um ástand hans. Talið er að viðkomandi hafi verið inni í herberginu þegar eldurinn kom upp. Jörgen Valdimarsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Jörgen segir íbúðir hafa verið í húsinu, en ekki séu taldar líkur á að fleiri hafi verið í húsinu. „En við viljum bara vera alveg 110 prósent vissir,“ segir Jörgen. Eldsupptök séu ekki ljós. „Nú er bara að reyklosa þetta og taka saman.“ Allt tiltækt lið hafi verið sent á vettvang, enda hafi eldurinn verið mikill. „Það logaði út um glugga þegar við komum.“ Hann sagðist ekki geta áætlað hversu lengi í viðbót slökkvilið yrði á vettvangi. „Við verðum bara hér þar til við erum búnir,“ sagði Jörgen. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Fréttin hefur verið uppfærð. Slökkvilið Reykjavík Bruni á Funahöfða Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu kviknaði eldurinn í einu herbergi í húsinu. Fólk var í húsinu þegar eldurinn kviknaði og var að minnsta kosti einn fluttur á sjúkrahús en ekki liggur fyrir hvort sá var alvarlega slasaður. Reykkafarar fóru inn í húsið til að ganga úr skugga um að allir væru komnir út. Funahöfði 7 er að mestu í eigu tveggja félaga sem eru í eigu þriggja manna; Péturs Árna Jónssonar, framkvæmdastjóri HEILD fasteignafélagsins og aðaleiganda útgáfufélags Viðskiptablaðsins, Jóns Einars Eyjólfssonar, stjórnarmaður hjá ELJU starfsmannaþjónustu, og Arnars Haukssonar, sem starfað hefur sem stjórnandi hjá ELJU. Félögin heita Akrotiri ehf. og Agros: Akrotirie ehf. Þá á félagið ÞR eignir ehf, sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða, stórt rými í byggingunni. Ekki fyrsti bruninn á Funahöfða Síðast kom eldur upp á Funahöfða í apríl á þessu ári. Þá var þó um að ræða annað hús en það sem kviknaði í í dag. Í júlí 2018 kviknaði einnig eldur í götunni, þá í Funahöfða 17a. Einn var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Lögregla handtók síðar íbúa í húsinu, grunaðan um íkveikju. Leita af sér allan grun Fréttastofa ræddi við Jörgen Valdimarsson, varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, á vettvangi. „Hér varð eldur í einu herbergi. Það var mikill eldur þegar við komum hérna, en við erum búnir að ná að slökkva þetta og erum að reyklosa og leita af okkur grun um að það séu einhverjir fleiri þarna inni,“ segir Jörgen. Einn var fluttur á slysadeild vegna brunans, en Jörgen kvaðst ekki hafa upplýsingar um ástand hans. Talið er að viðkomandi hafi verið inni í herberginu þegar eldurinn kom upp. Jörgen Valdimarsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Jörgen segir íbúðir hafa verið í húsinu, en ekki séu taldar líkur á að fleiri hafi verið í húsinu. „En við viljum bara vera alveg 110 prósent vissir,“ segir Jörgen. Eldsupptök séu ekki ljós. „Nú er bara að reyklosa þetta og taka saman.“ Allt tiltækt lið hafi verið sent á vettvang, enda hafi eldurinn verið mikill. „Það logaði út um glugga þegar við komum.“ Hann sagðist ekki geta áætlað hversu lengi í viðbót slökkvilið yrði á vettvangi. „Við verðum bara hér þar til við erum búnir,“ sagði Jörgen. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Fréttin hefur verið uppfærð.
Slökkvilið Reykjavík Bruni á Funahöfða Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira