Borga yfir þrjátíu milljarða fyrir þrjú ár framan á búningum Rauðu djöflanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2024 13:31 Rasmus Höjlund, Alejandro Garnacho og Kobbie Mainoo eru sáttir með nýju treyjuna. Manchester United Enska knattspyrnufélagið Manchester United opinberaði í dag að tæknifyrirtækið Snapdragon yrði framan á búningum félagsins næstu þrjú árin. Hljóðar samningurinn upp á 225 milljónir Bandaríkjadala yfir þrjú ár eða rúmlega 31 milljarði íslenskra króna. Rauðu djöflarnir kynntu Snapdragon til leiks í dag með myndbandi af dýrari gerðinni. Goðsögnin Eric Cantona var fenginn í kynningarmyndbandið þar sem farið var yfir sögu félagsins og tengingu þess við stuðningsfólk sitt. This beautiful game is more than just numbers ⚽️Welcome on board, @Snapdragon 🤝#UnitedBySnapdragon || #ShotOnSnapdragon pic.twitter.com/fP7fz3RsuT— Manchester United (@ManUtd) July 1, 2024 Ekki nóg með það heldur sýndi Sir Alex Ferguson einnig leiklistahæfileika sína í auglýsingunni. Helsti punktur myndbandsins er að það er ekki nafnið aftan á treyjunni sem skiptir öllu máli heldur það sem er framan á henni. Snapdragon er tæknifyrirtæki sem framleiðir örgjörva í síma og önnur snjalltæki. The Athletic hefur kafað ofan í samning Snapdragon og Man United. Samningurinn er til þriggja ára en Snapdragon getur framlengt hann um tvö ár þegar þrjú ár eru liðin. Inside Manchester United's three-year, $225m front-of-shirt deal with Snapdragon:🔺 No penalty if #MUFC don't qualify for #UCL🔺 Brand has option to extend for 2 more years🔺 Charity can feature once per season🔺 Will Old Trafford naming rights follow?📝 @AdamCrafton_— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 1, 2024 Samningurinn hljóðar upp á 75 milljónir dala á ári og skiptir engu hvort karlalið félagsins komist í Meistaradeild Evrópu eður ei. Þá vill fyrirtækið bjóða kvennaliði Man United til Bandaríkjanna til að spila við San Diego Wave á Snapdragon-vellinum í Kaliforníu. Karlaliðið spilaði við Wrexham á þeim velli á síðasta ári og mun spila við Real Betis frá Spáni þar í sumar þegar það undirbýr sig fyrir komandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Rauðu djöflarnir kynntu Snapdragon til leiks í dag með myndbandi af dýrari gerðinni. Goðsögnin Eric Cantona var fenginn í kynningarmyndbandið þar sem farið var yfir sögu félagsins og tengingu þess við stuðningsfólk sitt. This beautiful game is more than just numbers ⚽️Welcome on board, @Snapdragon 🤝#UnitedBySnapdragon || #ShotOnSnapdragon pic.twitter.com/fP7fz3RsuT— Manchester United (@ManUtd) July 1, 2024 Ekki nóg með það heldur sýndi Sir Alex Ferguson einnig leiklistahæfileika sína í auglýsingunni. Helsti punktur myndbandsins er að það er ekki nafnið aftan á treyjunni sem skiptir öllu máli heldur það sem er framan á henni. Snapdragon er tæknifyrirtæki sem framleiðir örgjörva í síma og önnur snjalltæki. The Athletic hefur kafað ofan í samning Snapdragon og Man United. Samningurinn er til þriggja ára en Snapdragon getur framlengt hann um tvö ár þegar þrjú ár eru liðin. Inside Manchester United's three-year, $225m front-of-shirt deal with Snapdragon:🔺 No penalty if #MUFC don't qualify for #UCL🔺 Brand has option to extend for 2 more years🔺 Charity can feature once per season🔺 Will Old Trafford naming rights follow?📝 @AdamCrafton_— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 1, 2024 Samningurinn hljóðar upp á 75 milljónir dala á ári og skiptir engu hvort karlalið félagsins komist í Meistaradeild Evrópu eður ei. Þá vill fyrirtækið bjóða kvennaliði Man United til Bandaríkjanna til að spila við San Diego Wave á Snapdragon-vellinum í Kaliforníu. Karlaliðið spilaði við Wrexham á þeim velli á síðasta ári og mun spila við Real Betis frá Spáni þar í sumar þegar það undirbýr sig fyrir komandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira