Sonur Tigers afrekaði nokkuð sem faðir hann náði ekki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. nóvember 2023 16:30 Charlie Woods þykir efnilegur kylfingur. getty/David Cannon Sonur Tigers Woods virðist hafa erft golfhæfileikana frá föður sínum og er byrjaður að láta að sér kveða á þeim vettvangi. Hinn fjórtán ára Charlie Woods hjálpaði nefnilega liði menntaskólans síns að vinna liðamót í Flórída. Hann var með fjórða besta árangurinn í sínu liði en hann lék á 78 og 76 höggum. Tiger fylgdist með syni sínum og félögum hans vinna mótið. Hann var þó ekki kylfuberi fyrir hann eins og hann var á unglingamóti í síðustu viku. Tiger vann aldrei liðamót í menntaskóla því ekki voru haldin slík mót í Kaliforníu á þeim tíma. Ekki liggur hvenær hinn 47 ára Tiger snýr aftur á golfvöllinn en hann er enn að jafna sig eftir aðgerð á ökkla. Tiger stefnir á að keppa í nýrri liðadeild sem þeir Rory McIlroy stofnuðu. Hún nefnist TGL og er rekin af TMRW Sports sem er tæknifyrirtæki í eigu Tiger Woods og Rory McIlroy sem var sett á laggirnar í ágúst 2022. Sex lið verða í deildinni með fjóra kylfinga hvert. Þau mætast einu sinni hvert í deildarkeppni. Charlie Woods fæddist 8. febrúar 2009. Hann er annað barn Tigers og Elinar Nordegren, fyrrverandi eiginkonu hans. Þau eiga einnig dótturina Sam. Golf Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Hinn fjórtán ára Charlie Woods hjálpaði nefnilega liði menntaskólans síns að vinna liðamót í Flórída. Hann var með fjórða besta árangurinn í sínu liði en hann lék á 78 og 76 höggum. Tiger fylgdist með syni sínum og félögum hans vinna mótið. Hann var þó ekki kylfuberi fyrir hann eins og hann var á unglingamóti í síðustu viku. Tiger vann aldrei liðamót í menntaskóla því ekki voru haldin slík mót í Kaliforníu á þeim tíma. Ekki liggur hvenær hinn 47 ára Tiger snýr aftur á golfvöllinn en hann er enn að jafna sig eftir aðgerð á ökkla. Tiger stefnir á að keppa í nýrri liðadeild sem þeir Rory McIlroy stofnuðu. Hún nefnist TGL og er rekin af TMRW Sports sem er tæknifyrirtæki í eigu Tiger Woods og Rory McIlroy sem var sett á laggirnar í ágúst 2022. Sex lið verða í deildinni með fjóra kylfinga hvert. Þau mætast einu sinni hvert í deildarkeppni. Charlie Woods fæddist 8. febrúar 2009. Hann er annað barn Tigers og Elinar Nordegren, fyrrverandi eiginkonu hans. Þau eiga einnig dótturina Sam.
Golf Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira