„Þessi risi sem hefur vaknað er að setja okkur í sérkennilegar aðstæður“ Lovísa Arnardóttir skrifar 12. nóvember 2023 12:58 Ari Trausti fór yfir jarðhræringar og söguna í Sprengisandi. Vísir/Baldur Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur ræddi jarðhræringarnar við Grindavík í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði kvikuganginn langan og stóran og það sem hafi komið jarðvísindamönnum mest á óvart núna hafi verið hversu hratt hann fór suðvestur um helgina. Hann segir norðaustur enda gangsins ekki fjarri Fagradalsfjalli og hinn endann við hafið. Hann sagði fjórar eða fimm sviðsmyndir í boði. Kvikugangurinn geti lengst, kvikan komið upp eða, þótt litlar líkur séu á, að kvikan komi ekki upp. Það verði að reikna með því að þekjan rofni einhvers staðar og kvikan komi upp þar. Annar möguleiki sé að þekjan rofni úti við haf og það sé ýmislegt í boði þar. Ari Trausti sagði spennuna nærri óbærilega, það væri svo margt í boði. Líklega stutt í eldgos Hann sagði best að reikna með því að það gjósi annað hvort á næstu klukkutímum eða næstu tveimur eða þremur dögum. Það verði lítill fyrirvari að því. „Þessi risi sem hefur vaknað er að setja okkur í sérkennilegar aðstæður,“ sagði Ari Trausti. Hann sagði þetta þó ekkert óvænt, þessi vitneskja um lotubundna virkni Reykjanesskagans hafi legið fyrir. Með þá vitneskju verði að líta til sögunnar. Síðasta lota sé þokkalega ljós því þá hafi verið hér fólk. „Það hefur alltaf vofað yfir okkur að nýtt óróatímabil á Reykjanesi á þéttbýlasta hluta landsins gengi í garð,“ sagði Ari Trausti og að fleiri eldstöðvar væru að safna í sig. Eins og Katla, Hekla og Bárðarbunga. Hann sagði þennan stóra gang sem myndaðist um helgina þó hafa komið á óvart. Ari fór einnig yfir varnargarða en að það sé erfitt að útbúa þá þegar ekki er vitað hvar þeir koma upp. Þegar þeir eru rétt byggðir þá virki þeir vel en annars séu þeir tilraun sem séu þó vel þess virði. Ari Trausti var gestur Kristjáns á meðan aðrir hoppuðu inn eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Víðir Reynisson í almannavörnum og Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur. Hægt er að hlusta á umræðurnar í heild sinni hér að ofan Sprengisandur Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur ræddi jarðhræringarnar við Grindavík í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði kvikuganginn langan og stóran og það sem hafi komið jarðvísindamönnum mest á óvart núna hafi verið hversu hratt hann fór suðvestur um helgina. Hann segir norðaustur enda gangsins ekki fjarri Fagradalsfjalli og hinn endann við hafið. Hann sagði fjórar eða fimm sviðsmyndir í boði. Kvikugangurinn geti lengst, kvikan komið upp eða, þótt litlar líkur séu á, að kvikan komi ekki upp. Það verði að reikna með því að þekjan rofni einhvers staðar og kvikan komi upp þar. Annar möguleiki sé að þekjan rofni úti við haf og það sé ýmislegt í boði þar. Ari Trausti sagði spennuna nærri óbærilega, það væri svo margt í boði. Líklega stutt í eldgos Hann sagði best að reikna með því að það gjósi annað hvort á næstu klukkutímum eða næstu tveimur eða þremur dögum. Það verði lítill fyrirvari að því. „Þessi risi sem hefur vaknað er að setja okkur í sérkennilegar aðstæður,“ sagði Ari Trausti. Hann sagði þetta þó ekkert óvænt, þessi vitneskja um lotubundna virkni Reykjanesskagans hafi legið fyrir. Með þá vitneskju verði að líta til sögunnar. Síðasta lota sé þokkalega ljós því þá hafi verið hér fólk. „Það hefur alltaf vofað yfir okkur að nýtt óróatímabil á Reykjanesi á þéttbýlasta hluta landsins gengi í garð,“ sagði Ari Trausti og að fleiri eldstöðvar væru að safna í sig. Eins og Katla, Hekla og Bárðarbunga. Hann sagði þennan stóra gang sem myndaðist um helgina þó hafa komið á óvart. Ari fór einnig yfir varnargarða en að það sé erfitt að útbúa þá þegar ekki er vitað hvar þeir koma upp. Þegar þeir eru rétt byggðir þá virki þeir vel en annars séu þeir tilraun sem séu þó vel þess virði. Ari Trausti var gestur Kristjáns á meðan aðrir hoppuðu inn eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Víðir Reynisson í almannavörnum og Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur. Hægt er að hlusta á umræðurnar í heild sinni hér að ofan
Sprengisandur Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira