Stefán ætlar að hætta sem útvarpsstjóri Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2023 09:09 Stefán Eiríksson tilkynnti í morguna, í viðtali á Bítinu, nokkuð óvænt að hann hyggðist hætta um leið og skipunartími hans rennur út. rúv Stefán Eiríksson hættir sem útvarpsstjóri þegar skipunartíma hans hefur lokið. Skipunartími hans eru fimm ár þannig að hann lætur af störfum eftir um það bil eitt og hálft ár. Stefán var gestur í Bítinu í morgun og greindi frá þessu. Talsvert gekk á þegar Stefán var skipaður en hann gegndi þá stöðu borgarritara. Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. var búin að þrengja hringinn niður í fimm. Aðrir kandídatar voru Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra Vinstri grænna og Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri útgáfufélags DV og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. „Ég hef bara hugsað þetta sem fimm ára verkefni. Ég hef hugsað þetta þannig. Ég hef verið um það bil fimm til tíu ár á hverjum stað. Mér finnst það hæfilegt og eðlilegt fyrir stjórnanda; bæði fyrir viðkomandi sjálfan og ekki síður fyrir viðkomandi stofnun eða rekstur,“ sagði Stefán í samtali við Bítisfólkið. Gagnrýni á RÚV ohf. fer stöðugt harðandi. Ljóst er að mörgum þykir stofnunin taka allt of mikið til sín og hefur meðal annars Brynjar Níelsson fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra verið duglegur að benda á þetta. „Fjölmiðlar eru orðnir nokkuð þungur baggi fyrir skattgreiðendur. Þeir láta af hendi á sjöunda milljarð til RÚV á hverju ári, sem nemur nokkrum hjúkrunarheimilum,“ skrifar Brynjar meðal annars í nýrri Facebook-færslu. Og telur skattgreiðendur ekki vera að fá mikið fyrir sinn snúð. „Á RÚV fáum við að vísu gamla þætti úr safni sjónvarpsins sem sýna stemningu liðinna tíma. Má flokka þá undir menningarverðmæti og eru bæði fróðleikur og ágætis skemmtun. Þá er að finna þar skemmtiþætti þar sem stjórnandinn fær vini og félaga í heimsókn og helst þá sem geta talað illa um aðra og upphafið sjálfa sig um leið. Þess á milli reynir þáttastjórnandinn að niðurlægja eða gera lítið úr þeim sem eru honum ekki þóknanlegir á hverjum tíma og hlær mest sjálfur.“ Yfirleitt sitja menn lengur en sem nemur einu skipunartímabili og víst er að þetta verður olía á eld samsæriskenningasmiða svo sem Páls Vilhjálmssonar bloggara og framhaldsskólakennara sem hefur verið með RÚV á perunni lengi Fjölmiðlar Bítið Ríkisútvarpið Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Stefán var gestur í Bítinu í morgun og greindi frá þessu. Talsvert gekk á þegar Stefán var skipaður en hann gegndi þá stöðu borgarritara. Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. var búin að þrengja hringinn niður í fimm. Aðrir kandídatar voru Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra Vinstri grænna og Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri útgáfufélags DV og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. „Ég hef bara hugsað þetta sem fimm ára verkefni. Ég hef hugsað þetta þannig. Ég hef verið um það bil fimm til tíu ár á hverjum stað. Mér finnst það hæfilegt og eðlilegt fyrir stjórnanda; bæði fyrir viðkomandi sjálfan og ekki síður fyrir viðkomandi stofnun eða rekstur,“ sagði Stefán í samtali við Bítisfólkið. Gagnrýni á RÚV ohf. fer stöðugt harðandi. Ljóst er að mörgum þykir stofnunin taka allt of mikið til sín og hefur meðal annars Brynjar Níelsson fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra verið duglegur að benda á þetta. „Fjölmiðlar eru orðnir nokkuð þungur baggi fyrir skattgreiðendur. Þeir láta af hendi á sjöunda milljarð til RÚV á hverju ári, sem nemur nokkrum hjúkrunarheimilum,“ skrifar Brynjar meðal annars í nýrri Facebook-færslu. Og telur skattgreiðendur ekki vera að fá mikið fyrir sinn snúð. „Á RÚV fáum við að vísu gamla þætti úr safni sjónvarpsins sem sýna stemningu liðinna tíma. Má flokka þá undir menningarverðmæti og eru bæði fróðleikur og ágætis skemmtun. Þá er að finna þar skemmtiþætti þar sem stjórnandinn fær vini og félaga í heimsókn og helst þá sem geta talað illa um aðra og upphafið sjálfa sig um leið. Þess á milli reynir þáttastjórnandinn að niðurlægja eða gera lítið úr þeim sem eru honum ekki þóknanlegir á hverjum tíma og hlær mest sjálfur.“ Yfirleitt sitja menn lengur en sem nemur einu skipunartímabili og víst er að þetta verður olía á eld samsæriskenningasmiða svo sem Páls Vilhjálmssonar bloggara og framhaldsskólakennara sem hefur verið með RÚV á perunni lengi
Fjölmiðlar Bítið Ríkisútvarpið Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira