Of seint að breyta tryggingum Grindvíkinga Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2023 10:41 Leiða má að því líkur að innbú margra þessara húsa séu ekki tryggð gagnvart náttúruhamförum. Vísir/Vilhelm Náttúruhamfaratrygging Íslands segir að þar sem búið sé að lýsa yfir neyðarástandi í Grindavík og rýma bæinn sé ljóst að ekki megi gera nýja vátryggingarsamninga eða breyta eldri samningum um eignir í bænum. Í tilkynningu á vef Náttúruhamfaratryggingar Íslands segir að í aðdragandanum að þeim atburðum sem nú standa yfir í Grindavík hafi forstjóri NTÍ notað hvert tækifæri til að hvetja íbúa á Suðurnesjum til að yfirfara sína vátryggingavernd til að sem flestir séu hæfilega tryggðir ef til atburða kæmi. Það sé hins vegar svo að í reglugerð um Náttúruhamfaratryggingu Íslands er kveðið á um að óheimilt sé að gera nýja vátryggingarsamninga eða breyta eldri samningum um eignir á þeim stað eða svæði, sem í hættu er þegar vátryggingaratburður er hafin eða hann er yfirvofandi. „Þar sem nú er búið að lýsa yfir neyðarástandi í Grindavík og rýma bæinn er mikilvægt að ljóst sé að þessi grein hefur verið virkjuð og lítur NTÍ svo á að allir nýir samningar eða breytingar á eldri samningum á því svæði sem nú er skilgreint hættusvæði séu ógildir.“ Innbú ekki tryggt nema sérstaklega sé um það samið Náttúruhamfaratrygging Íslands er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að vátryggja húseignir og mannvirki gegn tjóni af völdum náttúruhamfara, eins og jarðskjálfta, eldgosa, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Tilvist hennar er nauðsynleg þar sem hefðbundnar tryggingar vátryggingafélaga tryggja ekki gegn tjóni sem verður vegna náttúruhamfara. Stofnunin tryggir húseignir, innbú og lausafé, sem er brunatryggt hjá vátryggingafélagi með íslenskt starfsleyfi gagnvart náttúruhamförum. Hins vegar er það svo að tryggja þarf innbú og lausafé sérstaklega, slík trygging er ekki innifalin í lögbundinni brunatryggingu. Í frétt Vísis frá árinu 2021, þegar jörð tók fyrst að skjálfa á Reykjanesi, segir að lauslega áætlað sé talið að allt að þrjátíu prósent innbúa og lausafjár heimila og fyrirtækja hér á landi séu ekki tryggð fyrir tjóni sem getur orðið vegna náttúruhamfara. „Reynslan okkar úr atburðum er að það er mjög oft vantryggt eða ótryggt, bæði í litlum og stórum fyrirtækjum, innbú og lausafé og býsna algengt með heimili fólks að þá hefur það ekki gert ráðstafanir varðandi innbús- eða heimilistryggingu, sem bruni er innifalinn í, vegna þess að það er fast í að brunatryggingin sé skylda og því sé allt í góðu lagi,“ sagði Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands þá. Tryggingar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Í tilkynningu á vef Náttúruhamfaratryggingar Íslands segir að í aðdragandanum að þeim atburðum sem nú standa yfir í Grindavík hafi forstjóri NTÍ notað hvert tækifæri til að hvetja íbúa á Suðurnesjum til að yfirfara sína vátryggingavernd til að sem flestir séu hæfilega tryggðir ef til atburða kæmi. Það sé hins vegar svo að í reglugerð um Náttúruhamfaratryggingu Íslands er kveðið á um að óheimilt sé að gera nýja vátryggingarsamninga eða breyta eldri samningum um eignir á þeim stað eða svæði, sem í hættu er þegar vátryggingaratburður er hafin eða hann er yfirvofandi. „Þar sem nú er búið að lýsa yfir neyðarástandi í Grindavík og rýma bæinn er mikilvægt að ljóst sé að þessi grein hefur verið virkjuð og lítur NTÍ svo á að allir nýir samningar eða breytingar á eldri samningum á því svæði sem nú er skilgreint hættusvæði séu ógildir.“ Innbú ekki tryggt nema sérstaklega sé um það samið Náttúruhamfaratrygging Íslands er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að vátryggja húseignir og mannvirki gegn tjóni af völdum náttúruhamfara, eins og jarðskjálfta, eldgosa, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Tilvist hennar er nauðsynleg þar sem hefðbundnar tryggingar vátryggingafélaga tryggja ekki gegn tjóni sem verður vegna náttúruhamfara. Stofnunin tryggir húseignir, innbú og lausafé, sem er brunatryggt hjá vátryggingafélagi með íslenskt starfsleyfi gagnvart náttúruhamförum. Hins vegar er það svo að tryggja þarf innbú og lausafé sérstaklega, slík trygging er ekki innifalin í lögbundinni brunatryggingu. Í frétt Vísis frá árinu 2021, þegar jörð tók fyrst að skjálfa á Reykjanesi, segir að lauslega áætlað sé talið að allt að þrjátíu prósent innbúa og lausafjár heimila og fyrirtækja hér á landi séu ekki tryggð fyrir tjóni sem getur orðið vegna náttúruhamfara. „Reynslan okkar úr atburðum er að það er mjög oft vantryggt eða ótryggt, bæði í litlum og stórum fyrirtækjum, innbú og lausafé og býsna algengt með heimili fólks að þá hefur það ekki gert ráðstafanir varðandi innbús- eða heimilistryggingu, sem bruni er innifalinn í, vegna þess að það er fast í að brunatryggingin sé skylda og því sé allt í góðu lagi,“ sagði Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands þá.
Tryggingar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira