Stappað á tjaldsvæðum og vörur hverfa úr hillum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. júlí 2024 12:08 Egilsstaðir. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Mikið blíðviðri er á Austurlandi í dag en snemma í morgun mældist hitastig á þó nokkrum stöðum um 20 gráður. Tjaldsvæði fyrir austan hafa verið fljót að fyllast en að sögn staðarhaldara komast færri að en vilja. Svo virðist sem fólk streymi hreinlega austur frá öllum landshlutum. Tjaldsvæðin á Austurlandi hafa heldur betur fundið fyrir aukinni eftirspurn vegna blíðviðrisins í dag og síðustu daga. Heiður Vigfúsdóttir, sem rekur tjaldsvæðið á Egilsstöðum, segir í samtali við fréttastofu að ýmsar vörur í matvörubúðum séu fljótar að hverfa úr hillunum. „Það er töluverð traffík hérna og maður sér það líka á vöruúrvali í matvörubúðum. Það virðist vera að flestir séu að stefna akkúrat hingað til okkar. Það sést alveg á búðunum inn á milli á meðan þeir reyna eftir bestu getu að fylla á.“ Uppbókað á svæðinu Hún segir að fólk streymi að úr öllum áttum til að fá tækifæri til að njóta blíðunnar á Austurlandi. Bókanlega svæðið á tjaldsvæðinu sé að mestu fullt út helgina og inn í næstu viku en hún bendir á að það er annað svæði þar sem reglan um fyrstur kemur fyrstur fær ræður ríkjum og að þar sé oft möguleiki að ná tjaldstæði. „Við reynum að taka á móti sem allra flestum þannig að allir Íslendingar geti fyllt vel á D-vítamín skammtinn og hlýjað sér hérna hjá okkur.“ Vildi ekki segja hvar væri pláss Jón Magnússon, eigandi Camp East sem rekur sjö tjaldsvæði á Austfjörðum, sagði í samtali við fréttastofu að það væri brjálað að gera á öllum stöðunum. Tjaldsvæði Camp East eru í Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og Fossárdal. Uppbókað er alls staðar að undanskildu einu tjaldsvæði en hann sagðist ekki vilja gefa upp hvaða tjaldsvæði væri enn með pláss til að forðast það að fólk myndi flykkjast að og mannmergð myndi safnast saman á svæðinu. Sömu sögu er að segja af flest öllum tjaldsvæðum á Austurlandi. „Inn í Fljótsdalsgrund var eitthvað að losna og átti eitthvað að losna með morgninum. Annað var meira og minna fullt síðastliðna nótt,“ sagði Heiður spurð hvernig ástandið væri á öðrum tjaldsvæðum á Austurlandi Tjaldsvæði Múlaþing Fjarðabyggð Matvöruverslun Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Tjaldsvæðin á Austurlandi hafa heldur betur fundið fyrir aukinni eftirspurn vegna blíðviðrisins í dag og síðustu daga. Heiður Vigfúsdóttir, sem rekur tjaldsvæðið á Egilsstöðum, segir í samtali við fréttastofu að ýmsar vörur í matvörubúðum séu fljótar að hverfa úr hillunum. „Það er töluverð traffík hérna og maður sér það líka á vöruúrvali í matvörubúðum. Það virðist vera að flestir séu að stefna akkúrat hingað til okkar. Það sést alveg á búðunum inn á milli á meðan þeir reyna eftir bestu getu að fylla á.“ Uppbókað á svæðinu Hún segir að fólk streymi að úr öllum áttum til að fá tækifæri til að njóta blíðunnar á Austurlandi. Bókanlega svæðið á tjaldsvæðinu sé að mestu fullt út helgina og inn í næstu viku en hún bendir á að það er annað svæði þar sem reglan um fyrstur kemur fyrstur fær ræður ríkjum og að þar sé oft möguleiki að ná tjaldstæði. „Við reynum að taka á móti sem allra flestum þannig að allir Íslendingar geti fyllt vel á D-vítamín skammtinn og hlýjað sér hérna hjá okkur.“ Vildi ekki segja hvar væri pláss Jón Magnússon, eigandi Camp East sem rekur sjö tjaldsvæði á Austfjörðum, sagði í samtali við fréttastofu að það væri brjálað að gera á öllum stöðunum. Tjaldsvæði Camp East eru í Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og Fossárdal. Uppbókað er alls staðar að undanskildu einu tjaldsvæði en hann sagðist ekki vilja gefa upp hvaða tjaldsvæði væri enn með pláss til að forðast það að fólk myndi flykkjast að og mannmergð myndi safnast saman á svæðinu. Sömu sögu er að segja af flest öllum tjaldsvæðum á Austurlandi. „Inn í Fljótsdalsgrund var eitthvað að losna og átti eitthvað að losna með morgninum. Annað var meira og minna fullt síðastliðna nótt,“ sagði Heiður spurð hvernig ástandið væri á öðrum tjaldsvæðum á Austurlandi
Tjaldsvæði Múlaþing Fjarðabyggð Matvöruverslun Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira