Allt að gerast í Vík í Mýrdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. mars 2024 20:30 Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem segist alls ekki vera orðin þreyttur á öllum ferðamönnunum á staðnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Aldrei hefur verið eins mikið byggt af íbúðarhúsnæði í Vík í Mýrdal eins og nú, og þá á að fara að byggja nýjan leikskóla og flytja sveitarstjórnarskrifstofuna í nýtt ráðhús. Þúsundir ferðamanna heimsækja Vík á hverjum degi enda á að fara að stækka verslunarmiðstöðina á staðnum og nýjar verslanir eru að fara að opna. Það má segja að maður sé hættur að þekkja sig þegar maður kemur í Vík því það hefur verið byggt svo mikið þar á síðustu árum, ekki síst hótel og starfsemi tengd ferðaþjónustu. En íbúðum fjölgar líka samhliða mikilli fólksfjölgun á staðnum eins og sveitarstjórinn þekkir manna best. „Það fjölgar og við erum bara spennt fyrir áframhaldandi uppbyggingu. Það hefur áfram verið mikil fjölgun íbúa og það hefur aldrei verið byggt jafn mikið íbúðarhúsnæði. Við erum að fara að byggja nýjan leikskóla hjá okkur og erum að fara að skipuleggja nýtt íbúðahverfi í Vík á alveg óbyggðu svæði þar sem er gert ráð fyrir allt að tvö hundruð íbúðum,” segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Þúsundir ferðamanna heimsækja Vík daglega En af hverju er Vík svona vinsæll staður? „Þetta er auðvitað mjög fallegur staður og við njótum líka góðs af því að það er gott aðgengi af auðlindum ferðaþjónustunnar,” segir Einar Freyr. Þúsundir ferðamanna heimsækja Vík á hverjum degi allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um ferðaþjónustuna, á hverjum einasta degi heimsækja þúsundir ferðamanna Vík eða stoppa þar á ferð sinni um landið. En hvað segir Einar sveitarstjóri, eru íbúar í Vík orðnir þreyttir á öllum þessum ferðamönnum? „Þú getur eflaust fundið einhvern hérna, sem er það en ég er alinn upp í ferðaþjónustu, þannig að ég er ekkert orðin þreyttur,” segir sveitarstjórinn. Leikskóli, lögreglustöð og bókabúð að opna Einar Freyr segir að það standa til að stækka verslunarmiðstöðina í Þorpinu þar sem Icewear og Krónan eru meðal annars og svo er Penninn að fara að opna í Vík og sveitarfélagið er að flytja starfsemi sína í nýtt ráðhús og lögreglustöð er að opna í þorpinu svo eitthvað sé nefnt. „Og þá erum við í raun og veru búin með verslunar- og þjónustulóðirnar í bili, menn bíða eftir því að fleiri séu tilbúnar,” segir Einar Freyr. Það er allt að gera í Vík í Mýrdal þar sem er byggt og byggt og ferðaþjónustan blómstrar á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Það má segja að maður sé hættur að þekkja sig þegar maður kemur í Vík því það hefur verið byggt svo mikið þar á síðustu árum, ekki síst hótel og starfsemi tengd ferðaþjónustu. En íbúðum fjölgar líka samhliða mikilli fólksfjölgun á staðnum eins og sveitarstjórinn þekkir manna best. „Það fjölgar og við erum bara spennt fyrir áframhaldandi uppbyggingu. Það hefur áfram verið mikil fjölgun íbúa og það hefur aldrei verið byggt jafn mikið íbúðarhúsnæði. Við erum að fara að byggja nýjan leikskóla hjá okkur og erum að fara að skipuleggja nýtt íbúðahverfi í Vík á alveg óbyggðu svæði þar sem er gert ráð fyrir allt að tvö hundruð íbúðum,” segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Þúsundir ferðamanna heimsækja Vík daglega En af hverju er Vík svona vinsæll staður? „Þetta er auðvitað mjög fallegur staður og við njótum líka góðs af því að það er gott aðgengi af auðlindum ferðaþjónustunnar,” segir Einar Freyr. Þúsundir ferðamanna heimsækja Vík á hverjum degi allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um ferðaþjónustuna, á hverjum einasta degi heimsækja þúsundir ferðamanna Vík eða stoppa þar á ferð sinni um landið. En hvað segir Einar sveitarstjóri, eru íbúar í Vík orðnir þreyttir á öllum þessum ferðamönnum? „Þú getur eflaust fundið einhvern hérna, sem er það en ég er alinn upp í ferðaþjónustu, þannig að ég er ekkert orðin þreyttur,” segir sveitarstjórinn. Leikskóli, lögreglustöð og bókabúð að opna Einar Freyr segir að það standa til að stækka verslunarmiðstöðina í Þorpinu þar sem Icewear og Krónan eru meðal annars og svo er Penninn að fara að opna í Vík og sveitarfélagið er að flytja starfsemi sína í nýtt ráðhús og lögreglustöð er að opna í þorpinu svo eitthvað sé nefnt. „Og þá erum við í raun og veru búin með verslunar- og þjónustulóðirnar í bili, menn bíða eftir því að fleiri séu tilbúnar,” segir Einar Freyr. Það er allt að gera í Vík í Mýrdal þar sem er byggt og byggt og ferðaþjónustan blómstrar á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira