Húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga fyrir 240 milljónir á mánuði Árni Sæberg skrifar 24. nóvember 2023 11:59 Sigurður Ingi mun leggja fram frumvarp um húsnæðisstuðning við Grindvíkinga í næstu viku. Stöð 2/Ívar Fannar Ríkisstjórnin samþykkti á ríkisstjórnarfundi í dag stuðningsaðgerðir til að mæta húsnæðisþörfum Grindvíkinga vegna jarðhræringa á svæðinu. Aðgerðirnar fela meðal annars í sér tímabundinn fjárhagslegan stuðning vegna aukins húsnæðiskostnaðar Grindvíkinga. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Stjórnarráðinu. Þar segir að sett verði í forgang að tryggja Grindvíkingum húsnæði til leigu á meðan á almannvarnarástandi og rýmingu stendur, og eftir atvikum lengur ef þörf krefur. 240 milljónir á mánuði Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra muni í næstu viku leggja fram frumvarp á Alþingi um sértækan húsnæðisstuðning til að koma til móts við aukinn kostnað þeirra sem þurfa að leigja sér húsnæði utan Grindavíkur vegna jarðhræringanna. Stuðningurinn verði tímabundinn til þriggja mánaða og endurskoðaður fyrir lok þess tímabils með tilliti til þarfar á áframhaldandi stuðningi. Veittur verði mánaðarlegur húsnæðisstuðningur sem fari stighækkandi eftir fjölda heimilisfólks gegn framvísun skráðs leigusamnings. Gert sé ráð fyrir að heildarkostnaður við slíkt stuðningskerfi geti numið um 220 til 240 milljónum króna á mánuði. Kaupa íbúðarhúshæði fyrir Grindvíkinga Alls hafi verið um 3.700 íbúar skráðir með lögheimili í Grindavík áður en þær jarðhræringar sem nú standa yfir hófust. Miðað við þær umsóknir sem borist hafa um skammtímahúsnæði sé talið að um 700 einstaklingar eða um 200 fjölskyldur þurfi á húsnæði að halda fyrir áramót eins og er. Flest þeirra hafi óskað eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu eða Suðurnesjum. Til að mæta húsnæðisþörf Grindvíkinga, sem rýma hafa þurft heimili sín, hafi meðal annars verið leitað til Bríetar leigufélags, sem er að fullu í eigu ríkisins, um að kaupa allt að 150 nýjar íbúðir á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess, til leigu fyrir Grindvíkinga. Leitað verði hagstæðustu tilboða í eignirnar sem fjármagnaðar verði af Húsnæðissjóði. Þá muni Bjarg íbúðafélag koma að því að mæta sérstaklega húsnæðisþörf tekjulægri heimila í Grindavík með mögulegum kaupum á allt að sextíu íbúðum. Gert sé ráð fyrir að íbúðirnar verði til afhendingar á næstu vikum. Samtals verði því unnt í samstarfi við Grindavíkurbæ að ráðstafa allt að 210 nýjum íbúðum innan skamms til Grindvíkinga til að leysa brýna húsnæðisþörf. Grundvöllur verkefnisins sé að samningar náist við verktaka um kaup á tilbúnum íbúðum á hagstæðu verði og ráðist verði í það í skrefum samhliða stöðugu mati á húsnæðisþörf. Litið sé á verkefnið sem tímabundið á meðan óvissu gætir um framhald mála vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Sérstök viljayfirlýsing hafi verið undirrituð í Ráðherrabústaðnum í dag við leigufélögin Bríeti og Bjarg um kaup á ofangreindum íbúðum. Stofna starfshóp um færanlegar húsnæðiseiningar Sérstakur starfshópur hafi einnig verið settur á laggirnar til að kanna fýsileika á kaupum á tilbúnum, hagstæðum og færanlegum húsnæðiseiningum sem hægt væri að fá afhentar með tiltölulega stuttum fyrirvara. Sá hópur hafi einnig það hlutverk að kanna möguleg landsvæði, einkum á Reykjanesi eða á höfuðborgarsvæðinu, með þessa útfærslu í huga þar sem fyrir eru ákveðnir innviðir sem nauðsynlegir séu. Reynt verði að hraða vinnu starfshópsins eins og kostur er. „Með slíkri lausn væri hægt að mæta húsnæðisþörf Grindvíkinga til lengri tíma, og mæta jafnframt annarri brýnni þörf fyrir hentugu húsnæði á viðráðanlegum kjörum.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá Stjórnarráðinu. Þar segir að sett verði í forgang að tryggja Grindvíkingum húsnæði til leigu á meðan á almannvarnarástandi og rýmingu stendur, og eftir atvikum lengur ef þörf krefur. 240 milljónir á mánuði Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra muni í næstu viku leggja fram frumvarp á Alþingi um sértækan húsnæðisstuðning til að koma til móts við aukinn kostnað þeirra sem þurfa að leigja sér húsnæði utan Grindavíkur vegna jarðhræringanna. Stuðningurinn verði tímabundinn til þriggja mánaða og endurskoðaður fyrir lok þess tímabils með tilliti til þarfar á áframhaldandi stuðningi. Veittur verði mánaðarlegur húsnæðisstuðningur sem fari stighækkandi eftir fjölda heimilisfólks gegn framvísun skráðs leigusamnings. Gert sé ráð fyrir að heildarkostnaður við slíkt stuðningskerfi geti numið um 220 til 240 milljónum króna á mánuði. Kaupa íbúðarhúshæði fyrir Grindvíkinga Alls hafi verið um 3.700 íbúar skráðir með lögheimili í Grindavík áður en þær jarðhræringar sem nú standa yfir hófust. Miðað við þær umsóknir sem borist hafa um skammtímahúsnæði sé talið að um 700 einstaklingar eða um 200 fjölskyldur þurfi á húsnæði að halda fyrir áramót eins og er. Flest þeirra hafi óskað eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu eða Suðurnesjum. Til að mæta húsnæðisþörf Grindvíkinga, sem rýma hafa þurft heimili sín, hafi meðal annars verið leitað til Bríetar leigufélags, sem er að fullu í eigu ríkisins, um að kaupa allt að 150 nýjar íbúðir á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess, til leigu fyrir Grindvíkinga. Leitað verði hagstæðustu tilboða í eignirnar sem fjármagnaðar verði af Húsnæðissjóði. Þá muni Bjarg íbúðafélag koma að því að mæta sérstaklega húsnæðisþörf tekjulægri heimila í Grindavík með mögulegum kaupum á allt að sextíu íbúðum. Gert sé ráð fyrir að íbúðirnar verði til afhendingar á næstu vikum. Samtals verði því unnt í samstarfi við Grindavíkurbæ að ráðstafa allt að 210 nýjum íbúðum innan skamms til Grindvíkinga til að leysa brýna húsnæðisþörf. Grundvöllur verkefnisins sé að samningar náist við verktaka um kaup á tilbúnum íbúðum á hagstæðu verði og ráðist verði í það í skrefum samhliða stöðugu mati á húsnæðisþörf. Litið sé á verkefnið sem tímabundið á meðan óvissu gætir um framhald mála vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Sérstök viljayfirlýsing hafi verið undirrituð í Ráðherrabústaðnum í dag við leigufélögin Bríeti og Bjarg um kaup á ofangreindum íbúðum. Stofna starfshóp um færanlegar húsnæðiseiningar Sérstakur starfshópur hafi einnig verið settur á laggirnar til að kanna fýsileika á kaupum á tilbúnum, hagstæðum og færanlegum húsnæðiseiningum sem hægt væri að fá afhentar með tiltölulega stuttum fyrirvara. Sá hópur hafi einnig það hlutverk að kanna möguleg landsvæði, einkum á Reykjanesi eða á höfuðborgarsvæðinu, með þessa útfærslu í huga þar sem fyrir eru ákveðnir innviðir sem nauðsynlegir séu. Reynt verði að hraða vinnu starfshópsins eins og kostur er. „Með slíkri lausn væri hægt að mæta húsnæðisþörf Grindvíkinga til lengri tíma, og mæta jafnframt annarri brýnni þörf fyrir hentugu húsnæði á viðráðanlegum kjörum.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira