Lítill gangur í viðræðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. janúar 2024 13:01 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður stjórnar fagfélaganna. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður félags stjórnar fagfélaga telur að ekki beri mikið í milli í kjaradeilu þess og Samtaka atvinnulífsins. Lítill gangur hafi þó verið í viðtæðum og því hafi ákvörðun verið tekin um að koma deilunni í formlegt ferli hjá ríkissáttasemjara. Fagfélögin, sem saman standa af Rafiðnaðarsambandi Íslands, MATVÍS og Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, semja fyrir um 70 prósent iðn- og tæknifólks á almennum vinnumarkaði. Í gær vísuðu Fagfélögin kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara, en félögin eru ekki hluti af breiðfylkingu sem telur 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður stjórnar fagfélaganna og talsmaður iðn- og tæknifólks. „Það hefur verið lítill gangur í málum að okkar mati og því ákváðu samninganefndir okkar að vísa öllum viðræðum fyrir hönd VM, Matvís og RSÍ í formlegt ferli hjá ríkissáttasemjara.“ Hann segir lítið bera í milli í deilunni. „Nema það þarf auðvitað að koma samtalinu í skýrara og skilgreindara ferli. Ég held að þegar á reynir þá verði ekki mjög langt á milli.“ Hann segir fagfélögin leggja mesta áherslu á hóflegar launahækkanir sem stuðla eigi að lækkun stýrivaxta. „Háir vextir hafa verulega neikvæð áhrif á okkar fólk. Verðlag og hækkanir þar hafa verið að bíta mjög þannig okkar krafa er að ná tökum á þessu. Og það er það sem við viljum ná fram með kjarasamningum að ná breiðri sátt á íslenskum markaði til að bæta stöðu launafólks og þjóðarinnar allar.“ Launaliðurinn frábrugðinn Til að þjóðarsátt náist þurfi allir að taka þátt í þeirri vegferð. Kristján Þórður segir kröfur fagfélaganna ekki mjög ólíkar kröfum breiðfylkingarinnar. „En það sem er kannski frábrugðið eru áherslur varðandi launaliðinn og hvernig það er unnið með, þá launahækkun sem kemur til framkvæmda. Þar höfum við lagt meiri áherslu á að tryggja að launahækkun komi til okkar hóps einnig, almennileg.“ Sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður stjórnar Fagfélaganna. Hann býst við að ríkissáttasemjari boði til fundar með fagfélögunum á næstu dögum. Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fagfélögin vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Samninganefndir Fagfélaganna hafa vísað kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Fagfélögin eru ekki hluti af breiðfylkingu, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. 16. janúar 2024 07:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Fagfélögin, sem saman standa af Rafiðnaðarsambandi Íslands, MATVÍS og Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, semja fyrir um 70 prósent iðn- og tæknifólks á almennum vinnumarkaði. Í gær vísuðu Fagfélögin kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara, en félögin eru ekki hluti af breiðfylkingu sem telur 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður stjórnar fagfélaganna og talsmaður iðn- og tæknifólks. „Það hefur verið lítill gangur í málum að okkar mati og því ákváðu samninganefndir okkar að vísa öllum viðræðum fyrir hönd VM, Matvís og RSÍ í formlegt ferli hjá ríkissáttasemjara.“ Hann segir lítið bera í milli í deilunni. „Nema það þarf auðvitað að koma samtalinu í skýrara og skilgreindara ferli. Ég held að þegar á reynir þá verði ekki mjög langt á milli.“ Hann segir fagfélögin leggja mesta áherslu á hóflegar launahækkanir sem stuðla eigi að lækkun stýrivaxta. „Háir vextir hafa verulega neikvæð áhrif á okkar fólk. Verðlag og hækkanir þar hafa verið að bíta mjög þannig okkar krafa er að ná tökum á þessu. Og það er það sem við viljum ná fram með kjarasamningum að ná breiðri sátt á íslenskum markaði til að bæta stöðu launafólks og þjóðarinnar allar.“ Launaliðurinn frábrugðinn Til að þjóðarsátt náist þurfi allir að taka þátt í þeirri vegferð. Kristján Þórður segir kröfur fagfélaganna ekki mjög ólíkar kröfum breiðfylkingarinnar. „En það sem er kannski frábrugðið eru áherslur varðandi launaliðinn og hvernig það er unnið með, þá launahækkun sem kemur til framkvæmda. Þar höfum við lagt meiri áherslu á að tryggja að launahækkun komi til okkar hóps einnig, almennileg.“ Sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður stjórnar Fagfélaganna. Hann býst við að ríkissáttasemjari boði til fundar með fagfélögunum á næstu dögum.
Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fagfélögin vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Samninganefndir Fagfélaganna hafa vísað kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Fagfélögin eru ekki hluti af breiðfylkingu, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. 16. janúar 2024 07:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Fagfélögin vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Samninganefndir Fagfélaganna hafa vísað kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Fagfélögin eru ekki hluti af breiðfylkingu, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. 16. janúar 2024 07:42