Samantekt: Tíðindalítil nótt að baki en morgunfundir framundan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2023 06:08 Sjálfboðaliðar á vegum dýraverndarsamtaka biðu átekta í gær og vonuðust eftir því að komast inn í Grindavík til að bjarga dýrum. Ekkert varð úr því. Vísir/Vilhelm „Biðstaða“ er orð dagsins hvað varðar jarðskjálfta og möguleg eldsumbrot við Grindavík. Skjálftavirknin er söm og hún hefur verið; sífelldir skjálftar en flestir undir 3,0 að stærð. Um 2.800 skjálftar mældust við gossprunguna í gær og yfir 500 frá miðnætti. Gos gæti þó hafist hvenær sem er en vegna mikillar spennulosunar síðustu daga er óvíst að undanfarinn yrði áberandi á mælum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu munu Almannavarnir funda klukkan 8 og aftur með Veðurstofu klukkan 9:30. Á þeim fundi verður farið yfir ný gögn sem eru væntanleg, meðal annars um dýpt kvikunnar en á laugardag lá hún um 800 metra undir yfirborðinu. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur fór yfir stöðu mála í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem hann sagði djúpan sigdal hafa myndast í Grindavík. Það benti til þess að kvikugangurinn undir bænum væri kominn nálægt yfirborðinu. „Það bendir til þess að það styttist í gos og að því miður, bendir til þess að gosið komi innan bæjarmarka Grindavíkur,“ sagði Þorvaldur. „Það er svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér.“ Ef kvika kæmi upp þar sem siggengið væri myndi hraun að öllum líkindum renna að mestu til vesturs og út úr bænum. Eitthvað færi til austurs en líklega ekki mikið. „Svo er bara spurningin um hvers miklar skemmdir verða á bænum og hve stór hluti hans fer undir hraun, ef þetta allt saman raungerist,“ sagði Þorvaldur. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna, sagði mikla óvissu uppi og sama ætti við um framhaldið, hvort sem færi að gjósa eða ekki. „Það eru stór svæði í Grindavík sem eru þannig, eins og matið okkar er í dag, sem er ekki hægt að fara inn á útaf öryggismálum. Dæmi um það þá eru talsverðar bilanir í veitukerfum og HS Veitur setja sitt starfsfólk ekki í það að fara í viðgerðir, það er bara of áhættusamt. Þannig að það eru ákveðin svæði sem enginn mun fara inn á,“ sagði Víðir í kvöldfréttum. Verið sé að skoða hvort hægt væri að hleypa fólki inn á önnur svæði í dag en það sé alls óvíst. „Það verður óvissa áfram, því miður.“ Víðir sagði nokkuð púður hafa farið í að skipuleggja aðgerðirnar í dag, þar sem íbúum í Þórkötlustaðahverfi var hleypt heim í örfáar mínútur til að ná í nauðsynjar og dýrgripi á borð við myndir og listaverk. „Svo erum við auðvitað bara að hugsa um næstu daga, vikur, mánuði og það verður alltaf þyngra og þyngra verkefni og stærra þegar við erum að átta okkur á því hvaða tímalengdir við erum að tala um,“ sagði Víðir. Framundan næstu daga væri að freista þess að draga sem mest úr tjóni. „Við erum öll í áfalli og maður er ekki að hugsa um það sem gæti gerst. Maður er núna bara að vinna og halda haus og svo grátum við eftir tvo daga þegar það er komið,“ sagði Sólveig Þorbergsdóttir í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gær, þegar hún fékk að fara og sækja muni heim. „Ég tók lítið spil frá afa mínum, kodda frá langömmu minni og reif niður listaverk frá vini mínum í Svíþjóð og tók öll bréf sem ég hafði sent fyrrverandi kærasta. Ljósmyndir og teikningar sem maðurinn minn teiknaði af barnabarninu en ég tók enga skó. Ég er skólaus,“ sagði Sólveig um það sem hún hafði bjargað. „Það var svolítið sérstakt,“ sagði Sólveig Jónsdóttir um það að koma inn í tóman bæinn. „Ég fór með manninum sem átti heima uppi á horni, hann var að leita að kisunni sinni og ég stóð þarna úti og var að kalla á kisuna. Hún fannst ekki. Ég stóð þarna og horfði yfir bæinn og hugsaði Það er ekkert þarna. Ég sá bara björgunarsveitarbíla og blikkandi ljós. Það var mjög sérstakt.“ Á meðan þeir íbúar sem fengu að fara heim flýttu sér að bjarga því sem bjargað varð biðu sjálfboðaliðar ýmissa dýraverndunarsamtaka átekta við lokunarpóstinn á Suðurstrandavegi. Höfðu þeir ítrekað óskað eftir því að fá að fara inn á svæðið til að bjarga dýrum en fengu ekki. „Þetta er búið að vera hræðilega erfitt. Við erum búin að reyna að senda ótal email, búin að gefa upp númerin okkar til margra. Við fáum aldrei símhringingu, vitum ekkert hvað er í gangi og það er engin að tala við okkur,“ sagði Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu. Eruð þið með tölu á því hvað það eru mörg dýr í bænum á þessari stundu? spurði fréttamaður. „Sirka 59 kettir sem á eftir að bjarga úr húsnæðum, það eru kanínur, hamstrar, páfagaukar og dúfur. En mér skilst að það sé búið að bjarga öllum hestum og einhverjum kindum sem er frábært,“ svaraði Jóhanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts. Búið væri að kortleggja staðsetningu dýranna og fá lykla frá eigendum og leyfi til að sækja dýrin. Efnt var til samverustundar fyrir Grindvíkinga í Hallgrímskirkju í gær, þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti sagðist meðal annars þakklátur og stoltur að búa í samfélagi sem kynni að bregðast við óvæntri ógn. Hvað sem gerðist héldi lífið áfram í Grindavík og bærinn yrði áfram sælureitur íbúa. „Í Grindavík munu börn áfram ganga í leikskóla og í skóla og við munum sinna þeim eldri og sjúku. Á vettvangi íþróttanna munu heimamenn áfram skora og skora,“ sagði forsetinn. Fannar Jónsson bæjarstjóri sagði Grindvíkinga hafa búið við erfiða nágranna í bakgarðinum undanfarið; eldgos og jarðskjálftanna sem þeim fylgdu. Óvissan væri verst. „Við vitum ekki hvert framhaldið verður. Við vonumst til þess að það muni ekki gjósa. Við höfum verið lánsöm með þessi gos og staðsetningu þeirra hingað til, sem ekki hafa truflað okkar en nú er allt önnur staða uppi,“ sagði Fannar. Segja má að deginum hafi lokið með tilkynningu frá Otta Sigmarssyni, sem sendi þau skilaboð til félaga sinna í Landsbjörgu að hann hefði ákveðið að stíga tímabundið til hliðar sem formaður Slysavarnarfélagsins. Sagði hann Grindvíkinga eiga um sárt að binda og hann væri einn af þeim. Það væri ekki sanngjarnt gagnvart félaginu, honum sjálfum né fjölskyldu hans að starfa áfram við þær aðstæður sem nú væru uppi. „Þó svo að þessari atburðarrás myndi ljúka í dag er ljóst að gríðarlegt tjón er í Grindavík og mikil endurreisnarvinna framundan. Með þessu get ég einbeitt mér að fjölskyldunni minni og þeim verkefnum sem blasa við okkur Grindvíkingum á næstu dögum,“ sagði Otti í orðsendingu til félaga sinna. Otti Sigmarsson við aðgerðastjórn á föstudag.Vísir/Vilhelm Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Um 2.800 skjálftar mældust við gossprunguna í gær og yfir 500 frá miðnætti. Gos gæti þó hafist hvenær sem er en vegna mikillar spennulosunar síðustu daga er óvíst að undanfarinn yrði áberandi á mælum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu munu Almannavarnir funda klukkan 8 og aftur með Veðurstofu klukkan 9:30. Á þeim fundi verður farið yfir ný gögn sem eru væntanleg, meðal annars um dýpt kvikunnar en á laugardag lá hún um 800 metra undir yfirborðinu. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur fór yfir stöðu mála í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem hann sagði djúpan sigdal hafa myndast í Grindavík. Það benti til þess að kvikugangurinn undir bænum væri kominn nálægt yfirborðinu. „Það bendir til þess að það styttist í gos og að því miður, bendir til þess að gosið komi innan bæjarmarka Grindavíkur,“ sagði Þorvaldur. „Það er svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér.“ Ef kvika kæmi upp þar sem siggengið væri myndi hraun að öllum líkindum renna að mestu til vesturs og út úr bænum. Eitthvað færi til austurs en líklega ekki mikið. „Svo er bara spurningin um hvers miklar skemmdir verða á bænum og hve stór hluti hans fer undir hraun, ef þetta allt saman raungerist,“ sagði Þorvaldur. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna, sagði mikla óvissu uppi og sama ætti við um framhaldið, hvort sem færi að gjósa eða ekki. „Það eru stór svæði í Grindavík sem eru þannig, eins og matið okkar er í dag, sem er ekki hægt að fara inn á útaf öryggismálum. Dæmi um það þá eru talsverðar bilanir í veitukerfum og HS Veitur setja sitt starfsfólk ekki í það að fara í viðgerðir, það er bara of áhættusamt. Þannig að það eru ákveðin svæði sem enginn mun fara inn á,“ sagði Víðir í kvöldfréttum. Verið sé að skoða hvort hægt væri að hleypa fólki inn á önnur svæði í dag en það sé alls óvíst. „Það verður óvissa áfram, því miður.“ Víðir sagði nokkuð púður hafa farið í að skipuleggja aðgerðirnar í dag, þar sem íbúum í Þórkötlustaðahverfi var hleypt heim í örfáar mínútur til að ná í nauðsynjar og dýrgripi á borð við myndir og listaverk. „Svo erum við auðvitað bara að hugsa um næstu daga, vikur, mánuði og það verður alltaf þyngra og þyngra verkefni og stærra þegar við erum að átta okkur á því hvaða tímalengdir við erum að tala um,“ sagði Víðir. Framundan næstu daga væri að freista þess að draga sem mest úr tjóni. „Við erum öll í áfalli og maður er ekki að hugsa um það sem gæti gerst. Maður er núna bara að vinna og halda haus og svo grátum við eftir tvo daga þegar það er komið,“ sagði Sólveig Þorbergsdóttir í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gær, þegar hún fékk að fara og sækja muni heim. „Ég tók lítið spil frá afa mínum, kodda frá langömmu minni og reif niður listaverk frá vini mínum í Svíþjóð og tók öll bréf sem ég hafði sent fyrrverandi kærasta. Ljósmyndir og teikningar sem maðurinn minn teiknaði af barnabarninu en ég tók enga skó. Ég er skólaus,“ sagði Sólveig um það sem hún hafði bjargað. „Það var svolítið sérstakt,“ sagði Sólveig Jónsdóttir um það að koma inn í tóman bæinn. „Ég fór með manninum sem átti heima uppi á horni, hann var að leita að kisunni sinni og ég stóð þarna úti og var að kalla á kisuna. Hún fannst ekki. Ég stóð þarna og horfði yfir bæinn og hugsaði Það er ekkert þarna. Ég sá bara björgunarsveitarbíla og blikkandi ljós. Það var mjög sérstakt.“ Á meðan þeir íbúar sem fengu að fara heim flýttu sér að bjarga því sem bjargað varð biðu sjálfboðaliðar ýmissa dýraverndunarsamtaka átekta við lokunarpóstinn á Suðurstrandavegi. Höfðu þeir ítrekað óskað eftir því að fá að fara inn á svæðið til að bjarga dýrum en fengu ekki. „Þetta er búið að vera hræðilega erfitt. Við erum búin að reyna að senda ótal email, búin að gefa upp númerin okkar til margra. Við fáum aldrei símhringingu, vitum ekkert hvað er í gangi og það er engin að tala við okkur,“ sagði Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu. Eruð þið með tölu á því hvað það eru mörg dýr í bænum á þessari stundu? spurði fréttamaður. „Sirka 59 kettir sem á eftir að bjarga úr húsnæðum, það eru kanínur, hamstrar, páfagaukar og dúfur. En mér skilst að það sé búið að bjarga öllum hestum og einhverjum kindum sem er frábært,“ svaraði Jóhanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts. Búið væri að kortleggja staðsetningu dýranna og fá lykla frá eigendum og leyfi til að sækja dýrin. Efnt var til samverustundar fyrir Grindvíkinga í Hallgrímskirkju í gær, þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti sagðist meðal annars þakklátur og stoltur að búa í samfélagi sem kynni að bregðast við óvæntri ógn. Hvað sem gerðist héldi lífið áfram í Grindavík og bærinn yrði áfram sælureitur íbúa. „Í Grindavík munu börn áfram ganga í leikskóla og í skóla og við munum sinna þeim eldri og sjúku. Á vettvangi íþróttanna munu heimamenn áfram skora og skora,“ sagði forsetinn. Fannar Jónsson bæjarstjóri sagði Grindvíkinga hafa búið við erfiða nágranna í bakgarðinum undanfarið; eldgos og jarðskjálftanna sem þeim fylgdu. Óvissan væri verst. „Við vitum ekki hvert framhaldið verður. Við vonumst til þess að það muni ekki gjósa. Við höfum verið lánsöm með þessi gos og staðsetningu þeirra hingað til, sem ekki hafa truflað okkar en nú er allt önnur staða uppi,“ sagði Fannar. Segja má að deginum hafi lokið með tilkynningu frá Otta Sigmarssyni, sem sendi þau skilaboð til félaga sinna í Landsbjörgu að hann hefði ákveðið að stíga tímabundið til hliðar sem formaður Slysavarnarfélagsins. Sagði hann Grindvíkinga eiga um sárt að binda og hann væri einn af þeim. Það væri ekki sanngjarnt gagnvart félaginu, honum sjálfum né fjölskyldu hans að starfa áfram við þær aðstæður sem nú væru uppi. „Þó svo að þessari atburðarrás myndi ljúka í dag er ljóst að gríðarlegt tjón er í Grindavík og mikil endurreisnarvinna framundan. Með þessu get ég einbeitt mér að fjölskyldunni minni og þeim verkefnum sem blasa við okkur Grindvíkingum á næstu dögum,“ sagði Otti í orðsendingu til félaga sinna. Otti Sigmarsson við aðgerðastjórn á föstudag.Vísir/Vilhelm
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira