Dæmi um að börn þori ekki út í frímínútur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2024 19:16 Björn Páll Fálki Valsson, formaður foreldrafélags Víðistaðaskóla. Vísir/Rúnar Foreldrafélög grunnskóla í Hafnarfirði hafa stóreflt foreldrarölt vegna manns sem veist hefur að börnum. Börn eru mörg hver afar slegin vegna málsins. Fyrir helgi var greint frá því að lögregla hefði hert leit að manni sem veist hefur að börnum í Hafnarfirði, alls fjórum sinnum. Fyrsta atvikið átti sér stað við Víðistaðatún í upphafi mánaðar. Viku síðar kom upp mál við Engidalsskóla, fyrir rúmri viku var karlmaður sagður hafa elt barn og boðið því nammi. Síðastliðinn miðvikudag veittist maður að stúlku á göngustíg skammt frá Víðistaðaskóla. Skipta sér niður á skólalóðina Foreldrafélag Víðistaðaskóla hefur stóreflt foreldrarölt sitt vegna málsins, á meðan lögregla leitar mannsins. „Við ákváðum að gera það á fimmtudaginn í síðustu viku og skipulögðum foreldrarölt. Við erum að hittast hér við inngang Víðistaðaskóla hálf átta á morgnana, kannski sex til átta foreldrar, og skiptum okkur niður á skólalóðina og erum til staðar börnin okkar,“ segir Björn Páll Fálki Valsson, formaður foreldrafélags Víðistaðaskóla. Fleiri foreldrafélög hafi gert sams konar ráðstafanir. „Ég veit að foreldrafélag Engidalsskóla gerði þetta líka, ákvað að hafa foreldravakt að morgni og líka seinni partinn. Það er eitthvað sem við munum skoða líka, hvort það sé þörf á því.“ Börnin mætist á miðri leið Björn á sjálfur þrjú börn í Víðistaðaskóla, og segir málið hafa mjög slæm áhrif á foreldra. „Þeir foreldrar sem eiga þessi börn sem hafa lent í þessu, ég hef rætt aðeins við þau. Þau eru mjög slegin, þetta er mjög erfitt fyrir þau.“ Börnin í skólanum séu afar meðvituð um málið, og finnist það óþægilegt. „Skólastjórinn sagði fyrir helgi að sum börn hafi bara brostið í grát og meira að segja ekki viljað fara út í frímínútur, sem er mjög leiðinlegt. Ég veit að skólinn hefur aukið eftirlit í frímínútum, það fara fleiri kennarar út, og við þökkum kærlega fyrir það. Ég veit að mörg börnin eiga erfitt með að labba til vina sinna, bara núna um helgina. Þau hafa þá gert það að labba á móti hvort öðru eða fengið eldra systkini með. Þannig að þetta er allt mjög skrýtið,“ segir Björn. Foreldrar voni að maðurinn náist, og komist undir læknis hendur. „Við vitum að lögreglan hefur stóraukið eftirlit hérna, við höfum séð þá, bæði einkennisklæddir og óeinkennisklæddir hér í kringum skólann, og tekið röltið með okkur á foreldravaktinni. Við þökkum fyrir það.“ Hafnarfjörður Börn og uppeldi Lögreglumál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Fyrir helgi var greint frá því að lögregla hefði hert leit að manni sem veist hefur að börnum í Hafnarfirði, alls fjórum sinnum. Fyrsta atvikið átti sér stað við Víðistaðatún í upphafi mánaðar. Viku síðar kom upp mál við Engidalsskóla, fyrir rúmri viku var karlmaður sagður hafa elt barn og boðið því nammi. Síðastliðinn miðvikudag veittist maður að stúlku á göngustíg skammt frá Víðistaðaskóla. Skipta sér niður á skólalóðina Foreldrafélag Víðistaðaskóla hefur stóreflt foreldrarölt sitt vegna málsins, á meðan lögregla leitar mannsins. „Við ákváðum að gera það á fimmtudaginn í síðustu viku og skipulögðum foreldrarölt. Við erum að hittast hér við inngang Víðistaðaskóla hálf átta á morgnana, kannski sex til átta foreldrar, og skiptum okkur niður á skólalóðina og erum til staðar börnin okkar,“ segir Björn Páll Fálki Valsson, formaður foreldrafélags Víðistaðaskóla. Fleiri foreldrafélög hafi gert sams konar ráðstafanir. „Ég veit að foreldrafélag Engidalsskóla gerði þetta líka, ákvað að hafa foreldravakt að morgni og líka seinni partinn. Það er eitthvað sem við munum skoða líka, hvort það sé þörf á því.“ Börnin mætist á miðri leið Björn á sjálfur þrjú börn í Víðistaðaskóla, og segir málið hafa mjög slæm áhrif á foreldra. „Þeir foreldrar sem eiga þessi börn sem hafa lent í þessu, ég hef rætt aðeins við þau. Þau eru mjög slegin, þetta er mjög erfitt fyrir þau.“ Börnin í skólanum séu afar meðvituð um málið, og finnist það óþægilegt. „Skólastjórinn sagði fyrir helgi að sum börn hafi bara brostið í grát og meira að segja ekki viljað fara út í frímínútur, sem er mjög leiðinlegt. Ég veit að skólinn hefur aukið eftirlit í frímínútum, það fara fleiri kennarar út, og við þökkum kærlega fyrir það. Ég veit að mörg börnin eiga erfitt með að labba til vina sinna, bara núna um helgina. Þau hafa þá gert það að labba á móti hvort öðru eða fengið eldra systkini með. Þannig að þetta er allt mjög skrýtið,“ segir Björn. Foreldrar voni að maðurinn náist, og komist undir læknis hendur. „Við vitum að lögreglan hefur stóraukið eftirlit hérna, við höfum séð þá, bæði einkennisklæddir og óeinkennisklæddir hér í kringum skólann, og tekið röltið með okkur á foreldravaktinni. Við þökkum fyrir það.“
Hafnarfjörður Börn og uppeldi Lögreglumál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira