Lögregla herðir leitina að karlmanni sem veitist að börnum Kolbeinn Tumi Daðason og Jakob Bjarnar skrifa 23. maí 2024 14:02 Skúli Jónsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir málið í forgangi hjá lögreglunni enda ómögulegt að hafa annað eins og þetta yfir höfði sér. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú fjögur tilvik þar sem karlmaður veittist að börnum í Hafnarfirði. Þetta segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Við erum á fullu að rannsaka þessi mál. Með auknu eftirliti, merktum og ómerktum bílum,“ segir Skúli. Hann segir að svona mál komi alltaf upp í gegnum tíðina, af og til og upplifun fólks og þá barna er misjöfn. „Við fáum allskonar tilkynningar um allskonar hluti en við erum ekki að tengja þetta við önnur svæði,“ segir Skúli en ekki liggur einu sinni fyrir hvort málin tengist en Vísir sagði af árás sem 12 ára stúlka varð fyrir í gær. Sú árás var af öðrum toga, þar kom maðurinn aftan að henni. „Þetta veldur óhug og við leggjum mikla áherslu á að upplýsa þetta. Um er að ræða forgangsmál og ekki gott að hafa þetta yfir höfði sér.“ Fyrsta málið átti sér á eða við Víðistaðatún í byrjun mánaðarins og tæpri viku síðar kom upp ámóta mál við Engidalsskóla. Síðastliðinn föstudag var tilkynnt um karlmann við Lækinn nærri Lækjarskóla og hann sagður elta barn og bjóða því nammi. Og í gærmorgun veittist maður að stúlku á göngustíg á milli Miðvangs og Víðistaðaskóla, rétt utan þess svæðis sem öryggismyndavélar skólans ná til. „Málin hafa valdið áhyggjum, eðlilega, en lögreglan hefur aukið eftirlit sitt í Hafnarfirði vegna þeirra,“ segir í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér. Hún leggur áherslu á að tilkynnt sé um málin eins fljótt og verða má og þá í 112. „Slíkar tilkynningar eru ávallt teknar mjög alvarlega og hjálpa lögreglu að bregðast hratt við. Berist þær (tilkynningar) nokkrum klukkutímum eftir atvik, eða daginn eftir, torveldar það leitina að gerandanum. Að endingu er minnt á að betra er að hringja í lögregluna einu sinni of oft heldur en einu sinni of sjaldan.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Hafnarfjörður Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
„Við erum á fullu að rannsaka þessi mál. Með auknu eftirliti, merktum og ómerktum bílum,“ segir Skúli. Hann segir að svona mál komi alltaf upp í gegnum tíðina, af og til og upplifun fólks og þá barna er misjöfn. „Við fáum allskonar tilkynningar um allskonar hluti en við erum ekki að tengja þetta við önnur svæði,“ segir Skúli en ekki liggur einu sinni fyrir hvort málin tengist en Vísir sagði af árás sem 12 ára stúlka varð fyrir í gær. Sú árás var af öðrum toga, þar kom maðurinn aftan að henni. „Þetta veldur óhug og við leggjum mikla áherslu á að upplýsa þetta. Um er að ræða forgangsmál og ekki gott að hafa þetta yfir höfði sér.“ Fyrsta málið átti sér á eða við Víðistaðatún í byrjun mánaðarins og tæpri viku síðar kom upp ámóta mál við Engidalsskóla. Síðastliðinn föstudag var tilkynnt um karlmann við Lækinn nærri Lækjarskóla og hann sagður elta barn og bjóða því nammi. Og í gærmorgun veittist maður að stúlku á göngustíg á milli Miðvangs og Víðistaðaskóla, rétt utan þess svæðis sem öryggismyndavélar skólans ná til. „Málin hafa valdið áhyggjum, eðlilega, en lögreglan hefur aukið eftirlit sitt í Hafnarfirði vegna þeirra,“ segir í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér. Hún leggur áherslu á að tilkynnt sé um málin eins fljótt og verða má og þá í 112. „Slíkar tilkynningar eru ávallt teknar mjög alvarlega og hjálpa lögreglu að bregðast hratt við. Berist þær (tilkynningar) nokkrum klukkutímum eftir atvik, eða daginn eftir, torveldar það leitina að gerandanum. Að endingu er minnt á að betra er að hringja í lögregluna einu sinni of oft heldur en einu sinni of sjaldan.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Hafnarfjörður Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira