„Þegar þau eru tilbúin þá leysast málin fljótt og vel“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. janúar 2024 12:48 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Einar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kveðst temmilega bjartsýnn fyrir fund breiðfylkingar stéttarfélaga og SA í Karphúsinu í dag klukkan 14:00. Hann segir SA yfirleitt bíða fram á síðustu stundu með sýndan samningsvilja. „Viðræðurnar í sjálfu sér í afskaplega hefðbundnum farvegi. Það er lítið að gerast hjá okkar viðsemjendum til þess að þoka málum áfram. Það er taktíkin sem hefur verið spiluð og alltof oft og yfirleitt sýna þau ekki samningsvilja fyrr en allt er komið í hnút,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið munu kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna úr gildi á miðnætti. Ragnar Þór segir ljóst að það þýði að friðarskyldan sé úti, en ekki verði boðað til verkfalla strax á morgun. „Nei, það er ekki að fara að gerast. Hinsvegar sagði ég að á fimmtudag er friðarskyldan úti. En við erum auðvitað í þessu til að reyna að ná samningum og ætlum að reyna allt okkar til þess að það takist. Sú þolinmæði er hinsvegar ekki endalaus.“ Hvað viltu sjá SA koma með að borðinu á fundinum í dag? „Það sem ég vil fyrst og fremst sjá er samningsvilji. Vegna þess að við höfum sýnt mjög eindreginn og einbeittan samningsvilja. Við höfum ekki fengið hann endurgoldinn.“ Ertu temmilega bjartsýnn fyrir fund? „Já já. Af fenginni reynslu, þá hafa Samtök atvinnulífsins yfirleitt látið stöðuna versna til mikilla muna áður en þau eru tilbúin til samninga. Og þegar þau eru tilbúin þá leysast málin fljótt og vel. Ég held þau séu ekki komin á þann stað, ég vil kalla þetta skítataktík,“ segir Ragnar. „En auðvitað leyfi ég mér að vona, það er hluti af þessu starfi. Maður þarf að vera með óútskýrð bjartsýnisgen til að geta staðið í þessu. Auðvitað vonar maður að þau komi með breytt og betra viðhorf. Það mun koma í ljós hvort það verði í dag eða næstu daga.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
„Viðræðurnar í sjálfu sér í afskaplega hefðbundnum farvegi. Það er lítið að gerast hjá okkar viðsemjendum til þess að þoka málum áfram. Það er taktíkin sem hefur verið spiluð og alltof oft og yfirleitt sýna þau ekki samningsvilja fyrr en allt er komið í hnút,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið munu kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna úr gildi á miðnætti. Ragnar Þór segir ljóst að það þýði að friðarskyldan sé úti, en ekki verði boðað til verkfalla strax á morgun. „Nei, það er ekki að fara að gerast. Hinsvegar sagði ég að á fimmtudag er friðarskyldan úti. En við erum auðvitað í þessu til að reyna að ná samningum og ætlum að reyna allt okkar til þess að það takist. Sú þolinmæði er hinsvegar ekki endalaus.“ Hvað viltu sjá SA koma með að borðinu á fundinum í dag? „Það sem ég vil fyrst og fremst sjá er samningsvilji. Vegna þess að við höfum sýnt mjög eindreginn og einbeittan samningsvilja. Við höfum ekki fengið hann endurgoldinn.“ Ertu temmilega bjartsýnn fyrir fund? „Já já. Af fenginni reynslu, þá hafa Samtök atvinnulífsins yfirleitt látið stöðuna versna til mikilla muna áður en þau eru tilbúin til samninga. Og þegar þau eru tilbúin þá leysast málin fljótt og vel. Ég held þau séu ekki komin á þann stað, ég vil kalla þetta skítataktík,“ segir Ragnar. „En auðvitað leyfi ég mér að vona, það er hluti af þessu starfi. Maður þarf að vera með óútskýrð bjartsýnisgen til að geta staðið í þessu. Auðvitað vonar maður að þau komi með breytt og betra viðhorf. Það mun koma í ljós hvort það verði í dag eða næstu daga.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira