Heilbrigðisráðherra reddaði vatninu í Aratungu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. október 2023 20:31 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mætti á fundinn í Aratungu til að hlusta á íbúa og svara fyrirspurnum þeirra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill kurr er á meðal íbúa í uppsveitum Árnessýslu, ekki síst í Bláskógabyggð verði niðurstaðan sú að loka eigi heilsugæslustöðinni í Laugarási og opna nýja stöð á Flúðum eða á öðrum þéttbýlisstöðum í uppsveitunum. Heilbrigðisráðherra mætt á fund með íbúum til að hlusta á þeirra sjónarmið. Hann var þétt setinn bekkurinn í félagsheimilinu Aratungu síðdegis í gær á fundi, sem stóð fram á kvöld með forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og heilbrigðisráðherra, auk annarra starfsmanna heilbrigðisstofnunar til að ræða málefni heilsugæslunnar í Laugarási. Bekkurinn var þétt setinn í Aratungu í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég get bara sagt það fyrir mitt leyti og örugglega fyrir hönd margra í Laugardal og jafnvel Grímsnesi að ef það verður farið með þetta t.d. upp á Flúðir þá getum við alveg eins keyrt á Selfoss, það er orðið styttra,” sagði Kjartan Lárusson íbúi í Bláskógabyggð þegar hann fór upp í ræðustól. Fram kom á fundinum að það þyrfti að fara í viðhald á húsnæði heilsugæslustöðvarinnar í Laugarási verði hún áfram þar fyrir um 125 milljónir króna en á sama tíma væri nýtt laust húsnæði á Flúðum, sem væri jafn vel hægt að flytja stöðina í. Sumum fundarmönnum svelgdist svo á í gær að heilbrigðisráðherra þurfti að koma til bjargar með vatnsglas fyrir viðkomandi. „Það er ömurlegt að standa hér og horfa á vini sína hér í Hrunamannahreppi og þú heyrðir tóninn í síðasta ræðumanni, að þurfa að vera, ekki bara í þessum málefnum, heldur nánast öllum málefnum, sem við tökum fyrir núna í einhverjum hasar og átökum, sem hefur aldrei verið og við erum bara mjög ósátt við það,” sagði Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir íbúi í Bláskógabyggð, sem fékk vatnið hjá ráðherra. Willum Þór reddaði vatninu fyrir Guðrúnu svo hún gæti haldið áfram með ræðuna sína. Uppákoman vakti mikla kátínu í salnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir heilbrigðisráðherra yfir þessari stöðu í uppsveitum Árnessýslu? „Það á eftir að gera hellings vinnu til að finna út úr hvort að annað húsnæði hentar betur og þá hvort það sé staðsetning hentar fyrir íbúana. Sú vinna er bara á eftir,” segir Willum Þór Þórsson. En er heilsugæslustöðin í Laugarási á leiðinni á Flúðir eins og margir tala um? „Það er ekkert sem liggur fyrir í þeim efnum, engin ákvörðun verið tekin,” segir Willum Þór. Húsið á Flúðum, sem hefur verið nefnt að heilsugæslan flytji í, endinn niðri þar sem Almarsbakaríi var með sína starfsemi Magnús Hlynur Hreiðarsson Díanna Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fór yfir stöðu málsins á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Heilbrigðisstofnun Suðurlands Hrunamannahreppur Heilsugæsla Byggðamál Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Hann var þétt setinn bekkurinn í félagsheimilinu Aratungu síðdegis í gær á fundi, sem stóð fram á kvöld með forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og heilbrigðisráðherra, auk annarra starfsmanna heilbrigðisstofnunar til að ræða málefni heilsugæslunnar í Laugarási. Bekkurinn var þétt setinn í Aratungu í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég get bara sagt það fyrir mitt leyti og örugglega fyrir hönd margra í Laugardal og jafnvel Grímsnesi að ef það verður farið með þetta t.d. upp á Flúðir þá getum við alveg eins keyrt á Selfoss, það er orðið styttra,” sagði Kjartan Lárusson íbúi í Bláskógabyggð þegar hann fór upp í ræðustól. Fram kom á fundinum að það þyrfti að fara í viðhald á húsnæði heilsugæslustöðvarinnar í Laugarási verði hún áfram þar fyrir um 125 milljónir króna en á sama tíma væri nýtt laust húsnæði á Flúðum, sem væri jafn vel hægt að flytja stöðina í. Sumum fundarmönnum svelgdist svo á í gær að heilbrigðisráðherra þurfti að koma til bjargar með vatnsglas fyrir viðkomandi. „Það er ömurlegt að standa hér og horfa á vini sína hér í Hrunamannahreppi og þú heyrðir tóninn í síðasta ræðumanni, að þurfa að vera, ekki bara í þessum málefnum, heldur nánast öllum málefnum, sem við tökum fyrir núna í einhverjum hasar og átökum, sem hefur aldrei verið og við erum bara mjög ósátt við það,” sagði Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir íbúi í Bláskógabyggð, sem fékk vatnið hjá ráðherra. Willum Þór reddaði vatninu fyrir Guðrúnu svo hún gæti haldið áfram með ræðuna sína. Uppákoman vakti mikla kátínu í salnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir heilbrigðisráðherra yfir þessari stöðu í uppsveitum Árnessýslu? „Það á eftir að gera hellings vinnu til að finna út úr hvort að annað húsnæði hentar betur og þá hvort það sé staðsetning hentar fyrir íbúana. Sú vinna er bara á eftir,” segir Willum Þór Þórsson. En er heilsugæslustöðin í Laugarási á leiðinni á Flúðir eins og margir tala um? „Það er ekkert sem liggur fyrir í þeim efnum, engin ákvörðun verið tekin,” segir Willum Þór. Húsið á Flúðum, sem hefur verið nefnt að heilsugæslan flytji í, endinn niðri þar sem Almarsbakaríi var með sína starfsemi Magnús Hlynur Hreiðarsson Díanna Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fór yfir stöðu málsins á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Heilbrigðisstofnun Suðurlands Hrunamannahreppur Heilsugæsla Byggðamál Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira