Ekki tilbúin að kveðja en hugsa um tækifærin sem bíða á nýjum stað Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. október 2023 14:42 Fanney og Teitur hafa sett glæsilega íbúð í Sjálandi til sölu. Fanney Ingvars Fanney Ingvarsdóttir, stafrænn markaðssérfræðingur hjá Bio Effect og fyrrverandi fegurðardrottning, og Teitur Páll Reynisson, unnusti hennar og viðskiptafræðingur, hafa sett fallega íbúð sína í Sjálandi í Garðabæ til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 118 milljónir. „Í fréttum er þetta helst. Ég er með hnút í maganum þegar ég deili því með ykkur að elsku besta og fallega íbúðin okkar er komin á sölu, hér hefur okkur liðið stórkostlega. Vesturbrúin okkar er dásamleg íbúð, með rúmgóð svefnherbergi og dásamlegan pall í hásuður - erfitt að finna betri staðsetningu. Ekki tilbúin að kveðja en hugsa um tækifærin sem bíða okkar á nýjum stað, ef allt gengur upp,“ skrifar Fanney í færslu á samfélagsmiðlum. Mjúkir litir prýða íbúðina á veggjum sem og innanstokksmunum.Landmark Mjúkir litir og klassísk hönnun Fallegir hönnunarstólar og aðrir tímalausir innanstokksmunir prýða íbúðina. Við borðstofuborðið má sjá klassíska hönnun frá danska hönnuðinum Hans J. Wegner frá árinu 1949. Stóllinn CH24 eða Wishbone chair. Stóllinn hefur notið mikilla vinsælda á íslenskum heimilum síðastliðin ár og er hann framleiddur í mismunandi litum og viðartegundum. Astep ljósið úr smiðju Gino Sarfatti frá árinu 1950 setur punktinn fyir i-ið í borðstofunni. Þá má sjá stóla frá danska vöruhúsinu Norr 11, Elephant-stóllinn (2017) og Big Big chair (2020), hannaðir af dönsku hönnuðunum, Kristian Sofus Hansen og Tommy Hyldahl. Opið er á milli eldhúss, stofu og borðstofu. Landmark Eignin er á fyrstu hæð við Vesturbrú 1 í Garðabæ og er um 126 fermetrar að stærð. Íbúð er búin þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Stofa og borðstofa er í samliggjandi og björtu rými með gólfsíðum gluggum. Útgengt er úr rýmiinu á stóra og skjólgóða verönd í suðvestur. Í eldhúsi er snyrtileg eikarinnrétting sem hefur verið lökkuð svört og með stein á borðum. Rúmgóður borðkrókur er í enda eldhúss með björtum glugga. Eldhúsið hefur verið lakkað svart og er með stein á borðum.Landmark Íbúðin er sjarmerandi og stílhrein.Landmark Svefnherbergin eru þrjú í íbúðinni.Landmark Útgengt er úr stofu á rúmgóða verönd og þaðan út í sameiginlegan garð.Landmark Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis. Fasteignamarkaður Tímamót Ástin og lífið Garðabær Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
„Í fréttum er þetta helst. Ég er með hnút í maganum þegar ég deili því með ykkur að elsku besta og fallega íbúðin okkar er komin á sölu, hér hefur okkur liðið stórkostlega. Vesturbrúin okkar er dásamleg íbúð, með rúmgóð svefnherbergi og dásamlegan pall í hásuður - erfitt að finna betri staðsetningu. Ekki tilbúin að kveðja en hugsa um tækifærin sem bíða okkar á nýjum stað, ef allt gengur upp,“ skrifar Fanney í færslu á samfélagsmiðlum. Mjúkir litir prýða íbúðina á veggjum sem og innanstokksmunum.Landmark Mjúkir litir og klassísk hönnun Fallegir hönnunarstólar og aðrir tímalausir innanstokksmunir prýða íbúðina. Við borðstofuborðið má sjá klassíska hönnun frá danska hönnuðinum Hans J. Wegner frá árinu 1949. Stóllinn CH24 eða Wishbone chair. Stóllinn hefur notið mikilla vinsælda á íslenskum heimilum síðastliðin ár og er hann framleiddur í mismunandi litum og viðartegundum. Astep ljósið úr smiðju Gino Sarfatti frá árinu 1950 setur punktinn fyir i-ið í borðstofunni. Þá má sjá stóla frá danska vöruhúsinu Norr 11, Elephant-stóllinn (2017) og Big Big chair (2020), hannaðir af dönsku hönnuðunum, Kristian Sofus Hansen og Tommy Hyldahl. Opið er á milli eldhúss, stofu og borðstofu. Landmark Eignin er á fyrstu hæð við Vesturbrú 1 í Garðabæ og er um 126 fermetrar að stærð. Íbúð er búin þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Stofa og borðstofa er í samliggjandi og björtu rými með gólfsíðum gluggum. Útgengt er úr rýmiinu á stóra og skjólgóða verönd í suðvestur. Í eldhúsi er snyrtileg eikarinnrétting sem hefur verið lökkuð svört og með stein á borðum. Rúmgóður borðkrókur er í enda eldhúss með björtum glugga. Eldhúsið hefur verið lakkað svart og er með stein á borðum.Landmark Íbúðin er sjarmerandi og stílhrein.Landmark Svefnherbergin eru þrjú í íbúðinni.Landmark Útgengt er úr stofu á rúmgóða verönd og þaðan út í sameiginlegan garð.Landmark Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.
Fasteignamarkaður Tímamót Ástin og lífið Garðabær Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira