Allir um borð í rútunni Íslendingar Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. maí 2024 20:49 Allir um borð í rútunni voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Áverkar farþega voru af ýmsum toga, allt frá minniháttar meiðslum upp í meiriháttar áverka. Júlíus Örn Sigurðarson Allir þeir 27 sem slösuðust þegar rúta valt á Rangárvallavegi nálægt Stokkalæk rétt fyrir 17 í dag eru Íslendingar. Áverkar á fólki voru mismunandi, frá minniháttar meiðslum upp í meiriháttar áverka, en allir voru fluttir á sjúrahús til aðhlynningar. Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Um borð í rútunni sem er á vegum Guðmunds Tyrfingssonar voru 26 farþegar og einn bílsjóri. Allir um borð voru fluttir á sjúkrahús, sjö með tveimur þyrlum á Landspítalann í Fossvogi og hinir tuttugu á Heilsugæsluna á Hellu eða Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Enn verið að greina meiðsli hinna slösuðu Að sögn Jóns Gunnars er enn fjöldi fólks á vettvangi að vinna að rannsókn á slysinu. Ekki liggi fyrir hver hver tildrög slyssins voru. Staða slasaðra sé ekki á hreinu þar sem enn sé verið að greina meiðslin sem séu af ýmsum toga. Ekki liggur fyrir hvort einhver hinna slösuðu sé með lífshættulega áverka. Eftir að tilkynning um slysið barst var hópslysaáætlun virkjuð og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út. Sjúkraflutningarmenn HSU sinntu slösuðum og sendi slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þrjá sjúkrabíla á vettvang. Tugir viðbragðsaðila voru að störfum á vettvangi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var fjöldi starfsmanna Landspítalans kallaður út vegna farþeganna sem fluttir voru í Fossvoginn og allir starfsmenn bráðamóttöku HSU sömuleiðis kallaðir út. Fólk geti hringt í 1717 Lögreglan á Suðurlandi minnir á 1717, hjálparsíma Rauða krossins, sem er opinn allan sólarhringinn og fólk getur hringt í vanti það sálrænan stuðning. Samkvæmt mbl.is hefur söfnunarsvæði aðstandenda verið opnað í húsnæði Árnesdeildar RKÍ að Eyrarvegi 23 Selfossi. Leiðrétting: Áður stóð að hjálparsími Rauða krossins hefði verið virkjaður sem upplýsingasími vegna slyssins en það er ekki rétt. Starfsfólk hjálparsímans hefur engar upplýsingar um slysið eða farþega rútunnar. Rangárþing ytra Samgönguslys Tengdar fréttir Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Um borð í rútunni sem er á vegum Guðmunds Tyrfingssonar voru 26 farþegar og einn bílsjóri. Allir um borð voru fluttir á sjúkrahús, sjö með tveimur þyrlum á Landspítalann í Fossvogi og hinir tuttugu á Heilsugæsluna á Hellu eða Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Enn verið að greina meiðsli hinna slösuðu Að sögn Jóns Gunnars er enn fjöldi fólks á vettvangi að vinna að rannsókn á slysinu. Ekki liggi fyrir hver hver tildrög slyssins voru. Staða slasaðra sé ekki á hreinu þar sem enn sé verið að greina meiðslin sem séu af ýmsum toga. Ekki liggur fyrir hvort einhver hinna slösuðu sé með lífshættulega áverka. Eftir að tilkynning um slysið barst var hópslysaáætlun virkjuð og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út. Sjúkraflutningarmenn HSU sinntu slösuðum og sendi slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þrjá sjúkrabíla á vettvang. Tugir viðbragðsaðila voru að störfum á vettvangi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var fjöldi starfsmanna Landspítalans kallaður út vegna farþeganna sem fluttir voru í Fossvoginn og allir starfsmenn bráðamóttöku HSU sömuleiðis kallaðir út. Fólk geti hringt í 1717 Lögreglan á Suðurlandi minnir á 1717, hjálparsíma Rauða krossins, sem er opinn allan sólarhringinn og fólk getur hringt í vanti það sálrænan stuðning. Samkvæmt mbl.is hefur söfnunarsvæði aðstandenda verið opnað í húsnæði Árnesdeildar RKÍ að Eyrarvegi 23 Selfossi. Leiðrétting: Áður stóð að hjálparsími Rauða krossins hefði verið virkjaður sem upplýsingasími vegna slyssins en það er ekki rétt. Starfsfólk hjálparsímans hefur engar upplýsingar um slysið eða farþega rútunnar.
Rangárþing ytra Samgönguslys Tengdar fréttir Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36