Reglulegar uppsagnir „því miður verið okkar raunveruleiki“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2024 10:51 Jón Þór Þorvaldsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Vísir/Vilhelm Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir flugmenn duglega að mennta sig og koma sér í aðrar vinnur þegar þeim er sagt upp vegna árstíðasveiflna, en 57 flugmönnum Icelandair var sagt upp í síðustu viku. Tilhneiging þeirra til að snúa aftur til fyrirtækisins sýni heilindi bæði flugmannanna og félagsins. „Tilfinningin er náttúrlega alltaf slæm. Það er alltaf ömurlegt þegar fólki er sagt upp störfum,“ segir Jón Þór Þorvaldsson formaður Fía í samtali við fréttastofu. Flugmenn sem ljúka störfum í október eru 57 en 29 flugstjórar missa stöðuna og færast í stöðu flugmanns. Meiri sveifla hér en í Evrópu Félagið fundaði í gær með þeim flugmönnum sem sagt var upp og farið var yfir stöðuna. „Og við erum að bíða eftir gögnum frá vinnuveitanda um útreikningana á bak við þetta. Þannig að þetta er allt í ferli ennþá,“ segir Jón Þór. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair ræddi við fréttastofu um uppsagnirnar á dögunum. Hann sagði árstíðasveiflu ástæðu uppsagnanna og hann vonist til að flugmennirnir komi aftur til starfa frá félaginu næsta vor. Jón Þór bendir á að mikil sveifla sé í eftirspurn eftir flugsætum á heimsvísu en hún sé ýktari hjá Icelandair en hjá öðrum félögum vegna þess hvar Ísland er staðsett. Eftirspurnin eftir flugsætum sveiflist um rúmlega þrjátíu prósent hjá öðrum flugfélögum í Evrópu milli sumars og vetrar en um fjörutíu prósent hjá Icelandair. „Þannig að þetta hefur því miður verið okkar raunveruleiki að fólk missi vinnuna árstíðarbundið,“ segir Jón Þór. Heilindi félagsins og flugmanna mikil Aðspurður segir hann mjög erfitt fyrir flugmenn að missa vinnuna nokkra mánuði í senn ár hvert. „Enda hafa flugmenn verið ótrúlega duglegir að mennta sig í öðru og koma sér í vinnu annars staðar og íslenskir flugmenn hafa verið mjög eftirsóttir í flugstörf erlendis.“ Það sé vissulega erfitt að koma sér í nýtt starf í nokkra mánuði og ætla svo að snúa aftur. „En það er í raun og veru gæfa Icelandair og hollusta og trúnaður flugmanna við þetta fyrirtæki er alveg ótrúlega mikill. Og það lýsir bæði heilindum þeirra flugmanna sem starfa fyrir Icelandair og ekki síður fyrirtækinu sem er mjög gott fyrirtæki að vinna fyrir,“ segir Jón Þór. Icelandair Stéttarfélög Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair segir upp 57 flugmönnum Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. 16. júní 2024 12:21 „Árstíðarsveifla“ ástæða 57 uppsagna Fimmtíu og sjö flugmönnum var sagt upp störfum hjá flugfélaginu Icelandair á föstudag. Forstjórinn segir ástæðuna árstíðarsveiflu en hann segir auk þess minni eftirspurn eftir Íslandi sem hafi áhrif á reksturinn. 17. júní 2024 21:47 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
„Tilfinningin er náttúrlega alltaf slæm. Það er alltaf ömurlegt þegar fólki er sagt upp störfum,“ segir Jón Þór Þorvaldsson formaður Fía í samtali við fréttastofu. Flugmenn sem ljúka störfum í október eru 57 en 29 flugstjórar missa stöðuna og færast í stöðu flugmanns. Meiri sveifla hér en í Evrópu Félagið fundaði í gær með þeim flugmönnum sem sagt var upp og farið var yfir stöðuna. „Og við erum að bíða eftir gögnum frá vinnuveitanda um útreikningana á bak við þetta. Þannig að þetta er allt í ferli ennþá,“ segir Jón Þór. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair ræddi við fréttastofu um uppsagnirnar á dögunum. Hann sagði árstíðasveiflu ástæðu uppsagnanna og hann vonist til að flugmennirnir komi aftur til starfa frá félaginu næsta vor. Jón Þór bendir á að mikil sveifla sé í eftirspurn eftir flugsætum á heimsvísu en hún sé ýktari hjá Icelandair en hjá öðrum félögum vegna þess hvar Ísland er staðsett. Eftirspurnin eftir flugsætum sveiflist um rúmlega þrjátíu prósent hjá öðrum flugfélögum í Evrópu milli sumars og vetrar en um fjörutíu prósent hjá Icelandair. „Þannig að þetta hefur því miður verið okkar raunveruleiki að fólk missi vinnuna árstíðarbundið,“ segir Jón Þór. Heilindi félagsins og flugmanna mikil Aðspurður segir hann mjög erfitt fyrir flugmenn að missa vinnuna nokkra mánuði í senn ár hvert. „Enda hafa flugmenn verið ótrúlega duglegir að mennta sig í öðru og koma sér í vinnu annars staðar og íslenskir flugmenn hafa verið mjög eftirsóttir í flugstörf erlendis.“ Það sé vissulega erfitt að koma sér í nýtt starf í nokkra mánuði og ætla svo að snúa aftur. „En það er í raun og veru gæfa Icelandair og hollusta og trúnaður flugmanna við þetta fyrirtæki er alveg ótrúlega mikill. Og það lýsir bæði heilindum þeirra flugmanna sem starfa fyrir Icelandair og ekki síður fyrirtækinu sem er mjög gott fyrirtæki að vinna fyrir,“ segir Jón Þór.
Icelandair Stéttarfélög Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair segir upp 57 flugmönnum Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. 16. júní 2024 12:21 „Árstíðarsveifla“ ástæða 57 uppsagna Fimmtíu og sjö flugmönnum var sagt upp störfum hjá flugfélaginu Icelandair á föstudag. Forstjórinn segir ástæðuna árstíðarsveiflu en hann segir auk þess minni eftirspurn eftir Íslandi sem hafi áhrif á reksturinn. 17. júní 2024 21:47 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Icelandair segir upp 57 flugmönnum Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. 16. júní 2024 12:21
„Árstíðarsveifla“ ástæða 57 uppsagna Fimmtíu og sjö flugmönnum var sagt upp störfum hjá flugfélaginu Icelandair á föstudag. Forstjórinn segir ástæðuna árstíðarsveiflu en hann segir auk þess minni eftirspurn eftir Íslandi sem hafi áhrif á reksturinn. 17. júní 2024 21:47