Lokun Northern Light Inn: Fjölmiðlaumfjöllun „ekki í neinu samræmi við raunveruleikann“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 19:01 Northern Light Inn hótelið í útjaðri Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Hótelið Northern Light inn, sem staðsett er við Svartsengi hefur farið að frumkvæði Bláa lónsins og verður lokað næstu vikuna. Eigandi hótelsins segir lokunina þó einungis stafa af umfjöllun fjölmiðla um ástandið á Reykjanesskaga vegna jarðhræringa. Mbl.is greindi frá þessu í dag. Friðrik Einarsson eigandi Northern Light Inn hótelsins segir að ákvörðun um að loka hótelinu fyrir gestum hafi verið tekin í kjölfar lokunar Bláa lónsins sem tók gildi í dag. Í tilkynningu frá lóninu kom fram að lokunin muni standi til klukkan sjö að morgni 16. nóvember og staðan verði metin í framhaldinu. Friðrik segir ferðamenn sem áttu bókað herbergi fá endurgreitt og að starfsmenn hótelsins muni nýta tímann til þrifa og jólaundirbúnings. „Enda er ekkert sem kallar á það að fara í burtu. Það eru engin skilyrði fyrir því. Við erum búin að vera í svipuðum skilyrðum núna í þrjú ár,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Umfjöllun ekki alltaf sönn Hann segir fjölmiðlaumfjöllun um ástandið, sem nú hefur teygt anga sína yfir landsteinana, ekki lýsa raunveruleikanum. „Sænska ríkisútvarpið er að hringja í okkur. Við fengum símtal frá þýskri ferðaskrifstofu sem hélt að við værum að farast öll í eldgosi því að þýskir fjölmiðlar tala um að eldgos sé hafið,“ segir Friðrik. „Þetta er bara gert útaf þeirri umfjöllum sem er um málið, og hún er að mínu mati ekki í neinu samræmi við raunveruleikann,“ segir hann jafnframt. Þá segir hann einhverja ferðamenn sem óskað hafa eftir að gista á hótelinu í nótt hafa fengið leyfi til þess. Hann segir rýmingaráætlanir ganga út frá því að starfsmenn yrðu mjög fljótir að tæma hótelið, kæmi til þess að rýmingar væri þörf. Þá tæki það starfsmenn um þrjár mínútur að rýma hótelið kæmi til rýmingar meðan á lokuninni stendur. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Hótel á Íslandi Bláa lónið Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nokkuð jafnt landris þó hröðunin sé ólík Stórir skjálftar á Reykjanesinu í nótt þarf ekki að þýða aukinn hraða á kvikusöfnun. Skjálftarnir eru dæmi um hviðakennda skjálftavirkni sem búast má við meðan að kvikusöfnun er í gangi. Landið rís nokkuð jafnt þó hröðun mælist ólík á milli daga. 9. nóvember 2023 13:52 Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26 Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Mbl.is greindi frá þessu í dag. Friðrik Einarsson eigandi Northern Light Inn hótelsins segir að ákvörðun um að loka hótelinu fyrir gestum hafi verið tekin í kjölfar lokunar Bláa lónsins sem tók gildi í dag. Í tilkynningu frá lóninu kom fram að lokunin muni standi til klukkan sjö að morgni 16. nóvember og staðan verði metin í framhaldinu. Friðrik segir ferðamenn sem áttu bókað herbergi fá endurgreitt og að starfsmenn hótelsins muni nýta tímann til þrifa og jólaundirbúnings. „Enda er ekkert sem kallar á það að fara í burtu. Það eru engin skilyrði fyrir því. Við erum búin að vera í svipuðum skilyrðum núna í þrjú ár,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Umfjöllun ekki alltaf sönn Hann segir fjölmiðlaumfjöllun um ástandið, sem nú hefur teygt anga sína yfir landsteinana, ekki lýsa raunveruleikanum. „Sænska ríkisútvarpið er að hringja í okkur. Við fengum símtal frá þýskri ferðaskrifstofu sem hélt að við værum að farast öll í eldgosi því að þýskir fjölmiðlar tala um að eldgos sé hafið,“ segir Friðrik. „Þetta er bara gert útaf þeirri umfjöllum sem er um málið, og hún er að mínu mati ekki í neinu samræmi við raunveruleikann,“ segir hann jafnframt. Þá segir hann einhverja ferðamenn sem óskað hafa eftir að gista á hótelinu í nótt hafa fengið leyfi til þess. Hann segir rýmingaráætlanir ganga út frá því að starfsmenn yrðu mjög fljótir að tæma hótelið, kæmi til þess að rýmingar væri þörf. Þá tæki það starfsmenn um þrjár mínútur að rýma hótelið kæmi til rýmingar meðan á lokuninni stendur.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Hótel á Íslandi Bláa lónið Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nokkuð jafnt landris þó hröðunin sé ólík Stórir skjálftar á Reykjanesinu í nótt þarf ekki að þýða aukinn hraða á kvikusöfnun. Skjálftarnir eru dæmi um hviðakennda skjálftavirkni sem búast má við meðan að kvikusöfnun er í gangi. Landið rís nokkuð jafnt þó hröðun mælist ólík á milli daga. 9. nóvember 2023 13:52 Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26 Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Nokkuð jafnt landris þó hröðunin sé ólík Stórir skjálftar á Reykjanesinu í nótt þarf ekki að þýða aukinn hraða á kvikusöfnun. Skjálftarnir eru dæmi um hviðakennda skjálftavirkni sem búast má við meðan að kvikusöfnun er í gangi. Landið rís nokkuð jafnt þó hröðun mælist ólík á milli daga. 9. nóvember 2023 13:52
Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26
Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04