34 ára móðir búin að vinna þrjú stórborgarmaraþon á einu ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2024 10:00 Hellen Obiri sést hér á verðlaunapallinum en hún sér ekki eftir ákvörðun sína að skipta yfir í maraþonhlaup. Getty/Paul Rutherford Hellen Obiri fagnaði sigri í Boston maraþoninu í gær. Hún hefur þar með unnið maraþonið í Boston borg tvö ár í röð og vann einnig New York maraþonið í nóvember í fyrra. Hin keníska Obiri er sannarlega búin að koma sér vel fyrir sem drottning maraþonhlaupanna í heiminum eftir að hafa unnið þessi þrjú stórborgarmaraþon á einu ári. Obiri er 34 ára gömul og á níu ára gamla dóttur. Hún vann silfur í 5.000 metra hlaupi á síðustu tveimur Ólympíuleikum (2016 í Ríó og 2021 í Tókýó) en ákvað að skipta yfir í maraþonhlaupið árið 2022. Hún sér örugglega ekki eftir því. It's now three marathon majors for @hellen_obiri Boston Marathon - 2023 (2:21:38) New York Marathon - 2023 (2:27:23) Boston Marathon - 2024 (2:22:37) An amazing run ahead of @Paris2024 pic.twitter.com/uRT52g6MbA— AW (@AthleticsWeekly) April 15, 2024 Obiri sleit sig frá löndu sinni Sharon Lokedi á síðustu kílómetrunum og kom í mark á tveimur klukkutímum, 22 mínútum og 37 sekúndum. Þriðja varð síðan hin 44 ára gamla Edna Kiplagat sem sjálf hefur unnið Boston maraþonið tvisvar sinnum. „Það er ekki auðvelt að verja titilinn. Síðan að Boston maraþonið byrjaði hafa aðeins sex konur náð að verja hann. Ég sagði því við sjálfa mig: Get ég orðið ein af þeim? Ef þú vilt verða ein af þeim þá þarftu að leggja enn meira á þig,“ sagði Obiri. „Ég er svo ánægð að vera orðin ein af þeim. Nú er ég komin i sögubækurnar í Boston,“ sagði Obiri. All the news from the #BostonMarathon as Hellen Obiri and Sisay Lemma win two contrasting elite races while Eden Rainbow-Cooper and Marcel Hug take wheelchair crowns.https://t.co/LtChPryqrA— AW (@AthleticsWeekly) April 15, 2024 Obiri er nú sigurstrangleg í maraþonhlaupinu á Ólympíuleikunum í París en þetta verða fyrstu leikarnir þar sem maraþonhlaup kvenna verður lokagrein leikanna og endar með verðlaunaafhendingu á lokahátíðinni. Eþíópíumaðurinn Sisay Lemma vann Boston maraþonhlaupið hjá körlunum. Hann kom í mark á tveimur klukkutímum, sex mínútum og 17 sekúndum og varð 41 sekúndu á undan landa sínum Mohamed Esa. Keníamaðurinn Evans Chebet varð þriðji en hann var að reyna þriðja Boston maraþonið í röð. Frjálsar íþróttir Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira
Hin keníska Obiri er sannarlega búin að koma sér vel fyrir sem drottning maraþonhlaupanna í heiminum eftir að hafa unnið þessi þrjú stórborgarmaraþon á einu ári. Obiri er 34 ára gömul og á níu ára gamla dóttur. Hún vann silfur í 5.000 metra hlaupi á síðustu tveimur Ólympíuleikum (2016 í Ríó og 2021 í Tókýó) en ákvað að skipta yfir í maraþonhlaupið árið 2022. Hún sér örugglega ekki eftir því. It's now three marathon majors for @hellen_obiri Boston Marathon - 2023 (2:21:38) New York Marathon - 2023 (2:27:23) Boston Marathon - 2024 (2:22:37) An amazing run ahead of @Paris2024 pic.twitter.com/uRT52g6MbA— AW (@AthleticsWeekly) April 15, 2024 Obiri sleit sig frá löndu sinni Sharon Lokedi á síðustu kílómetrunum og kom í mark á tveimur klukkutímum, 22 mínútum og 37 sekúndum. Þriðja varð síðan hin 44 ára gamla Edna Kiplagat sem sjálf hefur unnið Boston maraþonið tvisvar sinnum. „Það er ekki auðvelt að verja titilinn. Síðan að Boston maraþonið byrjaði hafa aðeins sex konur náð að verja hann. Ég sagði því við sjálfa mig: Get ég orðið ein af þeim? Ef þú vilt verða ein af þeim þá þarftu að leggja enn meira á þig,“ sagði Obiri. „Ég er svo ánægð að vera orðin ein af þeim. Nú er ég komin i sögubækurnar í Boston,“ sagði Obiri. All the news from the #BostonMarathon as Hellen Obiri and Sisay Lemma win two contrasting elite races while Eden Rainbow-Cooper and Marcel Hug take wheelchair crowns.https://t.co/LtChPryqrA— AW (@AthleticsWeekly) April 15, 2024 Obiri er nú sigurstrangleg í maraþonhlaupinu á Ólympíuleikunum í París en þetta verða fyrstu leikarnir þar sem maraþonhlaup kvenna verður lokagrein leikanna og endar með verðlaunaafhendingu á lokahátíðinni. Eþíópíumaðurinn Sisay Lemma vann Boston maraþonhlaupið hjá körlunum. Hann kom í mark á tveimur klukkutímum, sex mínútum og 17 sekúndum og varð 41 sekúndu á undan landa sínum Mohamed Esa. Keníamaðurinn Evans Chebet varð þriðji en hann var að reyna þriðja Boston maraþonið í röð.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira