„Við erum góðir og þeir eru góðir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2024 15:30 Róbert Aron Hostert og Alexander Petersson fagna þegar Valsmenn urðu bikarmeistarar á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Evrópuævintýri Valsmanna í handboltanum gæti haldið áfram á Hlíðarenda í kvöld og þjálfari Valsmanna kallar eftir góðum stuðningi úr stúkunni. Óskar Bjarni Óskarsson stýrir Valsmönnum í kvöld í fyrri undanúrslitsleik sínum á móti rúmenska félaginu CS Minaur Baua Mare. Valsmenn hafa enn ekki tapað leik í Evrópu á þessari leiktíð en verða að ná í hagstæð úrslit fyrir síðari leikinn í Rúmeníu. Leikurinn fer fram í N1 höllinni á Hlíðarenda og hefst klukkan 19.30. Valsliðið sló annað rúmenskt lið út úr átta liða úrslitum keppninnar en hefur einnig slegið út lið frá Litháen, Eistland, Slóvakíu og Serbíu í EHF-bikarnum í vetur. Valsmenn hafa líka unnið alla tíu leiki sína í keppninni til þessa. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari ValsVísir/Diego Valsmenn voru einnig í þessari stöðu fyrir sjö árum en duttu þá úr leik í undanúrslitunum á móti rúmenska liðinu AHC Potaissa Turda. Núna geta þeir farið einu skrefi lengra. „Það væri mjög gaman fyrir okkur og mjög gaman fyrir strákana, þjálfarana í kringum þetta, félagið og íslenskan handbolta. Árangur í Evrópukeppni gefur öllum í öllum íþróttum og hvað þá hinum handboltaliðunum,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson í samtali við Aron Guðmundsson á blaðamannafundi Valsmanna fyrir leikinn í kvöld. „Það er klárlega spennandi að vera komnir aftur í þessa stöðu að eiga möguleika á úrslitaleik. Það er nokkuð ljóst að við þurfum að eiga toppleik hérna heima og fá mikinn og góðan stuðning. Þetta er hörkulið og við stefnuna á það að spila vel.,“ sagði Óskar Bjarni. Valsmenn þurfa að taka með sér gott veganesti í seinni leikinn. „Við treystum okkur alveg að fara út og spila vel við þá þar. Við gerðum það á móti Motor og gerðum það á móti Metaloplastika. Það er ekkert lífsnauðsynlegt þótt að það sé alltaf betra,“ sagði Óskar en það má heyra hann fara yfir mótherjana hér fyrir neðan. „Við þurfum að vera klárir í alvöru leik og spila mjög vel. Við erum góðir og þeir eru góðir. Þetta verður bara handboltaveisla,“ sagði Óskar. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Spennandi að vera komnir aftur í þessa stöðu EHF-bikarinn Valur Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson stýrir Valsmönnum í kvöld í fyrri undanúrslitsleik sínum á móti rúmenska félaginu CS Minaur Baua Mare. Valsmenn hafa enn ekki tapað leik í Evrópu á þessari leiktíð en verða að ná í hagstæð úrslit fyrir síðari leikinn í Rúmeníu. Leikurinn fer fram í N1 höllinni á Hlíðarenda og hefst klukkan 19.30. Valsliðið sló annað rúmenskt lið út úr átta liða úrslitum keppninnar en hefur einnig slegið út lið frá Litháen, Eistland, Slóvakíu og Serbíu í EHF-bikarnum í vetur. Valsmenn hafa líka unnið alla tíu leiki sína í keppninni til þessa. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari ValsVísir/Diego Valsmenn voru einnig í þessari stöðu fyrir sjö árum en duttu þá úr leik í undanúrslitunum á móti rúmenska liðinu AHC Potaissa Turda. Núna geta þeir farið einu skrefi lengra. „Það væri mjög gaman fyrir okkur og mjög gaman fyrir strákana, þjálfarana í kringum þetta, félagið og íslenskan handbolta. Árangur í Evrópukeppni gefur öllum í öllum íþróttum og hvað þá hinum handboltaliðunum,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson í samtali við Aron Guðmundsson á blaðamannafundi Valsmanna fyrir leikinn í kvöld. „Það er klárlega spennandi að vera komnir aftur í þessa stöðu að eiga möguleika á úrslitaleik. Það er nokkuð ljóst að við þurfum að eiga toppleik hérna heima og fá mikinn og góðan stuðning. Þetta er hörkulið og við stefnuna á það að spila vel.,“ sagði Óskar Bjarni. Valsmenn þurfa að taka með sér gott veganesti í seinni leikinn. „Við treystum okkur alveg að fara út og spila vel við þá þar. Við gerðum það á móti Motor og gerðum það á móti Metaloplastika. Það er ekkert lífsnauðsynlegt þótt að það sé alltaf betra,“ sagði Óskar en það má heyra hann fara yfir mótherjana hér fyrir neðan. „Við þurfum að vera klárir í alvöru leik og spila mjög vel. Við erum góðir og þeir eru góðir. Þetta verður bara handboltaveisla,“ sagði Óskar. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Spennandi að vera komnir aftur í þessa stöðu
EHF-bikarinn Valur Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira