Allir frá Litháen en tengsl liggja ekki fyrir Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 21. apríl 2024 16:05 Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Vísir Lögreglan á Suðurlandi fer fram á gæsluvarðhald fram í næstu viku yfir mönnunum fjórum sem handteknir voru í gær í tengslum við andlát í sumarbústaðahverfinu Kiðjabergi. Yfirlögregluþjónn segir tengsl milli mannanna fjögurra og hins látna ekki liggja fyrir að svo stöddu. Lögreglan á Suðurlandi óskaði í dag eftir því að fjórir karlmenn yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti manns á fertugsaldri í sumarbústaðabyggð í Árnessýslu. Enn er beðið eftir úrskurði. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umrædd sumarbústaðabyggð í Kiðjabergi. Heimildir herma einnig að allir mennirnir, bæði hinir handteknu og hinn látni, eru frá Litháen. „Fyrsta tilkynning berst þarna á öðrum tímanum til okkar um meðvitundarleysi. Og þá er náttúrlega hefðbundið útkall. Viðbragðsaðilar hérna á svæðinu sem fara á staðinn,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Þegar það er komið á vettvang vaknar strax þessi grunur um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti, alla vegana ekki eðlilegum hætti,“ segir Jón Gunnar. Í kjölfarið hafi fjórir aðilar verið handteknir. Síðan hafi rannsókn verið í fullum gangi og aðilar fluttir á lögreglustöðina á Selfoss. Atvikið á að hafa átt sér stað í Kiðjabergi. vísir „Við erum að fara fram á gæsluvarðhald fram í næstu viku,“ segir Jón Gunnar og að vænta megi úrskurðar í dag. Aðspurður segir hann að farið sé fram á gæsluvarðhald yfir öllum fjórum mönnunum. Hann segist ekki geta sagt til um hvernig áverkar voru á hinum látna, en aðstæður hafi verið þannig að það grunur vaknaði um að ekki væri allt með felldu. Þá getur hann ekki tjáð sig um hvort fleiri hafi verið á svæðinu en mennirnir fimm. Er eitthvað vitað um hvort atvikið hafi átt sér stað þarna um tvöleytið eða hvort það hafi átt sér stað fyrr um nóttina? „Það er bara hluti af því sem við erum að rannsaka núna.“ Jón Gunnar segir það ekki komið á hreint hver tengsl mannanna fimm séu. Að sama skapi sé til rannsóknar hvort fíkniefni hafi verið í spilinu, en ekki hafi fengist svör við því. Hann ítrekar að málið sé á algjöru frumstigi. Hver eru ykkar næstu skref? „Það eru frekari skýrslutökur, og að sjálfsögðu bíða úrskurðar. Verði þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald þá verða þeir vistaðir á Hólmsheiði. Rannsóknin heldur áfram, vettvangsrannsóknir og yfirheyrslur.“ Loks segist hann hvorki geta svarað um hvort mennirnir fjórir hafi verið samvinnuþýðir eða hvort þeir hafi sjálfir haft einhverja áverka. Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Manndráp í Kiðjabergi Tengdar fréttir Rannsókn á andlátinu enn á frumstigi Rannsókn á andláti manns á fertugsaldri í sumarhúsi í Árnessýslu er enn á algjöru frumstigi. Greint var frá því síðdegis í fær að fjórir hefði verið handteknir vegna andlátsins sem er rannsakað sem manndráp. 21. apríl 2024 09:38 Maður á fertugsaldri talinn hafa verið myrtur í sumarhúsi Grunur er um manndráp í sumarhúsi í Árnessýslu. Fjórir hafa verið handteknir á grundvelli rannsóknarhagsmuna að sögn lögreglunnar. Rannsókn málsins er á frumstigi og segir lögreglan að því verði ekki veittar frekari upplýsingar að svo stöddu. 20. apríl 2024 18:01 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi óskaði í dag eftir því að fjórir karlmenn yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti manns á fertugsaldri í sumarbústaðabyggð í Árnessýslu. Enn er beðið eftir úrskurði. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umrædd sumarbústaðabyggð í Kiðjabergi. Heimildir herma einnig að allir mennirnir, bæði hinir handteknu og hinn látni, eru frá Litháen. „Fyrsta tilkynning berst þarna á öðrum tímanum til okkar um meðvitundarleysi. Og þá er náttúrlega hefðbundið útkall. Viðbragðsaðilar hérna á svæðinu sem fara á staðinn,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Þegar það er komið á vettvang vaknar strax þessi grunur um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti, alla vegana ekki eðlilegum hætti,“ segir Jón Gunnar. Í kjölfarið hafi fjórir aðilar verið handteknir. Síðan hafi rannsókn verið í fullum gangi og aðilar fluttir á lögreglustöðina á Selfoss. Atvikið á að hafa átt sér stað í Kiðjabergi. vísir „Við erum að fara fram á gæsluvarðhald fram í næstu viku,“ segir Jón Gunnar og að vænta megi úrskurðar í dag. Aðspurður segir hann að farið sé fram á gæsluvarðhald yfir öllum fjórum mönnunum. Hann segist ekki geta sagt til um hvernig áverkar voru á hinum látna, en aðstæður hafi verið þannig að það grunur vaknaði um að ekki væri allt með felldu. Þá getur hann ekki tjáð sig um hvort fleiri hafi verið á svæðinu en mennirnir fimm. Er eitthvað vitað um hvort atvikið hafi átt sér stað þarna um tvöleytið eða hvort það hafi átt sér stað fyrr um nóttina? „Það er bara hluti af því sem við erum að rannsaka núna.“ Jón Gunnar segir það ekki komið á hreint hver tengsl mannanna fimm séu. Að sama skapi sé til rannsóknar hvort fíkniefni hafi verið í spilinu, en ekki hafi fengist svör við því. Hann ítrekar að málið sé á algjöru frumstigi. Hver eru ykkar næstu skref? „Það eru frekari skýrslutökur, og að sjálfsögðu bíða úrskurðar. Verði þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald þá verða þeir vistaðir á Hólmsheiði. Rannsóknin heldur áfram, vettvangsrannsóknir og yfirheyrslur.“ Loks segist hann hvorki geta svarað um hvort mennirnir fjórir hafi verið samvinnuþýðir eða hvort þeir hafi sjálfir haft einhverja áverka.
Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Manndráp í Kiðjabergi Tengdar fréttir Rannsókn á andlátinu enn á frumstigi Rannsókn á andláti manns á fertugsaldri í sumarhúsi í Árnessýslu er enn á algjöru frumstigi. Greint var frá því síðdegis í fær að fjórir hefði verið handteknir vegna andlátsins sem er rannsakað sem manndráp. 21. apríl 2024 09:38 Maður á fertugsaldri talinn hafa verið myrtur í sumarhúsi Grunur er um manndráp í sumarhúsi í Árnessýslu. Fjórir hafa verið handteknir á grundvelli rannsóknarhagsmuna að sögn lögreglunnar. Rannsókn málsins er á frumstigi og segir lögreglan að því verði ekki veittar frekari upplýsingar að svo stöddu. 20. apríl 2024 18:01 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Rannsókn á andlátinu enn á frumstigi Rannsókn á andláti manns á fertugsaldri í sumarhúsi í Árnessýslu er enn á algjöru frumstigi. Greint var frá því síðdegis í fær að fjórir hefði verið handteknir vegna andlátsins sem er rannsakað sem manndráp. 21. apríl 2024 09:38
Maður á fertugsaldri talinn hafa verið myrtur í sumarhúsi Grunur er um manndráp í sumarhúsi í Árnessýslu. Fjórir hafa verið handteknir á grundvelli rannsóknarhagsmuna að sögn lögreglunnar. Rannsókn málsins er á frumstigi og segir lögreglan að því verði ekki veittar frekari upplýsingar að svo stöddu. 20. apríl 2024 18:01