Nánast allir íbúar Gasa reiða sig á okkur Lovísa Arnardóttir skrifar 4. febrúar 2024 12:00 UNRWA er Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna í Palestínu og er Gréta yfirmaður sendiskrifstofu stofnunarinnar í New York. Mynd/UN Palestine Rights Committee/X Gréta Gunnarsdóttir, yfirmaður UNRWA í New York, segir starfsemi stofnunarinnar falla um sjálfa sig í lok mánaðarins ef þau ríki sem ætla sér að fresta framlögum til stofnunarinnar láta verða af því. Tvær milljónir manna á Gasa reiða sig á stofnunina en auk þess starfar hún á Vesturbakkanum í Palestínu og í Jórdaníu og Sýrlandi. UNRWA er Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna í Palestínu og er Gréta yfirmaður sendiskrifstofu stofnunarinnar í New York. Hún ræddi málið í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gréta sagði stofnunina starfa víðar í Palestínu en á Gasa. Þau starfi líka í Jórdaníu, Sýrlandi og hjá stofnuninni starfi alls um 30 þúsund manns. Þau reki spítala á Vesturbakkanum og séu með lánastarfsemi sem standi almenningi til boða. „Á Gasa, fyrir stríð, vorum við með hátt í 300 þúsund börn í skólum og núna búa mörg þeirra í þessum skólum. Ef þau eru heppin,“ sagði Gréta og að á Gasa séu þrettán þúsund starfsmenn sem starfi fyrir UNRWA. Þau veiti enn heilbrigðisþjónustu. Þau voru með 22 heilsugæslur en aðeins fjórar eru starfandi eins og stendur og segir Gréta að vegna þess fari teymi heilbrigðisstarfsfólks á milli á Gasa. „Við erum langstærsti aðilinn á Gasa. Langstærsti aðilinn sem sinnir mannúðarstörfum. Á meðan við erum með þúsundir starfsmanna eru aðrir með nokkur hundruð starfsmenn,“ sagði Gréta og þau séu langstærsta stofnunin á Gasa, fyrir og eftir stríð. Það stóli um tvær milljónir manna á þeirra aðstoð. „Ekki bara fólkið á svæðinu heldur líka aðrar hjálparstofnanir,“ sagði Gréta og aðrar hjálparstofnanir stóli á UNWRA hvað varðar skipulag mannúðarstarfs og samskipti við Ísrael um flutning hjálpargagna. Þau ráði yfir húsakosti og þannig stóli aðrar stofnanir á þau. Hún sagði að sem dæmi hafi UNICEF flutt til Gasa 13 þúsund bóluefnaskammta nýlega og að starfsfólk UNRWA hafi séð um að dreifa því og bólusetja börn. Utanríkisráðherra tilkynnti nýlega að framlög til stofnunarinnar yrðu settar á stopp á meðan rannsökuð er aðild um tólf eða þrettán starfsmanna stofnunarinnar að hryðjuverkum Hamas í Ísrael þann 7. október. Þrettán starfsmenn sakaðir um aðild að hryðjuverkum Gréta sagði að fyrir starfsmenn stofnunarinnar hafi það verið gífurlegt áfall að heyra af þessum ásökunum og að glæpirnir stríði gegn öllu því sem Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir. Hún ítrekaði að ásakanirnar beindust að einstaklingum en ekki stofnuninni og að yfirmaður hennar hafi ákveðið að segja þeim um samstundir. Sömuleiðis hafi verið sett af stað innri rannsókn hjá stofnunni og að bráðabirgðaniðurstöður af rannsókninni liggi fyrir innan fjögurra vikna. Spurð um það hvort að fjármagn sem renni til stofnunarinnar renni til Hamas sagði Gréta að allar ásakanir væru teknar alvarlega. Þau væru oft ásökuð um brot á hlutleysisreglu og þetta væri eitt dæmi. Hún sagði allt rannsakað en að það yrði líka að sýna heilbrigða tortryggni. Þau væru að starfa á hernumdu svæði og að Gasa sé hluti af deiluefni Ísraela og Palestínumanna. „Við erum stofnun sem er ekki með allskonar milliliði heldur veitum við þjónustuna beint til þeirra sem eiga að fá þjónustuna,“ sagði hún og að peningurinn færi í rekstur skóla, heilsugæsla og lyf og launakostnað. „Að fjármagn sé að fara til Hamas. Þetta eru ásakanir sem koma fram en það eru engin rök færð fyrir þeim,“ sagði Gréta. Eiga ekki fyrir launakostnaði í lok mánaðar Hún fór vel yfir það hvaðan fjármagn til stofnunarinnar kemur og sagði að ef þau ríki sem segjast ætla að fresta framlögum gera það þá eigi þau ekki fjármagn í lok febrúar til að standast við launakostnað stofnarinnar og að öll starfsemi stofnunarinnar grundvallist af því. Bæði á Gasa en líka á Vesturbakkanum og í Sýrlandi og Jórdaníu. Þau ríki sem hafa sagst ætla að fresta greiðslum eru Bandaríkin, Bretland, Sviss, Japan, Ástralía, Ítalía, Þýskaland og Skotland. „Ef við getum ekki staðið við launakostnað fellur öll starfsemin um sjálft sig,“ sagði Gréta og hélt áfram: „Það eru nánast allir íbúar Gasa sem reiða sig á okkur,“ sagði Gréta og að stofnunin biðlaði til þeirra ríkja sem hafa frestað fjárframlögum sínum að endurskoða það. Hún sagði aðstæður á Gasa hrikalegar og að það þyrfti að setja það í forgang að aðstoða fólk. Það sé spáð hungursneyð á Gasa og átökin á Gasa sérstök því svæðið er lítið, þéttbýlt og að fólk getur ekki flúið svæðið. „Þetta fólk býr við aðstæður sem eru algjörlega óásættanlegar og akþjóðasamfélagið verður að gera sitt til að veita þessu fólki aðstoð,“ sagði Gréta og að UNRWA hafi frá upphafi farið fram á vopnahlé og að flutningur hjálpargagna sé leyfður. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Ástralía Skotland Ítalía Þýskaland Japan Sviss Bretland Sprengisandur Tengdar fréttir Hafa enn ekki tekið afstöðu til þess hvort fólkið verði sótt Stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu til þess hvort dvalarleyfishafar á Gasasvæðinu fái aðstoð við að komast til landsins. Dómsmálaráðherra segist standa við fullyrðingar um að Ísland fari að fordæmi Norðurlandanna. 3. febrúar 2024 19:23 Brokkgeng byrjun Bjarna í utanríkisráðuneytinu Fyrir tæpum fjórum mánuðum, eða þann 16. október 2023 urðu lyklaskipti í fjármála- og utanríkisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson hafði sagt af sér sem fjármálaráðherra vegna álits umboðsmanns í tengslum við sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka. 31. janúar 2024 14:07 Vill fara að fordæmi Norðmanna og hefði viljað meira samráð Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina. 31. janúar 2024 13:34 Leysi Ísland ekki undan siðferðislegri skyldu að lagaleg skylda sé til staðar Alls 24 íslensk félagasamtök hvetja í yfirlýsingu íslensk stjórnvöld til „að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför“ þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 30. janúar 2024 15:58 „Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. 30. janúar 2024 12:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
UNRWA er Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna í Palestínu og er Gréta yfirmaður sendiskrifstofu stofnunarinnar í New York. Hún ræddi málið í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gréta sagði stofnunina starfa víðar í Palestínu en á Gasa. Þau starfi líka í Jórdaníu, Sýrlandi og hjá stofnuninni starfi alls um 30 þúsund manns. Þau reki spítala á Vesturbakkanum og séu með lánastarfsemi sem standi almenningi til boða. „Á Gasa, fyrir stríð, vorum við með hátt í 300 þúsund börn í skólum og núna búa mörg þeirra í þessum skólum. Ef þau eru heppin,“ sagði Gréta og að á Gasa séu þrettán þúsund starfsmenn sem starfi fyrir UNRWA. Þau veiti enn heilbrigðisþjónustu. Þau voru með 22 heilsugæslur en aðeins fjórar eru starfandi eins og stendur og segir Gréta að vegna þess fari teymi heilbrigðisstarfsfólks á milli á Gasa. „Við erum langstærsti aðilinn á Gasa. Langstærsti aðilinn sem sinnir mannúðarstörfum. Á meðan við erum með þúsundir starfsmanna eru aðrir með nokkur hundruð starfsmenn,“ sagði Gréta og þau séu langstærsta stofnunin á Gasa, fyrir og eftir stríð. Það stóli um tvær milljónir manna á þeirra aðstoð. „Ekki bara fólkið á svæðinu heldur líka aðrar hjálparstofnanir,“ sagði Gréta og aðrar hjálparstofnanir stóli á UNWRA hvað varðar skipulag mannúðarstarfs og samskipti við Ísrael um flutning hjálpargagna. Þau ráði yfir húsakosti og þannig stóli aðrar stofnanir á þau. Hún sagði að sem dæmi hafi UNICEF flutt til Gasa 13 þúsund bóluefnaskammta nýlega og að starfsfólk UNRWA hafi séð um að dreifa því og bólusetja börn. Utanríkisráðherra tilkynnti nýlega að framlög til stofnunarinnar yrðu settar á stopp á meðan rannsökuð er aðild um tólf eða þrettán starfsmanna stofnunarinnar að hryðjuverkum Hamas í Ísrael þann 7. október. Þrettán starfsmenn sakaðir um aðild að hryðjuverkum Gréta sagði að fyrir starfsmenn stofnunarinnar hafi það verið gífurlegt áfall að heyra af þessum ásökunum og að glæpirnir stríði gegn öllu því sem Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir. Hún ítrekaði að ásakanirnar beindust að einstaklingum en ekki stofnuninni og að yfirmaður hennar hafi ákveðið að segja þeim um samstundir. Sömuleiðis hafi verið sett af stað innri rannsókn hjá stofnunni og að bráðabirgðaniðurstöður af rannsókninni liggi fyrir innan fjögurra vikna. Spurð um það hvort að fjármagn sem renni til stofnunarinnar renni til Hamas sagði Gréta að allar ásakanir væru teknar alvarlega. Þau væru oft ásökuð um brot á hlutleysisreglu og þetta væri eitt dæmi. Hún sagði allt rannsakað en að það yrði líka að sýna heilbrigða tortryggni. Þau væru að starfa á hernumdu svæði og að Gasa sé hluti af deiluefni Ísraela og Palestínumanna. „Við erum stofnun sem er ekki með allskonar milliliði heldur veitum við þjónustuna beint til þeirra sem eiga að fá þjónustuna,“ sagði hún og að peningurinn færi í rekstur skóla, heilsugæsla og lyf og launakostnað. „Að fjármagn sé að fara til Hamas. Þetta eru ásakanir sem koma fram en það eru engin rök færð fyrir þeim,“ sagði Gréta. Eiga ekki fyrir launakostnaði í lok mánaðar Hún fór vel yfir það hvaðan fjármagn til stofnunarinnar kemur og sagði að ef þau ríki sem segjast ætla að fresta framlögum gera það þá eigi þau ekki fjármagn í lok febrúar til að standast við launakostnað stofnarinnar og að öll starfsemi stofnunarinnar grundvallist af því. Bæði á Gasa en líka á Vesturbakkanum og í Sýrlandi og Jórdaníu. Þau ríki sem hafa sagst ætla að fresta greiðslum eru Bandaríkin, Bretland, Sviss, Japan, Ástralía, Ítalía, Þýskaland og Skotland. „Ef við getum ekki staðið við launakostnað fellur öll starfsemin um sjálft sig,“ sagði Gréta og hélt áfram: „Það eru nánast allir íbúar Gasa sem reiða sig á okkur,“ sagði Gréta og að stofnunin biðlaði til þeirra ríkja sem hafa frestað fjárframlögum sínum að endurskoða það. Hún sagði aðstæður á Gasa hrikalegar og að það þyrfti að setja það í forgang að aðstoða fólk. Það sé spáð hungursneyð á Gasa og átökin á Gasa sérstök því svæðið er lítið, þéttbýlt og að fólk getur ekki flúið svæðið. „Þetta fólk býr við aðstæður sem eru algjörlega óásættanlegar og akþjóðasamfélagið verður að gera sitt til að veita þessu fólki aðstoð,“ sagði Gréta og að UNRWA hafi frá upphafi farið fram á vopnahlé og að flutningur hjálpargagna sé leyfður.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Ástralía Skotland Ítalía Þýskaland Japan Sviss Bretland Sprengisandur Tengdar fréttir Hafa enn ekki tekið afstöðu til þess hvort fólkið verði sótt Stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu til þess hvort dvalarleyfishafar á Gasasvæðinu fái aðstoð við að komast til landsins. Dómsmálaráðherra segist standa við fullyrðingar um að Ísland fari að fordæmi Norðurlandanna. 3. febrúar 2024 19:23 Brokkgeng byrjun Bjarna í utanríkisráðuneytinu Fyrir tæpum fjórum mánuðum, eða þann 16. október 2023 urðu lyklaskipti í fjármála- og utanríkisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson hafði sagt af sér sem fjármálaráðherra vegna álits umboðsmanns í tengslum við sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka. 31. janúar 2024 14:07 Vill fara að fordæmi Norðmanna og hefði viljað meira samráð Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina. 31. janúar 2024 13:34 Leysi Ísland ekki undan siðferðislegri skyldu að lagaleg skylda sé til staðar Alls 24 íslensk félagasamtök hvetja í yfirlýsingu íslensk stjórnvöld til „að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför“ þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 30. janúar 2024 15:58 „Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. 30. janúar 2024 12:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Hafa enn ekki tekið afstöðu til þess hvort fólkið verði sótt Stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu til þess hvort dvalarleyfishafar á Gasasvæðinu fái aðstoð við að komast til landsins. Dómsmálaráðherra segist standa við fullyrðingar um að Ísland fari að fordæmi Norðurlandanna. 3. febrúar 2024 19:23
Brokkgeng byrjun Bjarna í utanríkisráðuneytinu Fyrir tæpum fjórum mánuðum, eða þann 16. október 2023 urðu lyklaskipti í fjármála- og utanríkisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson hafði sagt af sér sem fjármálaráðherra vegna álits umboðsmanns í tengslum við sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka. 31. janúar 2024 14:07
Vill fara að fordæmi Norðmanna og hefði viljað meira samráð Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina. 31. janúar 2024 13:34
Leysi Ísland ekki undan siðferðislegri skyldu að lagaleg skylda sé til staðar Alls 24 íslensk félagasamtök hvetja í yfirlýsingu íslensk stjórnvöld til „að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför“ þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 30. janúar 2024 15:58
„Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. 30. janúar 2024 12:18