Í áfalli og ósofin: Fóru með verðmæti til Grindavíkur í gær Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. desember 2023 11:36 Inga Marín er búsett í Grindavík ásamt eiginmanni sínum og börnum. Samsett mynd Íbúi í Grindavík segir fréttir gærkvöldisins hafa verið mikið áfall þrátt fyrir að eldgosinu fylgi einnig léttir. Fjölskyldan hafi farið í gær með verðmæti aftur til Grindavíkur í kjölfar ummæla lögreglustjórans á Suðurnesjum um að hann teldi líklegt að Grindvíkingar gætu haldið jól heima. Þau séu nú í áfalli og ósofin. Inga Marín, íbúi í Grindavík, segir það hafa verið mikið áfall þegar eldgosið hófst í gærkvöldi. „Maður er náttúrulega bara í sjokki en á sama tíma er þetta smá léttir að það skuli vera byrjað að gjósa,“ segir Inga og bætir við að gosinu fylgi miklar tilfinningar. Fæstir hafi ætlað að halda jól í Grindavík Fjölskyldan er á leið til Kanaríeyja á morgun til að halda jól og voru því ekki með væntingar um að halda jól heima í Grindavík líkt og sumir. „Ég held að fæstir hafi verið það, allavega ekki barnafólk. Mér skilst á flestum að þeir hafi ætlað að halda jólin þar sem þeir eru,“ segir Inga. Inga og fjölskylda hennar fréttu af eldgosinu á Facebook í gærkvöldi og segir hún fréttaflutning ekki hafa verið góðan sökum þess hve seint upplýsingar bárust. „RÚV var meira að segja með Silfur Egils í gangi, slökkti ekki á því. Það eru mjög margir ósáttir við það.“ Inga segir upplýsingar ekki hafa borist nægilega hratt miðað við allt sem á undan hafi gengið. Fóru með verðmæti aftur heim í gær Þá hafi fjölskyldan farið til baka með verðmæti, meðal annars sérútbúinn jeppa, til Grindavíkur síðdegis í gær vegna yfirlýsinga lögreglustjórans á Suðurnesjum upp úr hádegi í gær um að líklegt væri að Grindvíkingar gætu haldið jól í bænum. „Það eru mjög mikil verðmæti í þessu, bara bíllinn er um tíu milljónir,“ segir Inga. Fjölskyldan hafi talið skynsamlegra að geyma vinnutengd verkfæri og jeppann inni, í Grindavík, í stað þess að geyma þetta í bílnum úti í Reykjavík yfir jólin. „Við erum í áfalli og við erum ekkert búin að sofa í nótt,“ segir hún. Þrátt fyrir allt eru Inga og fjölskylda bjartsýn og hlakka til að flytja aftur heim til Grindavíkur. „Grindvíkingar eru svo samheldið fólk og þetta þjappar okkur enn meira saman,“ segir Inga og bætir við: „Þessi bær var sterkur og samheldinn en hann er miklu sterkari núna.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Eldgosið hefur ekki áhrif á flug Icelandair Eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærkvöldi hefur ekki áhrif á flugáætlun Icelandair eins og staðan er nú. 19. desember 2023 10:13 Von á erlendum fjölmiðlum og fjölmiðlamiðstöðin opnuð á ný Fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla, vegna eldgossins á Reykjanesi sem hófst í gærkvöldi, verður opnuð í Hafnarfirði á ný í dag að sögn ferðamálastjóra. Eldgosið hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni klukkan 22:17 í gærkvöldi. 19. desember 2023 10:27 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Inga Marín, íbúi í Grindavík, segir það hafa verið mikið áfall þegar eldgosið hófst í gærkvöldi. „Maður er náttúrulega bara í sjokki en á sama tíma er þetta smá léttir að það skuli vera byrjað að gjósa,“ segir Inga og bætir við að gosinu fylgi miklar tilfinningar. Fæstir hafi ætlað að halda jól í Grindavík Fjölskyldan er á leið til Kanaríeyja á morgun til að halda jól og voru því ekki með væntingar um að halda jól heima í Grindavík líkt og sumir. „Ég held að fæstir hafi verið það, allavega ekki barnafólk. Mér skilst á flestum að þeir hafi ætlað að halda jólin þar sem þeir eru,“ segir Inga. Inga og fjölskylda hennar fréttu af eldgosinu á Facebook í gærkvöldi og segir hún fréttaflutning ekki hafa verið góðan sökum þess hve seint upplýsingar bárust. „RÚV var meira að segja með Silfur Egils í gangi, slökkti ekki á því. Það eru mjög margir ósáttir við það.“ Inga segir upplýsingar ekki hafa borist nægilega hratt miðað við allt sem á undan hafi gengið. Fóru með verðmæti aftur heim í gær Þá hafi fjölskyldan farið til baka með verðmæti, meðal annars sérútbúinn jeppa, til Grindavíkur síðdegis í gær vegna yfirlýsinga lögreglustjórans á Suðurnesjum upp úr hádegi í gær um að líklegt væri að Grindvíkingar gætu haldið jól í bænum. „Það eru mjög mikil verðmæti í þessu, bara bíllinn er um tíu milljónir,“ segir Inga. Fjölskyldan hafi talið skynsamlegra að geyma vinnutengd verkfæri og jeppann inni, í Grindavík, í stað þess að geyma þetta í bílnum úti í Reykjavík yfir jólin. „Við erum í áfalli og við erum ekkert búin að sofa í nótt,“ segir hún. Þrátt fyrir allt eru Inga og fjölskylda bjartsýn og hlakka til að flytja aftur heim til Grindavíkur. „Grindvíkingar eru svo samheldið fólk og þetta þjappar okkur enn meira saman,“ segir Inga og bætir við: „Þessi bær var sterkur og samheldinn en hann er miklu sterkari núna.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Eldgosið hefur ekki áhrif á flug Icelandair Eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærkvöldi hefur ekki áhrif á flugáætlun Icelandair eins og staðan er nú. 19. desember 2023 10:13 Von á erlendum fjölmiðlum og fjölmiðlamiðstöðin opnuð á ný Fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla, vegna eldgossins á Reykjanesi sem hófst í gærkvöldi, verður opnuð í Hafnarfirði á ný í dag að sögn ferðamálastjóra. Eldgosið hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni klukkan 22:17 í gærkvöldi. 19. desember 2023 10:27 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Eldgosið hefur ekki áhrif á flug Icelandair Eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærkvöldi hefur ekki áhrif á flugáætlun Icelandair eins og staðan er nú. 19. desember 2023 10:13
Von á erlendum fjölmiðlum og fjölmiðlamiðstöðin opnuð á ný Fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla, vegna eldgossins á Reykjanesi sem hófst í gærkvöldi, verður opnuð í Hafnarfirði á ný í dag að sögn ferðamálastjóra. Eldgosið hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni klukkan 22:17 í gærkvöldi. 19. desember 2023 10:27