Danirnir ánægðir með Guðmund: „Enginn að kvarta yfir þessu hér“ Aron Guðmundsson skrifar 28. mars 2024 10:01 Guðmundur Guðmundsson á að baki margra ára feril í handboltanum og er hvergi nærri hættu. Ástríðan mikla er enn til staðar. VÍSIR/VILHELM Guðmundur Guðmundsson á að baki langan og farsælan feril í handboltanum. Fyrst sem leikmaður og nú sem þjálfari. Þrátt fyrir þennan langa feril er Guðmundur hvergi nærri því að fá nóg af öllu þessu handboltabrölti. Hann finnur fyrir gríðarlegri ástríðu fyrir sínu starfi. Guðmundur er nú þjálfari danska efstu deildar liðsins Fredericia og hefur verið að ná eftirtektarverðu, og já sögulegum árangri með liðið. Fredericia endaði dönsku deildarkeppnina í öðru sæti og tryggði sér þar neð þátttökurétt í úrslitakeppnui deildarinnar og þá fylgdi einni með önnur gulrót. Liðið tryggði sér sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins. Guðmundur fór inn í sitt fyrsta heila tímabil með Fredericia á síðasta tímabili og strax á því tímabili vann liðið sína fyrstu medalíu undir hans stjórn. Hann ræðir tíma sinn hjá Frederica og stiklar á stóru varðandi fyrri í hlaðvarpsættinum Besta sætið sem er á vegum íþróttadeildar Sýnar. Ferill Guðmundar spannar marga áratugi, blandaður bæði af störfum á félagsliðastiginu en einnig á sviði landsliða þar sem að Guðmundur stýrði íslenska landsliðinu meðal annars til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á EM 2010. Þá vann hann Ólympíugullið með danska landsliðinu 2016. En eftir allan þennan tíma í boltanum. Er tilfinningin hjá Guðmundi enn þá sú sama fyrir leik? Finnur hann alltaf fyrir sama fiðringnum og spennunni? „Já. Það er það. Það hefur ekki breyst og mun aldrei breytast,“ segir Guðmundur í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. „Ég finn fyrir gríðarlegri ástríðu á þessu starfi. Ég er eins og ég er. Kem til dyranna eins og ég er klæddur og er ekki að leika eitthvað. Ég er bara ég og ég gef allt í þetta. Bæði á æfingum sem og í leikjunum sjálfum. Auðvitað finnst manni stundum oft á tíðum eins og maður sé að taka fullmikinn þátt í leiknum stundum á hliðarlínunni en þetta er bara eins og ég er. Danirnir eru ánægðir með þetta. Það er enginn að kvarta yfir þessu hér.“ Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér: Besta sætið Danski handboltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Guðmundur er nú þjálfari danska efstu deildar liðsins Fredericia og hefur verið að ná eftirtektarverðu, og já sögulegum árangri með liðið. Fredericia endaði dönsku deildarkeppnina í öðru sæti og tryggði sér þar neð þátttökurétt í úrslitakeppnui deildarinnar og þá fylgdi einni með önnur gulrót. Liðið tryggði sér sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins. Guðmundur fór inn í sitt fyrsta heila tímabil með Fredericia á síðasta tímabili og strax á því tímabili vann liðið sína fyrstu medalíu undir hans stjórn. Hann ræðir tíma sinn hjá Frederica og stiklar á stóru varðandi fyrri í hlaðvarpsættinum Besta sætið sem er á vegum íþróttadeildar Sýnar. Ferill Guðmundar spannar marga áratugi, blandaður bæði af störfum á félagsliðastiginu en einnig á sviði landsliða þar sem að Guðmundur stýrði íslenska landsliðinu meðal annars til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á EM 2010. Þá vann hann Ólympíugullið með danska landsliðinu 2016. En eftir allan þennan tíma í boltanum. Er tilfinningin hjá Guðmundi enn þá sú sama fyrir leik? Finnur hann alltaf fyrir sama fiðringnum og spennunni? „Já. Það er það. Það hefur ekki breyst og mun aldrei breytast,“ segir Guðmundur í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. „Ég finn fyrir gríðarlegri ástríðu á þessu starfi. Ég er eins og ég er. Kem til dyranna eins og ég er klæddur og er ekki að leika eitthvað. Ég er bara ég og ég gef allt í þetta. Bæði á æfingum sem og í leikjunum sjálfum. Auðvitað finnst manni stundum oft á tíðum eins og maður sé að taka fullmikinn þátt í leiknum stundum á hliðarlínunni en þetta er bara eins og ég er. Danirnir eru ánægðir með þetta. Það er enginn að kvarta yfir þessu hér.“ Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér:
Besta sætið Danski handboltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira