Fleiri farþegar og betri nýting Árni Sæberg skrifar 7. júní 2024 12:01 Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play. Einar Árnason Flugfélagið Play flutti 146.692 farþega í maí 2024, sem er 14 prósent aukning frá maí á síðasta ári þegar Play flutti 128.847 farþega. Sætanýting hjá félaginu í nýliðnum maí var 86,4 prósent, samanborið við 84,8 prósent í maí í fyrra. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Play haldi þannig áfram að auka farþegafjölda og sætanýting samhliða aukningu í framboðnum sætiskílómetrum, en framboðið hafi aukist um ellefu prósent milli ára. Tekjur á hvern seldan sætiskílómetra hafi jafnframt aukist um þrettán prósent milli ára. Meira um ferðir frá Íslandi Af þeim farþegum sem flugu með Play í maí 2024, hafi 29,9 prósent verið á leið frá Íslandi, 22,4 prósent á leið til Íslands og 47,7 prósent hafi verið tengifarþegar. Í maí hafi því verið mikið um ferðalög frá Íslandi og stöðug eftirspurn eftir tengiflugi yfir Atlantshafið. Eftirspurn eftir flugi til Íslands sé jafnan minni í maí en niðurstöður mánaðarins sýni sveigjanleikann í leiðakerfi Play til að bregðast við árstíðarbundnum sveiflum. Stundvísi Play í maí hafi verið 86,8 prósent, sem sé ofar en ársmarkmið Play um 85 prósent stundvísi. Markaðssvæðið stækkar Þá segir frá því að Play hafi aukið samstarf sitt við flugleitarvefinn Dohop með opnun Play Connect. Þannig muni markaðssvæði Play stækka enn frekar þegar farþegar Play geta keypt tengiflug frá áfangastöðum félagsins með öðrum flugfélögum í einni bókun. Fyrst flugfélögin til að ganga í þetta samstarf við Play séu Norwegian, Azores Airlines og Sky Express, en von sé á samstarfi við fleiri flugfélög. Þetta geri Play kleift að bjóða farþegum sínum hundruð tenginga til viðbótar um víða veröld frá áfangastöðum Play Play hafi einnig náð samkomulagi við GO7, sem sé leiðandi tæknifyrirtæki í flugbransanum, um að stækka til muna dreifingu á vöruframboði félagsins. Flugferðir Play verði því aðgengilegar í dreifikerfinu GDS í gegnum GO7, sem geri ferðaskrifstofum um allan heim kleift að bóka ferðir með Play í gegnum GDS. Mjög viðunandi niðurstaða „Við náðum mjög viðunandi niðurstöðu í maí. Enn sjáum við farþegatölur hækka og sætanýtingu aukast hjá okkur þrátt fyrir aukið framboð. Þetta eru jákvæð teikn en við viljum gera betur á komandi mánuðum sem er sumarvertíðin sjálf, og við erum staðráðin í að gera það,“ er haft eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play. Félagið hafi merkt töluverða eftirspurn eftir ferðum frá Íslandi og tengiflugið yfir Atlantshafið gefi Play möguleika á að halda uppi sætanýtingu þrátt fyrir að eftirspurn eftir ferðum til Íslands hafi örlítið gefið eftir. „Fyrir því eru ýmsar ástæður, þar á meðal umfjöllun erlendra fjölmiðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga. En það sem við höfum einnig séð er stórsókn nágrannaríkja í markaðssetningu sem virðist vera að skila umtalsverðum árangri. Til að örva eftirspurnina eftir ferðum til Íslands þarf samhent átak allra ferðaþjónusta aðila og ekki síður yfirvalda. Ég trúi því að ef allir leggjast á eitt getum við sem samfélag aftur náð eyrum og augum erlendra ferðamanna og fengið þá til að upplifa okkar magnaða land.“ Afrakstur þrotlausrar vinnu „Flugrekstur PLAY í maí mánuði gekk afar vel og sést það hvað best á stundvísishlutfalli félagsins sem var 86.8%. Það er afrakstur þrotlausrar vinnu samstarfsfólks míns hjá Play og eiga þau allt lof fyrir að skila hlutfallinu í maí hærra en ársmarkmiði okkar um 85% stundvísi.“ Þá séu nýir samningar við Dohop og GO7 mikið framfaraskref fyrir Play, sem muni stækka flugfélagið okkar enn frekar í Norður-Ameríku og Evrópu. Með auknu samstarfi við Dohop muni farþegar Play hafa aukið úrval tenginga sem geri þeim kleift að komast á draumaáfangastaðinn sinn á viðráðanlegu verði. Samkomulagið við GO7 kemur félaginu á alþjóðlegt markaðstorg ferðaskrifstofa, sem muni auka hróður félagsins enn frekar á þeim mörkuðum sem það starfar nú þegar á sem og nýjum markaðssvæðum.“ Fréttir af flugi Play Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Play haldi þannig áfram að auka farþegafjölda og sætanýting samhliða aukningu í framboðnum sætiskílómetrum, en framboðið hafi aukist um ellefu prósent milli ára. Tekjur á hvern seldan sætiskílómetra hafi jafnframt aukist um þrettán prósent milli ára. Meira um ferðir frá Íslandi Af þeim farþegum sem flugu með Play í maí 2024, hafi 29,9 prósent verið á leið frá Íslandi, 22,4 prósent á leið til Íslands og 47,7 prósent hafi verið tengifarþegar. Í maí hafi því verið mikið um ferðalög frá Íslandi og stöðug eftirspurn eftir tengiflugi yfir Atlantshafið. Eftirspurn eftir flugi til Íslands sé jafnan minni í maí en niðurstöður mánaðarins sýni sveigjanleikann í leiðakerfi Play til að bregðast við árstíðarbundnum sveiflum. Stundvísi Play í maí hafi verið 86,8 prósent, sem sé ofar en ársmarkmið Play um 85 prósent stundvísi. Markaðssvæðið stækkar Þá segir frá því að Play hafi aukið samstarf sitt við flugleitarvefinn Dohop með opnun Play Connect. Þannig muni markaðssvæði Play stækka enn frekar þegar farþegar Play geta keypt tengiflug frá áfangastöðum félagsins með öðrum flugfélögum í einni bókun. Fyrst flugfélögin til að ganga í þetta samstarf við Play séu Norwegian, Azores Airlines og Sky Express, en von sé á samstarfi við fleiri flugfélög. Þetta geri Play kleift að bjóða farþegum sínum hundruð tenginga til viðbótar um víða veröld frá áfangastöðum Play Play hafi einnig náð samkomulagi við GO7, sem sé leiðandi tæknifyrirtæki í flugbransanum, um að stækka til muna dreifingu á vöruframboði félagsins. Flugferðir Play verði því aðgengilegar í dreifikerfinu GDS í gegnum GO7, sem geri ferðaskrifstofum um allan heim kleift að bóka ferðir með Play í gegnum GDS. Mjög viðunandi niðurstaða „Við náðum mjög viðunandi niðurstöðu í maí. Enn sjáum við farþegatölur hækka og sætanýtingu aukast hjá okkur þrátt fyrir aukið framboð. Þetta eru jákvæð teikn en við viljum gera betur á komandi mánuðum sem er sumarvertíðin sjálf, og við erum staðráðin í að gera það,“ er haft eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play. Félagið hafi merkt töluverða eftirspurn eftir ferðum frá Íslandi og tengiflugið yfir Atlantshafið gefi Play möguleika á að halda uppi sætanýtingu þrátt fyrir að eftirspurn eftir ferðum til Íslands hafi örlítið gefið eftir. „Fyrir því eru ýmsar ástæður, þar á meðal umfjöllun erlendra fjölmiðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga. En það sem við höfum einnig séð er stórsókn nágrannaríkja í markaðssetningu sem virðist vera að skila umtalsverðum árangri. Til að örva eftirspurnina eftir ferðum til Íslands þarf samhent átak allra ferðaþjónusta aðila og ekki síður yfirvalda. Ég trúi því að ef allir leggjast á eitt getum við sem samfélag aftur náð eyrum og augum erlendra ferðamanna og fengið þá til að upplifa okkar magnaða land.“ Afrakstur þrotlausrar vinnu „Flugrekstur PLAY í maí mánuði gekk afar vel og sést það hvað best á stundvísishlutfalli félagsins sem var 86.8%. Það er afrakstur þrotlausrar vinnu samstarfsfólks míns hjá Play og eiga þau allt lof fyrir að skila hlutfallinu í maí hærra en ársmarkmiði okkar um 85% stundvísi.“ Þá séu nýir samningar við Dohop og GO7 mikið framfaraskref fyrir Play, sem muni stækka flugfélagið okkar enn frekar í Norður-Ameríku og Evrópu. Með auknu samstarfi við Dohop muni farþegar Play hafa aukið úrval tenginga sem geri þeim kleift að komast á draumaáfangastaðinn sinn á viðráðanlegu verði. Samkomulagið við GO7 kemur félaginu á alþjóðlegt markaðstorg ferðaskrifstofa, sem muni auka hróður félagsins enn frekar á þeim mörkuðum sem það starfar nú þegar á sem og nýjum markaðssvæðum.“
Fréttir af flugi Play Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira