„Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ” Lovísa Arnardóttir skrifar 8. maí 2024 16:07 Hrönn segir lömb og kindur komin út á flestum bæjum á Suðurlandi. Forstjóri Matvælastofnunar segir stofnunina ekki sofandi á verðinum og að þau séu að sinna velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stofnunin sé með stöðugt eftirlit á bænum og aðstæður dýranna ekki þannig að þau séu í lífshættu. Von er á yfirlýsingu frá MAST um málið í dag. Greint var frá því fyrr í dag að Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) telji Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum. Stjórn samtakanna sendi frá sér ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. „Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ. Við erum með þetta mál í vinnslu. Við erum að vinna þetta með þeim stjórnsýsluverkfærum sem við höfum. Við erum með lausnir sem við erum að vinna að. Ég hafna því að við séum sofandi á verðinum,“ segir Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar. Mál í vinnslu Hún segir að stofnuninni hafi verið tilkynnt um slæman aðbúnað á bænum. Það sé mál í ferli en hún geti ekki upplýst nákvæmlega hvað þau séu að gera eða hvernig til að bregðast við tilkynningunum. „Við erum að fylgjast með þessu og erum með þetta mál í vinnslu. Við áttum okkur á því að fólk hefur áhyggjur og skiljum það. En þetta er ekki þannig að við teljum það réttlæta víðtækara inngrip. Það eru ekki að okkar mati dýr að þjást þarna beinlínis.“ Hrönn segir það vilja stofnunarinnar að upplýsa um stöðu mála en að það sé verið að vinna þarna í viðkvæmum aðstæðum. Því verði að stíga varlega til jarðar og gæta að hagsmunum allra sem koma að málinu. „Það liggur á að koma þeim í gegnum sauðburð og þau eru með aðstoð með sér,“ segir Hrönn um fólkið sem á bæinn. MAST skipti sér ekki af því hver það er heldur bara að það sé tryggð aðstoð. Það hafi verið gert. Hún segir mikið þurfa til að réttlæta vörslusviptingu búfénaðs. Stofnunin fari reglulega í eftirlit á bænum og hafi í kjölfarið sett fram ábendingar sem hafi verið brugðist við. Dýrin ekki í lífshættu „Ástandið hefur ekki réttlætt það hingað til. Við erum ekkert sammála því að dýr líði þannig að það réttlæti slíkt inngrip. Við erum að athuga að vörslusvipting á gripum bænda sviptir þau líka lífsviðurværi sínu. Það þarf að fara varlega með það vald.“ En það hljóta að vera líka skýr skilyrði fyrir því að halda dýr og hvernig eigi að koma fram við þau? „Já, klárlega. Það er þannig og eitt er að þau uppfylli ekki réttinn sem dýrin eiga samkvæmt lagabókstafnum og annað er að dýrin séu raunverulega í hættu. Það eru skil þar á milli. Ég segi ekki að þetta sé til fyrirmyndar, alls ekki.“ Hrönn segir það fara eftir aðstæðum hversu oft starfsmenn stofnunarinnar fari í eftirlit á bæjum en segir þau fara oftar á þennan bæ en þá sem myndu teljast „fyrirmyndarbú“. „Þegar það koma upp svona aðstæður fylgjum við því eftir og erum með eftirlit í gangi. Þarna og hvar svo sem er.“ Dýr Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir Huga að útigangskindum í Borgarfirði - ein vafin í gaddavír Hópur fólks lagði af stað í hádeginu í Þverárhlíð í Borgarfirði til að kynna sér ástand tuttugu kinda, sem eru þar á útigangi og engin virðist hugsa um. Kindurnar eru mjög styggar og ein þeirra öll vafinn í gaddavír. Fólkið fór með hey á staðinn. 30. desember 2023 13:03 Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Greint var frá því fyrr í dag að Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) telji Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum. Stjórn samtakanna sendi frá sér ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. „Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ. Við erum með þetta mál í vinnslu. Við erum að vinna þetta með þeim stjórnsýsluverkfærum sem við höfum. Við erum með lausnir sem við erum að vinna að. Ég hafna því að við séum sofandi á verðinum,“ segir Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar. Mál í vinnslu Hún segir að stofnuninni hafi verið tilkynnt um slæman aðbúnað á bænum. Það sé mál í ferli en hún geti ekki upplýst nákvæmlega hvað þau séu að gera eða hvernig til að bregðast við tilkynningunum. „Við erum að fylgjast með þessu og erum með þetta mál í vinnslu. Við áttum okkur á því að fólk hefur áhyggjur og skiljum það. En þetta er ekki þannig að við teljum það réttlæta víðtækara inngrip. Það eru ekki að okkar mati dýr að þjást þarna beinlínis.“ Hrönn segir það vilja stofnunarinnar að upplýsa um stöðu mála en að það sé verið að vinna þarna í viðkvæmum aðstæðum. Því verði að stíga varlega til jarðar og gæta að hagsmunum allra sem koma að málinu. „Það liggur á að koma þeim í gegnum sauðburð og þau eru með aðstoð með sér,“ segir Hrönn um fólkið sem á bæinn. MAST skipti sér ekki af því hver það er heldur bara að það sé tryggð aðstoð. Það hafi verið gert. Hún segir mikið þurfa til að réttlæta vörslusviptingu búfénaðs. Stofnunin fari reglulega í eftirlit á bænum og hafi í kjölfarið sett fram ábendingar sem hafi verið brugðist við. Dýrin ekki í lífshættu „Ástandið hefur ekki réttlætt það hingað til. Við erum ekkert sammála því að dýr líði þannig að það réttlæti slíkt inngrip. Við erum að athuga að vörslusvipting á gripum bænda sviptir þau líka lífsviðurværi sínu. Það þarf að fara varlega með það vald.“ En það hljóta að vera líka skýr skilyrði fyrir því að halda dýr og hvernig eigi að koma fram við þau? „Já, klárlega. Það er þannig og eitt er að þau uppfylli ekki réttinn sem dýrin eiga samkvæmt lagabókstafnum og annað er að dýrin séu raunverulega í hættu. Það eru skil þar á milli. Ég segi ekki að þetta sé til fyrirmyndar, alls ekki.“ Hrönn segir það fara eftir aðstæðum hversu oft starfsmenn stofnunarinnar fari í eftirlit á bæjum en segir þau fara oftar á þennan bæ en þá sem myndu teljast „fyrirmyndarbú“. „Þegar það koma upp svona aðstæður fylgjum við því eftir og erum með eftirlit í gangi. Þarna og hvar svo sem er.“
Dýr Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir Huga að útigangskindum í Borgarfirði - ein vafin í gaddavír Hópur fólks lagði af stað í hádeginu í Þverárhlíð í Borgarfirði til að kynna sér ástand tuttugu kinda, sem eru þar á útigangi og engin virðist hugsa um. Kindurnar eru mjög styggar og ein þeirra öll vafinn í gaddavír. Fólkið fór með hey á staðinn. 30. desember 2023 13:03 Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Huga að útigangskindum í Borgarfirði - ein vafin í gaddavír Hópur fólks lagði af stað í hádeginu í Þverárhlíð í Borgarfirði til að kynna sér ástand tuttugu kinda, sem eru þar á útigangi og engin virðist hugsa um. Kindurnar eru mjög styggar og ein þeirra öll vafinn í gaddavír. Fólkið fór með hey á staðinn. 30. desember 2023 13:03
Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19