„Þær hafa verið fyrst og fremst ógeðslega heppnar og ég held að þær viti það“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 20. janúar 2024 15:50 Sólveig Lára á hliðarlínunni. vísir/Hulda Margrét ÍR tapaði í dag naumlega gegn Haukum í leik sem réðist á lokamínútu leiksins. Lokatölur 27-28 í æsispennandi leik í Skógarselinu. Sólveig Lára Kjærnested, þjálfari ÍR, var gífurlega svekkt eftir leik. Þegar hún var beðin um fyrstu viðbrögð eftir leik sagði hún þetta. „Bara algjör stuldur, bara hreinn og klár stuldur. Við áttum svo tvö stig skilið úr þessum leik, það eru bara fyrstu viðbrögð,“ sagði Sólveig Lára. Aðspurð hvað hún ætti við um stuld hafði hún þetta að segja. „Maður á ekki að tjá sig um dómgæsluna en mér finnst ansi margt mjög skrítið þegar þær [Haukar] eru að komast aftur inn í leikinn og vafaatriði og ekki vafaatriði sem mér finnst bara falla með þeim. Það er ömurlegt að standa hérna og tala um dómgæslu eftir svona leik en hún hefur oft verið slök í vetur en þetta er bara svo dýrt að þetta svíður.“ Sólveig Láru fannst sitt lið spila frábærlega í dag á báðum endum vallarins. „Mér fannst þetta frábær leikur, ég er bara ógeðslega stolt af þeim, mér fannst þær gjörsamlega frábærar. Varnarleikurinn fannst mér vera frábær í 60 mínútur. Við vorum óheppnar með nokkur fráköst og lítil atriði, vorum kannski að klikka eftir að vera búnar að standa lengi. Mér fannst sóknarleikurinn líka mjög góður og fullt af stelpum að standa sig gríðarlega vel.“ Sólveig Lára var ekki alveg klár á því hvað í spilamennsku síns liðs á lokakafla leiksins olli því að liðið tapaði leiknum. Telur hún helst heppnina hafa verið í liði Hauka undir lokin. „Ég veit það ekki, kannski eitthvað reynsluleysi. Matthildur óheppin, dettur og kastar boltanum út af og einhver svona lítil atriði en mér finnst þær hafa verið fyrst og fremst ógeðslega heppnar og ég held að þær viti það.“ Sólveig Lára ætlar klárlega að byggja ofan á frammistöðu síns liðs í dag upp á framhaldið að gera en liðið gæti hæglega náð sæti í úrslitakeppninni í vor. „Við erum búnar að vaxa hægt og rólega og ég held að þetta hafi verið einn af okkar bestu leikjum í vetur og með svona frammistöðu eigum við bara séns í nánast alla,“ sagði Sólveig Lára að lokum. Olís-deild kvenna ÍR Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: ÍR - Haukar 27-28 | Gestirnir stálu sigrinum af nýliðunum Í dag hófst 14. umferð Olís-deildarinnar. ÍR og Haukar áttust við í Skógarselinu og lauk leiknum með eins marks sigri Hauka í spennandi leik sem réðst á lokasekúndum leiksins. Lokatölur 27-28. 20. janúar 2024 15:28 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Sólveig Lára Kjærnested, þjálfari ÍR, var gífurlega svekkt eftir leik. Þegar hún var beðin um fyrstu viðbrögð eftir leik sagði hún þetta. „Bara algjör stuldur, bara hreinn og klár stuldur. Við áttum svo tvö stig skilið úr þessum leik, það eru bara fyrstu viðbrögð,“ sagði Sólveig Lára. Aðspurð hvað hún ætti við um stuld hafði hún þetta að segja. „Maður á ekki að tjá sig um dómgæsluna en mér finnst ansi margt mjög skrítið þegar þær [Haukar] eru að komast aftur inn í leikinn og vafaatriði og ekki vafaatriði sem mér finnst bara falla með þeim. Það er ömurlegt að standa hérna og tala um dómgæslu eftir svona leik en hún hefur oft verið slök í vetur en þetta er bara svo dýrt að þetta svíður.“ Sólveig Láru fannst sitt lið spila frábærlega í dag á báðum endum vallarins. „Mér fannst þetta frábær leikur, ég er bara ógeðslega stolt af þeim, mér fannst þær gjörsamlega frábærar. Varnarleikurinn fannst mér vera frábær í 60 mínútur. Við vorum óheppnar með nokkur fráköst og lítil atriði, vorum kannski að klikka eftir að vera búnar að standa lengi. Mér fannst sóknarleikurinn líka mjög góður og fullt af stelpum að standa sig gríðarlega vel.“ Sólveig Lára var ekki alveg klár á því hvað í spilamennsku síns liðs á lokakafla leiksins olli því að liðið tapaði leiknum. Telur hún helst heppnina hafa verið í liði Hauka undir lokin. „Ég veit það ekki, kannski eitthvað reynsluleysi. Matthildur óheppin, dettur og kastar boltanum út af og einhver svona lítil atriði en mér finnst þær hafa verið fyrst og fremst ógeðslega heppnar og ég held að þær viti það.“ Sólveig Lára ætlar klárlega að byggja ofan á frammistöðu síns liðs í dag upp á framhaldið að gera en liðið gæti hæglega náð sæti í úrslitakeppninni í vor. „Við erum búnar að vaxa hægt og rólega og ég held að þetta hafi verið einn af okkar bestu leikjum í vetur og með svona frammistöðu eigum við bara séns í nánast alla,“ sagði Sólveig Lára að lokum.
Olís-deild kvenna ÍR Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: ÍR - Haukar 27-28 | Gestirnir stálu sigrinum af nýliðunum Í dag hófst 14. umferð Olís-deildarinnar. ÍR og Haukar áttust við í Skógarselinu og lauk leiknum með eins marks sigri Hauka í spennandi leik sem réðst á lokasekúndum leiksins. Lokatölur 27-28. 20. janúar 2024 15:28 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: ÍR - Haukar 27-28 | Gestirnir stálu sigrinum af nýliðunum Í dag hófst 14. umferð Olís-deildarinnar. ÍR og Haukar áttust við í Skógarselinu og lauk leiknum með eins marks sigri Hauka í spennandi leik sem réðst á lokasekúndum leiksins. Lokatölur 27-28. 20. janúar 2024 15:28