Enn langt í milli Jón Þór Stefánsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. desember 2023 18:41 Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, munu halda áfram samningum fyrir hönd félaganna sem þau eru í forsvari fyrir. Vísir/Vilhelm Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í kjaradeilu flugumferðastjóra er lokið. Samningsaðilar funda á ný á morgun klukkan tíu, en næsta vinnustöðvun er næstkomandi mánudag. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins ganga hægt. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir flugumferðastjóra hafa fengið sama boð og aðrir fengu fyrir ári síðan. Arnar segist ósamála því. „Þá er skilningur okkar á því sem öðrum var boðið í síðustu samningaviðræðum ekki sá sami. Það er talsvert langt í milli enn þá,“ segir Arnar, sem vill einnig meina að fullyrðingar um að flugumferðarstjórar krefjist 25 prósenta launahækkunar fjarri lagi. Aðspurður út í meðallaun flugumferðarstjóra, sem eru um 1,4 milljónir króna á mánuði, segir Arnar að kjaradeilan snúist ekki um þau. Meðallaun séu ekki grunnlaun, heldur ákvarðist þau líka af vaktaálagi, óreglulegum greiðslum, og óhóflegri yfirvinnu að sögn Arnars. Arnar minnist á réttarstöðunefndarskýrslu sem var unnin um síðustu aldamót, þar sem að sagði að flugumferðarstjórar ættu að bera sig saman við atvinnuflugmenn. „Í þeim samanburði erum við talsvert á eftir enn þá.“ Arnar segist vonast til þess að samningar náist fyrir næstu vinnustöðvun sem er á mánudaginn. Aðspurður út í reiði fólks vegna verkfallsins segist Arnar hafa heyrt af henni og skilja. „Ég skil það alveg. Það er ekkert skemmtilegt þegar röskun verður á ferðahugum. Ég sjálfur er svo sem ekki að sökkva mér í kommentakerfin eða neitt slíkt, en fólk getur haft sínar skoðanir eins og það vill.“ Sigríður Margrét segir alla samningsaðila vilja komast að niðurstöðu. „Við vitum það að ófriður á vinnumarkaði er alls ekki það sem almenningur eða íslenskt atvinnulíf þarf á að halda núna.“ Hún sagðist ekki vilja ræða um kröfur flugumferðastjóra. Það væri gert við samningaborðið, en ekki í fjölmiðlum. Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins ganga hægt. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir flugumferðastjóra hafa fengið sama boð og aðrir fengu fyrir ári síðan. Arnar segist ósamála því. „Þá er skilningur okkar á því sem öðrum var boðið í síðustu samningaviðræðum ekki sá sami. Það er talsvert langt í milli enn þá,“ segir Arnar, sem vill einnig meina að fullyrðingar um að flugumferðarstjórar krefjist 25 prósenta launahækkunar fjarri lagi. Aðspurður út í meðallaun flugumferðarstjóra, sem eru um 1,4 milljónir króna á mánuði, segir Arnar að kjaradeilan snúist ekki um þau. Meðallaun séu ekki grunnlaun, heldur ákvarðist þau líka af vaktaálagi, óreglulegum greiðslum, og óhóflegri yfirvinnu að sögn Arnars. Arnar minnist á réttarstöðunefndarskýrslu sem var unnin um síðustu aldamót, þar sem að sagði að flugumferðarstjórar ættu að bera sig saman við atvinnuflugmenn. „Í þeim samanburði erum við talsvert á eftir enn þá.“ Arnar segist vonast til þess að samningar náist fyrir næstu vinnustöðvun sem er á mánudaginn. Aðspurður út í reiði fólks vegna verkfallsins segist Arnar hafa heyrt af henni og skilja. „Ég skil það alveg. Það er ekkert skemmtilegt þegar röskun verður á ferðahugum. Ég sjálfur er svo sem ekki að sökkva mér í kommentakerfin eða neitt slíkt, en fólk getur haft sínar skoðanir eins og það vill.“ Sigríður Margrét segir alla samningsaðila vilja komast að niðurstöðu. „Við vitum það að ófriður á vinnumarkaði er alls ekki það sem almenningur eða íslenskt atvinnulíf þarf á að halda núna.“ Hún sagðist ekki vilja ræða um kröfur flugumferðastjóra. Það væri gert við samningaborðið, en ekki í fjölmiðlum.
Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira