Þjóðskrá Íslands hefur útgáfu nýrra nafnskírteina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2024 09:18 Nú er hægt að sækja um nafnskírteini hjá Þjóðskrá íslands. Á myndinni er hefðbundið nafnskírteini, sem gildir ekki sem ferðaskilríki. Þjóðskrá Íslands hefur hafið útgáfu á nýjum nafnskírteinum. Hægt er að sækja um nafnskírteini sem ferðaskilríki, sem nota má í stað vegabréfs innan Evrópska efnahagssvæðisins. Frá þessu er greint á vef Þjóðskrár. Þar segir að nafnskírteinin séu fullgild persónuskilríki, sem allir íslenskir ríkisborgarar geta sótt um óháð aldri og notað til aukenningar. Eldri nafnskírteini sem gefin voru út fyrir 1. janúar 2013 féllu úr gildi 1. desember 2023 og skírteini sem gefin voru út frá þeim tíma og fram til 1. mars 2024 falla úr gildi 31. desember 2025. „Með nýrri útgáfu nafnskírteina er verið að auka öryggi þeirra í samræmi við auknar kröfur sem gerðar eru til persónuskilríkja ásamt því að nafnskírteinin er í handhægri stærð í uppfærðu útliti,“ segir í fréttinni á vef Þjóðskrár. Þar segir einnig að með útgáfunni sé verið að uppfylla kröfur Evrópusambandsins og þá byggir útlit nafnskírteinanna á nýjum staðli Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Helsta breytingin á útliti er að andlitsmyndin er nú mun stærri en hún var. Nafnskírteini sem gildir sem ferðaskilríki á Evrópska efnahagssvæðinu. Eins og fyrr segir er hægt að sækja um nafnskírteini sem ferðaskilríki, sem hægt er að framvísa á Evrópska efnahagssvæðinu í stað vegabréfs. „Nafnskírteinin staðfesta handahafa kortsins og ríkisfang. Skírteinin eru með örgjörva líkt og vegabréf og fylgja alþjóðlegum stöðlum og ESB-reglugerð. Munurinn á nafnskírteinum sem ferðaskilríkjum og vegabréfum, er að vegabréf gilda sem ferðaskilríki til allra landa í heiminum en nafnskírteinin gilda innan landa Evrópska efnahagssvæðisins (EES).“ Vert er að ítreka að um er að ræða tvær ólíkar útgáfur; hefðbundin nafnskírteini og nafnskírteini sem ferðaskilríki. Hefðbundin nafnskírteini sýna ekki ríkisfang og eru ekki gild sem ferðaskilríki. „Auknar kröfur eru gerðar í samfélaginu um að einstaklingar auðkenni sig með gildum persónuskilríkjum og því nauðsynlegt að koma til móts við þá hópa sem ekki geta framvísað t.d. ökuskírteini. Með nýju nafnskírteinunum geta ungmenni og aðrir hópar sannað á sér deili með framvísun þeirra og þá sérstaklega innanlands,“ segir á vef Þjóðskrár. Stjórnsýsla Vegabréf Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Þjóðskrár. Þar segir að nafnskírteinin séu fullgild persónuskilríki, sem allir íslenskir ríkisborgarar geta sótt um óháð aldri og notað til aukenningar. Eldri nafnskírteini sem gefin voru út fyrir 1. janúar 2013 féllu úr gildi 1. desember 2023 og skírteini sem gefin voru út frá þeim tíma og fram til 1. mars 2024 falla úr gildi 31. desember 2025. „Með nýrri útgáfu nafnskírteina er verið að auka öryggi þeirra í samræmi við auknar kröfur sem gerðar eru til persónuskilríkja ásamt því að nafnskírteinin er í handhægri stærð í uppfærðu útliti,“ segir í fréttinni á vef Þjóðskrár. Þar segir einnig að með útgáfunni sé verið að uppfylla kröfur Evrópusambandsins og þá byggir útlit nafnskírteinanna á nýjum staðli Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Helsta breytingin á útliti er að andlitsmyndin er nú mun stærri en hún var. Nafnskírteini sem gildir sem ferðaskilríki á Evrópska efnahagssvæðinu. Eins og fyrr segir er hægt að sækja um nafnskírteini sem ferðaskilríki, sem hægt er að framvísa á Evrópska efnahagssvæðinu í stað vegabréfs. „Nafnskírteinin staðfesta handahafa kortsins og ríkisfang. Skírteinin eru með örgjörva líkt og vegabréf og fylgja alþjóðlegum stöðlum og ESB-reglugerð. Munurinn á nafnskírteinum sem ferðaskilríkjum og vegabréfum, er að vegabréf gilda sem ferðaskilríki til allra landa í heiminum en nafnskírteinin gilda innan landa Evrópska efnahagssvæðisins (EES).“ Vert er að ítreka að um er að ræða tvær ólíkar útgáfur; hefðbundin nafnskírteini og nafnskírteini sem ferðaskilríki. Hefðbundin nafnskírteini sýna ekki ríkisfang og eru ekki gild sem ferðaskilríki. „Auknar kröfur eru gerðar í samfélaginu um að einstaklingar auðkenni sig með gildum persónuskilríkjum og því nauðsynlegt að koma til móts við þá hópa sem ekki geta framvísað t.d. ökuskírteini. Með nýju nafnskírteinunum geta ungmenni og aðrir hópar sannað á sér deili með framvísun þeirra og þá sérstaklega innanlands,“ segir á vef Þjóðskrár.
Stjórnsýsla Vegabréf Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira