Samskip þurfa ekki að greiða sektina meðan málsmeðferð fer fram Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. janúar 2024 19:31 Úskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála var birtur í gær. Vísir/Vilhelm Útflutningsfyrirtækið Samskip þarf ekki að greiða sekt upp á 4,2 milljarða fyrir ólöglegt samráð með fyrirtækinu Eimskipi meðan málið er til meðferðar hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Í ágúst í fyrra sektaði Samkeppniseftirlitið Samskip um 4,2 milljarða fyrir að hafa með alvarlegum hætti brotið gegn samkeppnislögum með ólögmætu samráði við Eimskip. Samskip hafnaði niðurstöðunni og lögmaður fyrirtækisins sagði sektina til komna vegna samsæriskenninga sem enginn fótur væri fyrir. Samskip áfrýjaði málinu í september og lagði fram kröfu þess efnis að áfrýjunarnefnd samkeppnismála myndi fresta réttaráhrifum ákvörðunarinnar að því er varðar greiðslu sektarinnar. Þá krafðist fyrirtækið þess að réttaráhrifum fyrirmæla um aðgerðir sem mælt er fyrir um í ákvörðuninni yrði frestað. Í þeim fyrirmælum felst að Samskip hætti öllu viðskiptalegu samstarfi við Eimskip og félög á þess vegum, nema sýnt væri fram á að samstarfið væri þess eðlis að ekki væri hætta á röskun á samkeppni. Töldu yfirgnæfandi líkur á breytingu eða niðurfellingu sektarinnar Til stuðnings því að fresta réttaráhrifunum töldu Samskip að greiðsla sektarinnar myndi valda fyrirtækinu fjárhagslegum erfiðleikum, málsmeðferð myndi taka langan tíma hjá áfrýjunarnefnd og að aðgerðir sem fyrirtækinu bæri að grípa til í því skyni koma í veg fyrir frekari brot og efla samkeppni væru til þess fallnar að valda því tjóni. Auk þess töldu Samskip að yfirgnæfandi líkur væru á því að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins yrði breytt eða hún felld úr gildi. Fyrirmælum SKE ekki frestað Í úskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála kemur fram að réttaráhrifum sektarinnar verði frestað vegna langs málsmeðferðartíma fyrir nefndinni. Þá er vísað til þess að aðstæður séu á margan hátt sérstakar og óvenjulegar, sem réttlættu frestun þeirra réttaráhrifa. Þá kemur fram að kröfu Samskipa um að fresta réttaráhrifum fyrirmælanna um að fyrirtækið hætti öllu viðskiptalegu samstarfi við Eimskip og félög á þess vegum, nema sýnt væri fram á að samstarfið væri þess eðlis að ekki væri hætta á röskun á samkeppni, sé hafnað af áfrýjunarnefndinni. Fyrirmælin væru hvorki óvenjuleg né sérlega íþyngjandi í garð fyrirtækisins þannig að hægt yrði að réttlæta frestun réttaráhrifanna. Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Í ágúst í fyrra sektaði Samkeppniseftirlitið Samskip um 4,2 milljarða fyrir að hafa með alvarlegum hætti brotið gegn samkeppnislögum með ólögmætu samráði við Eimskip. Samskip hafnaði niðurstöðunni og lögmaður fyrirtækisins sagði sektina til komna vegna samsæriskenninga sem enginn fótur væri fyrir. Samskip áfrýjaði málinu í september og lagði fram kröfu þess efnis að áfrýjunarnefnd samkeppnismála myndi fresta réttaráhrifum ákvörðunarinnar að því er varðar greiðslu sektarinnar. Þá krafðist fyrirtækið þess að réttaráhrifum fyrirmæla um aðgerðir sem mælt er fyrir um í ákvörðuninni yrði frestað. Í þeim fyrirmælum felst að Samskip hætti öllu viðskiptalegu samstarfi við Eimskip og félög á þess vegum, nema sýnt væri fram á að samstarfið væri þess eðlis að ekki væri hætta á röskun á samkeppni. Töldu yfirgnæfandi líkur á breytingu eða niðurfellingu sektarinnar Til stuðnings því að fresta réttaráhrifunum töldu Samskip að greiðsla sektarinnar myndi valda fyrirtækinu fjárhagslegum erfiðleikum, málsmeðferð myndi taka langan tíma hjá áfrýjunarnefnd og að aðgerðir sem fyrirtækinu bæri að grípa til í því skyni koma í veg fyrir frekari brot og efla samkeppni væru til þess fallnar að valda því tjóni. Auk þess töldu Samskip að yfirgnæfandi líkur væru á því að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins yrði breytt eða hún felld úr gildi. Fyrirmælum SKE ekki frestað Í úskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála kemur fram að réttaráhrifum sektarinnar verði frestað vegna langs málsmeðferðartíma fyrir nefndinni. Þá er vísað til þess að aðstæður séu á margan hátt sérstakar og óvenjulegar, sem réttlættu frestun þeirra réttaráhrifa. Þá kemur fram að kröfu Samskipa um að fresta réttaráhrifum fyrirmælanna um að fyrirtækið hætti öllu viðskiptalegu samstarfi við Eimskip og félög á þess vegum, nema sýnt væri fram á að samstarfið væri þess eðlis að ekki væri hætta á röskun á samkeppni, sé hafnað af áfrýjunarnefndinni. Fyrirmælin væru hvorki óvenjuleg né sérlega íþyngjandi í garð fyrirtækisins þannig að hægt yrði að réttlæta frestun réttaráhrifanna.
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira