Framboðið hafi ekkert með Katrínu að gera Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2024 20:24 Steinunn Ólína vill á Bessastaði. arnar halldórsson Allt bendir til þess að Katrín Jakobsdóttir bjóði sig fram til forseta á morgun. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem tilkynnti um forsetaframboð í dag, segir framboð sitt ekkert hafa með forsætisráðherra að gera. Baráttan um Bessastaði stigmagnast með hverjum deginum sem líður. Í dag bættist Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona í hóp þeirra sem vilja setjast í stól forseta og á sama tíma er beðið eftir ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur. Hvenær tókstu þessa ákvörðun? „Ég tók þessa ákvörðun fyrir nokkrum dögum síðan en ákvað að greina ekki frá þessu fyrr en í dag.“ Hvers vegna í dag? „Vegna þess að mér þykir pínulítið vænt um þennan dag, af ástæðum sem ég get ekki deilt með þér núna,“ segir Steinunn Ólína og bætir við að vonandi geti hún gefið það upp síðar. Vill gera gagn Hana segist langa til að gera gagn í samfélaginu og telur sig búa yfir margvíslegri reynslu. „Og geti haft töluvert fram að færa.“ Aðspurð út í áherslur segir hún forsetaembættið ekki vettvangur fyrir persónuleg mál þess sem situr í forsetastól. „En ég hef áhuga á ótrúlegustu hlutum og er fljót að setja mig inn í það sem ég þekki lítið. Mér finnst að forseti eigi að veita því áhuga sem er merkilegt og vel er gert.“ Sjálfstæð ákvörðun Steinunn hafði lýst því yfir að hún myndi örugglega fara fram ef Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra myndi lýsa yfir forsetaframboði. Það var af mörgum túlkað sem svo að forsenda framboðs Steinunnar sé einskonar hefndarframboð en ekkert slíkt vakir fyrir Steinunni. „Þetta er engin breyting í raun, ég sagði aldrei að ég ætlaði ekki fram færi hún ekki fram. En þessa ákvörðun tók ég og hún er sjálfstæð og hefur ekkert með hugsanlegt framboð eða hugsanlegt ekki framboð Katrínar Jakobsdóttur að gera.“ Aðspurð hvort hún muni sakna listarinnar nái hún kjöri segist hún þegar komin í tveggja mánaða launalaust leyfi frá Þjóðleikhúsinu til að sinna baráttunni. „Ég ætla nú bara að byrja á því að elska leiðina og hugsa ekki um útkomuna.“ Ertu bjartsýn? „Ég er alltaf bjartsýn, ég vakna alltaf kát á morgnana. Mér finnst bara gaman að vera til.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Baráttan um Bessastaði stigmagnast með hverjum deginum sem líður. Í dag bættist Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona í hóp þeirra sem vilja setjast í stól forseta og á sama tíma er beðið eftir ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur. Hvenær tókstu þessa ákvörðun? „Ég tók þessa ákvörðun fyrir nokkrum dögum síðan en ákvað að greina ekki frá þessu fyrr en í dag.“ Hvers vegna í dag? „Vegna þess að mér þykir pínulítið vænt um þennan dag, af ástæðum sem ég get ekki deilt með þér núna,“ segir Steinunn Ólína og bætir við að vonandi geti hún gefið það upp síðar. Vill gera gagn Hana segist langa til að gera gagn í samfélaginu og telur sig búa yfir margvíslegri reynslu. „Og geti haft töluvert fram að færa.“ Aðspurð út í áherslur segir hún forsetaembættið ekki vettvangur fyrir persónuleg mál þess sem situr í forsetastól. „En ég hef áhuga á ótrúlegustu hlutum og er fljót að setja mig inn í það sem ég þekki lítið. Mér finnst að forseti eigi að veita því áhuga sem er merkilegt og vel er gert.“ Sjálfstæð ákvörðun Steinunn hafði lýst því yfir að hún myndi örugglega fara fram ef Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra myndi lýsa yfir forsetaframboði. Það var af mörgum túlkað sem svo að forsenda framboðs Steinunnar sé einskonar hefndarframboð en ekkert slíkt vakir fyrir Steinunni. „Þetta er engin breyting í raun, ég sagði aldrei að ég ætlaði ekki fram færi hún ekki fram. En þessa ákvörðun tók ég og hún er sjálfstæð og hefur ekkert með hugsanlegt framboð eða hugsanlegt ekki framboð Katrínar Jakobsdóttur að gera.“ Aðspurð hvort hún muni sakna listarinnar nái hún kjöri segist hún þegar komin í tveggja mánaða launalaust leyfi frá Þjóðleikhúsinu til að sinna baráttunni. „Ég ætla nú bara að byrja á því að elska leiðina og hugsa ekki um útkomuna.“ Ertu bjartsýn? „Ég er alltaf bjartsýn, ég vakna alltaf kát á morgnana. Mér finnst bara gaman að vera til.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira