Líklegt að loka þurfi vegum vegna veðurs Bjarki Sigurðsson skrifar 16. mars 2024 12:09 Veðrið á Ísafirði er milt sem stendur en gul viðvörun tekur gildi þar í nótt. Vísir/Einar Von er á stórhríð á Vestfjörðum og Snæfellsnesi á morgun, og gætu vindhviður náð allt að 36 metrum á sekúndu. Aðalvarðstjóri á Ísafirði segir að vegna veðursins gæti þurft að ráðast í lokanir á vegum. Gular viðvaranir taka gildi á Faxaflóa, Breiðafirði og Vestfjörðum í fyrramálið. Spáð er töluverðum vindi, sem og snjókomu. Viðvaranirnar gilda allt til miðnættis aðfaranótt þriðjudags en einnig verður í gildi viðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra um svipað leyti. Í færslu Einar Sveinbjörnssonar, veðurfræðings hjá Vegagerðinni, segir að í fyrramálið megi gera ráð fyrir stórhríð norðantil á Vestfjörðum, Ströndum og í útsveitum Norðurlands. Sama á við um Dalina og Snæfellsnes. Hætt er við að vegir teppist fljótt, meðal annars við Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Gert er ráð fyrir vindhviðum sem ná allt að 36 metrum á sekúndu á Vestfjörðum en Ingvar Jakobsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði, segir veðrið milt sem stendur en menn séu þó reiðubúnir. „Vont veður er svosem eitthvað sem Vestfirðingar eru vanir en samt sem áður þarf að gæta að eigin öryggi og ég get bara sagt það að við erum að horfa til himins ef svo má segja,“ segir Ingvar. Hann segir varðskip Landhelgisgæslunnar sigla í átt að svæðinu, líkt orðið er að venju þegar spáin er eins slæm og hún er nú. Þá gæti þurft að loka einhverjum vegum. „Eins og spáin er núna, þá þætti mér mjög líklegt að það yrðu lokanir á fjallvegum en varðandi Súðavíkurhlíð og Flateyrarveg, þá þætti mér mjög líklegt að þeim yrði lokað út af snjóflóðahættu. Það er gert í tíma,“ segir Ingvar. Ísafjarðarbær Veður Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Gular viðvaranir taka gildi á Faxaflóa, Breiðafirði og Vestfjörðum í fyrramálið. Spáð er töluverðum vindi, sem og snjókomu. Viðvaranirnar gilda allt til miðnættis aðfaranótt þriðjudags en einnig verður í gildi viðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra um svipað leyti. Í færslu Einar Sveinbjörnssonar, veðurfræðings hjá Vegagerðinni, segir að í fyrramálið megi gera ráð fyrir stórhríð norðantil á Vestfjörðum, Ströndum og í útsveitum Norðurlands. Sama á við um Dalina og Snæfellsnes. Hætt er við að vegir teppist fljótt, meðal annars við Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Gert er ráð fyrir vindhviðum sem ná allt að 36 metrum á sekúndu á Vestfjörðum en Ingvar Jakobsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði, segir veðrið milt sem stendur en menn séu þó reiðubúnir. „Vont veður er svosem eitthvað sem Vestfirðingar eru vanir en samt sem áður þarf að gæta að eigin öryggi og ég get bara sagt það að við erum að horfa til himins ef svo má segja,“ segir Ingvar. Hann segir varðskip Landhelgisgæslunnar sigla í átt að svæðinu, líkt orðið er að venju þegar spáin er eins slæm og hún er nú. Þá gæti þurft að loka einhverjum vegum. „Eins og spáin er núna, þá þætti mér mjög líklegt að það yrðu lokanir á fjallvegum en varðandi Súðavíkurhlíð og Flateyrarveg, þá þætti mér mjög líklegt að þeim yrði lokað út af snjóflóðahættu. Það er gert í tíma,“ segir Ingvar.
Ísafjarðarbær Veður Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira